Toyota fékk inngöngu í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2017 17:58 Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og fulltrúar nýrrar Ólympíufjölskyldu. Mynd/ÍSÍ Fulltrúar ÍSÍ, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og fulltrúar nýrrar Ólympíufjölskyldu skrifuðu í kvöld undir samstarfssamninga vegna Ólympíufjölskyldu ÍSÍ Íslandsbanki dró sig út úr samstarfinu á árinu 2016 en samningar tókust við Arion banka. ÍSÍ ákvað að fjölga um eitt fyrirtæki í Ólympíufjölskyldunni og lá beinast við að leita til Toyota á Íslandi um samstarf í kjölfar samninga Alþjóðaólympíunefndarinnar við Toyota International. Fyrirtækin í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ 2017-2020 eru: Arion banki, Icelandair, Sjóvá, Toyota og Valitor sem mynda Ólympíufjölskyldu ÍSÍ fram að leikunum í Tókýó 2020. Ólympíufjölskyldan hefur til margra ára stutt dyggilega við bakið á ÍSÍ og íslenskri íþróttahreyfingu, með það að markmiði að efla íslenskt íþróttalíf og þátttöku Íslands á erlendum vettvangi. Í dag fór fram síðasti undirbúningsfundurinn með íslensku þátttakendunum fyrir Smáþjóðaleikana 2017 sem verða haldnir í San Marínó dagana 29. maí til 3. júní næstkomandi. Farið var yfir þau atriði sem huga þarf að hvað varðar þátttöku Íslands á leikunum. Þátttakendur fengu fatnað sinn afhendan, en þeir munu klæðast fatnaði frá Peak á meðan á leikunum stendur. ÍSÍ sendir tæplega 200 manns til leikanna, þar af 136 keppendur. Af keppendum eru 73 karlar og 63 konur. Alls verða nærri þúsund þátttakendur á leikunum. Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna fer fram kvöldið 29. maí og hefst keppni daginn eftir. Lokahátíðin fer fram kvöldið 3. júní. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón. Þessar þjóðir eru: Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó og Svartfjallaland. Þess má geta að Svartfjallaland bættist ekki í hópinn fyrr en árið 2013. Smáþjóðaleikarnir fara fram á tveggja ára fresti í einu af löndunum níu. Þeir voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985, en síðan hafa þeir verið haldnir í Mónakó (1987), Kýpur (1989), Andorra (1991), Möltu (1993), Lúxemborg (1995), Íslandi (1997), Liechtenstein (1999), San Marínó (2001), Möltu (2003), Andorra (2005), Mónakó (2007), Kýpur (2009), Liechtenstein (2011), Lúxemborg (2013), Íslandi (2015) og þeir 17. verða haldnir í San Marínó árið 2017.Mynd/ÍSÍMynd/ÍSÍ Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Fulltrúar ÍSÍ, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og fulltrúar nýrrar Ólympíufjölskyldu skrifuðu í kvöld undir samstarfssamninga vegna Ólympíufjölskyldu ÍSÍ Íslandsbanki dró sig út úr samstarfinu á árinu 2016 en samningar tókust við Arion banka. ÍSÍ ákvað að fjölga um eitt fyrirtæki í Ólympíufjölskyldunni og lá beinast við að leita til Toyota á Íslandi um samstarf í kjölfar samninga Alþjóðaólympíunefndarinnar við Toyota International. Fyrirtækin í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ 2017-2020 eru: Arion banki, Icelandair, Sjóvá, Toyota og Valitor sem mynda Ólympíufjölskyldu ÍSÍ fram að leikunum í Tókýó 2020. Ólympíufjölskyldan hefur til margra ára stutt dyggilega við bakið á ÍSÍ og íslenskri íþróttahreyfingu, með það að markmiði að efla íslenskt íþróttalíf og þátttöku Íslands á erlendum vettvangi. Í dag fór fram síðasti undirbúningsfundurinn með íslensku þátttakendunum fyrir Smáþjóðaleikana 2017 sem verða haldnir í San Marínó dagana 29. maí til 3. júní næstkomandi. Farið var yfir þau atriði sem huga þarf að hvað varðar þátttöku Íslands á leikunum. Þátttakendur fengu fatnað sinn afhendan, en þeir munu klæðast fatnaði frá Peak á meðan á leikunum stendur. ÍSÍ sendir tæplega 200 manns til leikanna, þar af 136 keppendur. Af keppendum eru 73 karlar og 63 konur. Alls verða nærri þúsund þátttakendur á leikunum. Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna fer fram kvöldið 29. maí og hefst keppni daginn eftir. Lokahátíðin fer fram kvöldið 3. júní. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón. Þessar þjóðir eru: Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó og Svartfjallaland. Þess má geta að Svartfjallaland bættist ekki í hópinn fyrr en árið 2013. Smáþjóðaleikarnir fara fram á tveggja ára fresti í einu af löndunum níu. Þeir voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985, en síðan hafa þeir verið haldnir í Mónakó (1987), Kýpur (1989), Andorra (1991), Möltu (1993), Lúxemborg (1995), Íslandi (1997), Liechtenstein (1999), San Marínó (2001), Möltu (2003), Andorra (2005), Mónakó (2007), Kýpur (2009), Liechtenstein (2011), Lúxemborg (2013), Íslandi (2015) og þeir 17. verða haldnir í San Marínó árið 2017.Mynd/ÍSÍMynd/ÍSÍ
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira