Hneykslismálum Jóns Baldvins slegið upp í litháísku pressunni Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2017 12:02 Þóra ræddi við litháíska blaðamanninn Jackevicious og sagði honum undan og ofan af hneykslismálum Jóns Baldvins. Málefni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, þau sem skóku íslenskt samfélag fyrir um fimm árum og snéru að erótískum bréfaskriftum hans til ungrar frænku konu hans, eru til umfjöllunar í litháísku pressunni. Það er Mindaugas Jackevicious, pólitískur skríbent Delfi, sem mun vera mest lesni vefur þeirra Litháa, sem fjallar um málið en því er slegið upp sem svo að orðspor Jóns Baldvins, þessa eins helsta vinar þjóðarinnar, sé ein rjúkandi rúst. Ítarleg umfjöllun og mikið hneyksli Ítarlega er farið yfir málið og rætt við Þóru Tómasdóttur, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Nýs lífs, en hún fjallaði um málið á sínum tíma. Hún tjáir litháísku pressunni það að fáir hafi vitað af þessum bréfaskriftum, orðrómur en ekkert hafi legið fyrir um málið. Þó margir blaðamenn, þar á meðal hún, hafi vitað um málið þá var ekki fjallað um það fyrr en árið 2012, í kjölfar þess að Guðrún Harðardóttir kom til fundar við Þóru og sýndi henni bréfin. Eins og málinu er stillt upp í litháísku pressunni má ljóst vera að hinum litháíska blaðamanni er illa brugðið. Ekki er dregið úr því í umfjölluninni, sem er býsna ítarleg, að um hafi verið að ræða mikið hneyksli og Þóra dregur ekki úr því að svo sé: („„Iškart supratau, koks skandalingas ir prieštaringas šis įvykis bus. Gudrun tą irgi suprato. Galbūt dėl to ji laukė taip ilgai, kol galiausiai prabilo“, – pasakojo T. Tomasdottir.) Veltir Þóra fyrir sér hvort Guðrún hafi ekki einmitt beðið í allan þennan tíma með að stíga fram vegna þess hve viðkvæmt málið var. Jón Baldvin þjóðhetja í Litháen Málið vakti að sönnu mikla athygli og Jón Baldvin, baðst í Fréttablaðinu afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa. „Öllum verður okkur á í lífinu. Öll þurfum við einhvern tíma á fyrirgefningu að halda. Ég harma það alla daga að hafa valdið fólki sem mér þykir vænt um í minni nánustu fjölskyldu sárindum og hugarangri að ósekju. Ég hef viðurkennt mína sök og beðist fyrirgefningar,“ sagði Jón Baldvin. Ekki er orðum aukið að Jón Baldvin hafi verið í hávegum hafður í Litháen og Eistrasaltsríkjunum öllum. En, fyrir rúmum aldarfjórðungi beitti Jón Baldvin sér fyrir því að Alþingi samþykkti sögulega ályktun um stuðning við Litháen. Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna þetta sjálfstæði (1991), sem talið er að hafi rutt að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Allt þetta er rakið í umfjöllun Jackevicius og Delfi. Blaðamanninum er greinilega brugðið og hefur umfjöllunin vakið nokkra athygli í Litháen. Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins. 22. febrúar 2012 16:33 Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. 23. febrúar 2012 10:25 Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs "Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. 16. mars 2012 17:16 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Málefni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, þau sem skóku íslenskt samfélag fyrir um fimm árum og snéru að erótískum bréfaskriftum hans til ungrar frænku konu hans, eru til umfjöllunar í litháísku pressunni. Það er Mindaugas Jackevicious, pólitískur skríbent Delfi, sem mun vera mest lesni vefur þeirra Litháa, sem fjallar um málið en því er slegið upp sem svo að orðspor Jóns Baldvins, þessa eins helsta vinar þjóðarinnar, sé ein rjúkandi rúst. Ítarleg umfjöllun og mikið hneyksli Ítarlega er farið yfir málið og rætt við Þóru Tómasdóttur, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Nýs lífs, en hún fjallaði um málið á sínum tíma. Hún tjáir litháísku pressunni það að fáir hafi vitað af þessum bréfaskriftum, orðrómur en ekkert hafi legið fyrir um málið. Þó margir blaðamenn, þar á meðal hún, hafi vitað um málið þá var ekki fjallað um það fyrr en árið 2012, í kjölfar þess að Guðrún Harðardóttir kom til fundar við Þóru og sýndi henni bréfin. Eins og málinu er stillt upp í litháísku pressunni má ljóst vera að hinum litháíska blaðamanni er illa brugðið. Ekki er dregið úr því í umfjölluninni, sem er býsna ítarleg, að um hafi verið að ræða mikið hneyksli og Þóra dregur ekki úr því að svo sé: („„Iškart supratau, koks skandalingas ir prieštaringas šis įvykis bus. Gudrun tą irgi suprato. Galbūt dėl to ji laukė taip ilgai, kol galiausiai prabilo“, – pasakojo T. Tomasdottir.) Veltir Þóra fyrir sér hvort Guðrún hafi ekki einmitt beðið í allan þennan tíma með að stíga fram vegna þess hve viðkvæmt málið var. Jón Baldvin þjóðhetja í Litháen Málið vakti að sönnu mikla athygli og Jón Baldvin, baðst í Fréttablaðinu afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa. „Öllum verður okkur á í lífinu. Öll þurfum við einhvern tíma á fyrirgefningu að halda. Ég harma það alla daga að hafa valdið fólki sem mér þykir vænt um í minni nánustu fjölskyldu sárindum og hugarangri að ósekju. Ég hef viðurkennt mína sök og beðist fyrirgefningar,“ sagði Jón Baldvin. Ekki er orðum aukið að Jón Baldvin hafi verið í hávegum hafður í Litháen og Eistrasaltsríkjunum öllum. En, fyrir rúmum aldarfjórðungi beitti Jón Baldvin sér fyrir því að Alþingi samþykkti sögulega ályktun um stuðning við Litháen. Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna þetta sjálfstæði (1991), sem talið er að hafi rutt að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Allt þetta er rakið í umfjöllun Jackevicius og Delfi. Blaðamanninum er greinilega brugðið og hefur umfjöllunin vakið nokkra athygli í Litháen.
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins. 22. febrúar 2012 16:33 Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. 23. febrúar 2012 10:25 Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs "Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. 16. mars 2012 17:16 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins. 22. febrúar 2012 16:33
Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. 23. febrúar 2012 10:25
Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs "Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. 16. mars 2012 17:16