Þvættingur að fjármálaáætlunin nái ekki í gegnum þingið Snærós Sindradóttir skrifar 24. maí 2017 07:00 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. vísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segir einhug um ríkisfjármálaáætlun hjá meirihluta fjárlaganefndar. Ekki komi annað til greina en að Sjálfstæðismenn samþykki áætlunina. Í Morgunblaðinu í gær var fullyrt að Sjálfstæðismenn myndu ekki samþykkja ríkisfjármálaáætlun fjármálaráðherra. „Það að ekki sé stuðningur við fjármálaáætlun er þvættingur,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun var til umræðu á Alþingi í gær og kemur væntanlega til atkvæðagreiðslu síðar í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Afnám undanþágu ferðaþjónustu frá virðisaukaskatti hefur farið öfugt ofan í suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haraldur segir það engin áhrif hafa á fjármálaáætlunina „Við gerum engar breytingar á textanum en komum með ábendingar um hvað ríkisstjórninni beri að endurskoða og breyta. En við erum ekki með breytingartillögur við einstaka ramma eða málefnasvið, aðeins ábendingar um að ríkisstjórnin skuli við undirbúning fjárlaga skoða einstaka liði. Við sviptum ríkisstjórnina engum tekjum heldur leyfum henni að fá svigrúm.“ Ríkisfjármálaáætlun er í raun drög að fjárlögum næstu fimm ára. Eftir sem áður þarf að taka stórar ákvarðanir við samþykkt fjárlaga næsta haust. „Á þessum tíma eru ekki komnir fram allir tekjupóstar eins og þeir munu standa þegar fjárlög verða afgreidd. Við erum ekki að slá af virðisaukaskattsbreytingar en ríkisstjórnin verður að vita hvaða afleiðingar breytingar kunna að hafa. En þau mál koma öll fyrir þingið í haust og þá taka menn afstöðu,“ segir Haraldur. „Ég á ekki von á því að neinn verði á gulum takka eða eitthvað slíkt. Því til viðbótar get ég sagt að það hefur enginn flaggað neinum fyrirvara við afgreiðslu á fjármálaáætluninni sem slíkri.“ Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af afdrifum ríkisfjármálaáætlunar á þinginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir einhug um ríkisfjármálaáætlun hjá meirihluta fjárlaganefndar. Ekki komi annað til greina en að Sjálfstæðismenn samþykki áætlunina. Í Morgunblaðinu í gær var fullyrt að Sjálfstæðismenn myndu ekki samþykkja ríkisfjármálaáætlun fjármálaráðherra. „Það að ekki sé stuðningur við fjármálaáætlun er þvættingur,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun var til umræðu á Alþingi í gær og kemur væntanlega til atkvæðagreiðslu síðar í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Afnám undanþágu ferðaþjónustu frá virðisaukaskatti hefur farið öfugt ofan í suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haraldur segir það engin áhrif hafa á fjármálaáætlunina „Við gerum engar breytingar á textanum en komum með ábendingar um hvað ríkisstjórninni beri að endurskoða og breyta. En við erum ekki með breytingartillögur við einstaka ramma eða málefnasvið, aðeins ábendingar um að ríkisstjórnin skuli við undirbúning fjárlaga skoða einstaka liði. Við sviptum ríkisstjórnina engum tekjum heldur leyfum henni að fá svigrúm.“ Ríkisfjármálaáætlun er í raun drög að fjárlögum næstu fimm ára. Eftir sem áður þarf að taka stórar ákvarðanir við samþykkt fjárlaga næsta haust. „Á þessum tíma eru ekki komnir fram allir tekjupóstar eins og þeir munu standa þegar fjárlög verða afgreidd. Við erum ekki að slá af virðisaukaskattsbreytingar en ríkisstjórnin verður að vita hvaða afleiðingar breytingar kunna að hafa. En þau mál koma öll fyrir þingið í haust og þá taka menn afstöðu,“ segir Haraldur. „Ég á ekki von á því að neinn verði á gulum takka eða eitthvað slíkt. Því til viðbótar get ég sagt að það hefur enginn flaggað neinum fyrirvara við afgreiðslu á fjármálaáætluninni sem slíkri.“ Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af afdrifum ríkisfjármálaáætlunar á þinginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira