Trump segir nauðsynlegt að uppræta hugmyndafræði hryðjuverka Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2017 19:41 Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna fjöldamorðanna í Manchester og heitið henni stuðningi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að uppræta með öllu þá illu hugmyndafræði sem næri hryðjuverkamenn. Breska þjóðin er harmi slegin eftir fjöldamorðin í Manchester í gær. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt til Manchester að loknum fundi í neyðarnefnd stjórnvalda, Cobra, í morgun og ræddi þar við yfirmenn lögreglunnar í borginni. „Þetta er algerlega villimannsleg árás sem hefur átt sér stað. Að drepa ungt fólk á þennan hátt. Þetta er algert reiðarslag og hugur okkar og bænir verða að vera hjá fjölskyldum þeirra og vinum eftir þennan hræðilega harmleik sem hefur átt sér stað. Það er alveg á hreinu að lögreglan og öryggissveitirnar fái þau úrræði sem þau þurfa til að halda rannsókninni áfram og ég vil þakka öllum þeim sem koma að þessu máli, lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum, fyrir hvað þau brugðust stórkostlega við þessum hræðilega atburði,“ sagði May í dag. Nú beindist rannsóknin að því hvort fleiri en tilræðismaðurinn tengist morðunum. „Ég tek það líka skýrt fram að við munum ekki láta hryðjuverkamennina sigra. Gildi okkar munu halda velli,“ sagði May. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mætti í breska sendiráðið í París í dag ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra sínum til að votta bresku þjóðinni samhug Frakka og sýna þeim stuðning. „Eftir árásina sem var gerð í Manchester í gærkvöldi er alveg ljóst að það er öll Evrópa, hin frjálsa Evrópa, sem ráðist var á. Ráðist hefur verið á hjarta evrópskra og breskra ungmenna,“ sagði forseti Frakklands. Um alla Evrópu, Rússland og víðast hvar um heim hefur fólk lagt blóm að sendiráðsbyggingum Breta. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði fréttirnar frá Manchester hræðilegar. „Þessi hryðjuverkaárás mun aðeins styrkja þann ásetning okkar að halda áfram að vinna með breskum vinum okkar gegn þeim sem skipuleggja og fremja slík grimmileg illvirki. Ég fullvissa bresku þjóðina: Þýskaland stendur við hlið ykkar,“ sagði Merkel. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjamenn standa heila við hlið Breta og kallaði tilræðismanninn eða mennina illa innrætta tapara „Það verður að hrekja hryðjuverkamennina og öfgamennina og þá sem aðstoða þá samfélagi okkar fyrir fullt og allt. Það verður að uppræta þessa illu hugmyndafræði og ég meina uppræta algerlega,“ sagði Trump. Donald Trump Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna fjöldamorðanna í Manchester og heitið henni stuðningi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að uppræta með öllu þá illu hugmyndafræði sem næri hryðjuverkamenn. Breska þjóðin er harmi slegin eftir fjöldamorðin í Manchester í gær. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt til Manchester að loknum fundi í neyðarnefnd stjórnvalda, Cobra, í morgun og ræddi þar við yfirmenn lögreglunnar í borginni. „Þetta er algerlega villimannsleg árás sem hefur átt sér stað. Að drepa ungt fólk á þennan hátt. Þetta er algert reiðarslag og hugur okkar og bænir verða að vera hjá fjölskyldum þeirra og vinum eftir þennan hræðilega harmleik sem hefur átt sér stað. Það er alveg á hreinu að lögreglan og öryggissveitirnar fái þau úrræði sem þau þurfa til að halda rannsókninni áfram og ég vil þakka öllum þeim sem koma að þessu máli, lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum, fyrir hvað þau brugðust stórkostlega við þessum hræðilega atburði,“ sagði May í dag. Nú beindist rannsóknin að því hvort fleiri en tilræðismaðurinn tengist morðunum. „Ég tek það líka skýrt fram að við munum ekki láta hryðjuverkamennina sigra. Gildi okkar munu halda velli,“ sagði May. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mætti í breska sendiráðið í París í dag ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra sínum til að votta bresku þjóðinni samhug Frakka og sýna þeim stuðning. „Eftir árásina sem var gerð í Manchester í gærkvöldi er alveg ljóst að það er öll Evrópa, hin frjálsa Evrópa, sem ráðist var á. Ráðist hefur verið á hjarta evrópskra og breskra ungmenna,“ sagði forseti Frakklands. Um alla Evrópu, Rússland og víðast hvar um heim hefur fólk lagt blóm að sendiráðsbyggingum Breta. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði fréttirnar frá Manchester hræðilegar. „Þessi hryðjuverkaárás mun aðeins styrkja þann ásetning okkar að halda áfram að vinna með breskum vinum okkar gegn þeim sem skipuleggja og fremja slík grimmileg illvirki. Ég fullvissa bresku þjóðina: Þýskaland stendur við hlið ykkar,“ sagði Merkel. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjamenn standa heila við hlið Breta og kallaði tilræðismanninn eða mennina illa innrætta tapara „Það verður að hrekja hryðjuverkamennina og öfgamennina og þá sem aðstoða þá samfélagi okkar fyrir fullt og allt. Það verður að uppræta þessa illu hugmyndafræði og ég meina uppræta algerlega,“ sagði Trump.
Donald Trump Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58
Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53