Það eru aðeins sjö mánuðir síðan brotist var inn á heimili tenniskonunnar Petru Kvitova og hún stungin í handlegginn.
Sár hennar var svo alvarlegt að ekki var vitað hvort hún gæti spilað tennis á nýjan leik. Hún fór fjögurra tíma aðgerð á höndinni sem varð fyrir miklum taugaskemmdum.
Kvitova hefur náð góðum bata og hefur ákveðið að taka þátt á Wimbledon-mótinu í sumar.
Opna franska meistaramótið hefst eftir tæpa viku og Kvitova gæti ákveðið á elleftu stundu að taka þátt í því móti.
Wimbledon á stóran sess í hjarta Kvitovu þar sem hún vann árin 2011 og 2014.

