Sjá einnig: Reyndi að kyssa íþróttafréttakonu í beinni í útsendingu
Myndband af atvikinu má sjá á heimasíðu breska blaðsins Guardian en þar sést Malou halda utan um Maly Thomas, fréttakonu á Eurosport, og reyna að kyssa hana.
Hann hafði fyrr um daginn tapað leik sínum á opna franska meistaramótinu í tennis en var með aðgangspassa sem gilti út mótið. Hann hefur nú verið afturkallaður.
Tennissamband Frakklands gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hegðun Hamou var gagnrýnd og var um leið tilkynnt að málið yrði frekar rannsakað. Ekki er útilokað að Malou verði refsað enn frekar af sambandinu.
Sjálfur gaf hann út yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni, sem má lesa hér fyrir neðan. Þar bað hann Thomas afsökunar ef hegðu hans hafi sært hana eða móðgað á meðan viðtalinu stóð.
Sagðist hann enn fremur ekki hafa haft stjórn á sér sem varð til þess að hegðun hans gagnvart Maly Thomas var óviðeigandi og kjánaleg. Segist hann enn fremur þekkja fréttamanninn og bera virðingu fyrir henni.
„Ef hún óskar þess mun ég biðja hana afsökunar í eigin persónu.“