Drengur fótbrotnaði eftir að hafa fallið um fimmtán metra í hlíðinni við hlið Seljalandsfoss í dag. Verið er að flytja drenginn í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem mun flytja hann á Landspítalann við Fossvog.
Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að björgunarsveitarmenn hafi verið skjótir á staðinn og þurftu þeir að setja upp fjallalínur til að flytja drenginn niður hlíðina.
Alls tóku um tíu björgunarmenn þátt í aðgerðinni auk lögreglu, sjúkraliðs og starfsmanna Landhelgisgæslu.
Fótbrotnaði eftir að hafa fallið fimmtán metra við Seljalandsfoss

Tengdar fréttir

Ungur drengur mögulega fótbrotinn við Seljalandsfoss
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss.