Irving og LeBron í ham er Cleveland komst í 3-1 | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2017 07:30 Clevaland Cavaliers komst í nótt í 3-1 í einvíginu á móti Boston Celtics í úrslitum austurdeildar NBA þegar liðið vann leik fjögur á útivelli, 112-99. Boston var tíu stigum yfir í hálfleik, 57-47, en meistarar Cleveland settu í gírinn í seinni hálfleik og settu niður ríflega 70 prósent skota sinna. Frábær skotnýting. Kyrie Irving, leikstjórnandi gestanna, var manna bestur í nótt en hann skoraði 42 stig og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sjö skotum. Hann hefur aldrei áður skorað jafnmörg stig í einum leik í úrslitakeppninni. LeBron James skoraði 34 stig og Kevin Love skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Saman skoraði þríeykið magnaða 93 af 112 stigum Cleveland. Boston, sem er að spila án síns besta manns, Isaiah Thomas, gaf meisturunum alvöru leik en stigahæstur heimamanna var Avery Bradley sem skoraði 19 stig en Jae Crowder kom þar næstur með 18 stig. LeBron James lenti í villuvandræðum undir lokin en þá tók Irving til sinna ráða. Hann skoraði 19 stig á innan við fimm mínútum í seinni hálfleik og í heildina 33 stig á 19 mínútna kafla. „Strákurinn er einstakur. Ég var bara ánægður að setjast niður og fylgjast með honum. Hann var fæddur fyrir þessar stundir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Clevaland getur með sigri á heimavelli í leik fimm tryggt sér sigur í einvíginu og komist í lokaúrslitin á móti Golden State Warriors sem bíður sigurvegara austursins eftir 4-0 sópun á San Antonio Spurs. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Clevaland Cavaliers komst í nótt í 3-1 í einvíginu á móti Boston Celtics í úrslitum austurdeildar NBA þegar liðið vann leik fjögur á útivelli, 112-99. Boston var tíu stigum yfir í hálfleik, 57-47, en meistarar Cleveland settu í gírinn í seinni hálfleik og settu niður ríflega 70 prósent skota sinna. Frábær skotnýting. Kyrie Irving, leikstjórnandi gestanna, var manna bestur í nótt en hann skoraði 42 stig og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sjö skotum. Hann hefur aldrei áður skorað jafnmörg stig í einum leik í úrslitakeppninni. LeBron James skoraði 34 stig og Kevin Love skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Saman skoraði þríeykið magnaða 93 af 112 stigum Cleveland. Boston, sem er að spila án síns besta manns, Isaiah Thomas, gaf meisturunum alvöru leik en stigahæstur heimamanna var Avery Bradley sem skoraði 19 stig en Jae Crowder kom þar næstur með 18 stig. LeBron James lenti í villuvandræðum undir lokin en þá tók Irving til sinna ráða. Hann skoraði 19 stig á innan við fimm mínútum í seinni hálfleik og í heildina 33 stig á 19 mínútna kafla. „Strákurinn er einstakur. Ég var bara ánægður að setjast niður og fylgjast með honum. Hann var fæddur fyrir þessar stundir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Clevaland getur með sigri á heimavelli í leik fimm tryggt sér sigur í einvíginu og komist í lokaúrslitin á móti Golden State Warriors sem bíður sigurvegara austursins eftir 4-0 sópun á San Antonio Spurs.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | HK mætir Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira