Guðni Th. um atburðinn í Manchester: Hryðjuverkamönnum má ekki takast ætlunarverk sitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 20:50 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Bretadrottningu samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í dag en hann segir mikilvægt að hryðjuverkamönnum takist ekki ætlunarverk sitt, sem er að skapa glundroða, ógn og ótta. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan þegar rúmar sex og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Guðni segir að hugur allra hljóti að vera hjá þeim sem misst hafi ástvini og berjist nú fyrir lífi sínu í kjölfar árásarinnar en ekkert geti réttlætt slíkan atburð. „Eins og ég sagði í minni kveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar tökum við fram að ekkert geti réttlætt hryðjuverk af þessu tagi og enginn sem reyni að réttlæta verknað af þessu tagi eigi skilið skjól í okkar samfélagi.“ „Svo sáum við líka hugrekki þeirra sem komu slösuðum til bjargar á svipstundu. Fólk sem opnaði heimili sín fyrir þeim sem þurftu á því að halda.“ „Ég held það sé mjög mikilvægt að við látum ekki það ætlunarverk hryðjuverkamanna takast að skapa glundroða, ógn og ótta. Það er markmiðið. Það er markmiðið að trufla hið daglega líf. Það er markmiðið að riðla samfélaginu og það megum við ekki láta gerast. Guðni segir að mikilvægt sé að tilfinningar sem upp komi í kjölfar slíkra árása ráði ekki för þegar ákveðið sé hvernig brugðist skuli við. Hafa verði í huga að réttindi borgara séu tryggð. „Maður fyllist reiði og vanmætti. En þannig tilfinningar mega ekki ráða gerðum okkar í framhaldinu. Við verðum að vera staðföst. Við verðum að leita allra leiða til þess að standa saman í því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Hvað sem við gerum verðum við líka alltaf að hafa í huga að við eigum að virða mannréttindi þeirra sem hafa ekkert til saka unnið og hafa ekkert illt í hyggju.“ Forseti Íslands Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Bretadrottningu samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í dag en hann segir mikilvægt að hryðjuverkamönnum takist ekki ætlunarverk sitt, sem er að skapa glundroða, ógn og ótta. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en sjá má viðtalið í spilaranum hér að ofan þegar rúmar sex og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Guðni segir að hugur allra hljóti að vera hjá þeim sem misst hafi ástvini og berjist nú fyrir lífi sínu í kjölfar árásarinnar en ekkert geti réttlætt slíkan atburð. „Eins og ég sagði í minni kveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar tökum við fram að ekkert geti réttlætt hryðjuverk af þessu tagi og enginn sem reyni að réttlæta verknað af þessu tagi eigi skilið skjól í okkar samfélagi.“ „Svo sáum við líka hugrekki þeirra sem komu slösuðum til bjargar á svipstundu. Fólk sem opnaði heimili sín fyrir þeim sem þurftu á því að halda.“ „Ég held það sé mjög mikilvægt að við látum ekki það ætlunarverk hryðjuverkamanna takast að skapa glundroða, ógn og ótta. Það er markmiðið. Það er markmiðið að trufla hið daglega líf. Það er markmiðið að riðla samfélaginu og það megum við ekki láta gerast. Guðni segir að mikilvægt sé að tilfinningar sem upp komi í kjölfar slíkra árása ráði ekki för þegar ákveðið sé hvernig brugðist skuli við. Hafa verði í huga að réttindi borgara séu tryggð. „Maður fyllist reiði og vanmætti. En þannig tilfinningar mega ekki ráða gerðum okkar í framhaldinu. Við verðum að vera staðföst. Við verðum að leita allra leiða til þess að standa saman í því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Hvað sem við gerum verðum við líka alltaf að hafa í huga að við eigum að virða mannréttindi þeirra sem hafa ekkert til saka unnið og hafa ekkert illt í hyggju.“
Forseti Íslands Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira