Hneykslismálum Jóns Baldvins slegið upp í litháísku pressunni Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2017 12:02 Þóra ræddi við litháíska blaðamanninn Jackevicious og sagði honum undan og ofan af hneykslismálum Jóns Baldvins. Málefni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, þau sem skóku íslenskt samfélag fyrir um fimm árum og snéru að erótískum bréfaskriftum hans til ungrar frænku konu hans, eru til umfjöllunar í litháísku pressunni. Það er Mindaugas Jackevicious, pólitískur skríbent Delfi, sem mun vera mest lesni vefur þeirra Litháa, sem fjallar um málið en því er slegið upp sem svo að orðspor Jóns Baldvins, þessa eins helsta vinar þjóðarinnar, sé ein rjúkandi rúst. Ítarleg umfjöllun og mikið hneyksli Ítarlega er farið yfir málið og rætt við Þóru Tómasdóttur, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Nýs lífs, en hún fjallaði um málið á sínum tíma. Hún tjáir litháísku pressunni það að fáir hafi vitað af þessum bréfaskriftum, orðrómur en ekkert hafi legið fyrir um málið. Þó margir blaðamenn, þar á meðal hún, hafi vitað um málið þá var ekki fjallað um það fyrr en árið 2012, í kjölfar þess að Guðrún Harðardóttir kom til fundar við Þóru og sýndi henni bréfin. Eins og málinu er stillt upp í litháísku pressunni má ljóst vera að hinum litháíska blaðamanni er illa brugðið. Ekki er dregið úr því í umfjölluninni, sem er býsna ítarleg, að um hafi verið að ræða mikið hneyksli og Þóra dregur ekki úr því að svo sé: („„Iškart supratau, koks skandalingas ir prieštaringas šis įvykis bus. Gudrun tą irgi suprato. Galbūt dėl to ji laukė taip ilgai, kol galiausiai prabilo“, – pasakojo T. Tomasdottir.) Veltir Þóra fyrir sér hvort Guðrún hafi ekki einmitt beðið í allan þennan tíma með að stíga fram vegna þess hve viðkvæmt málið var. Jón Baldvin þjóðhetja í Litháen Málið vakti að sönnu mikla athygli og Jón Baldvin, baðst í Fréttablaðinu afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa. „Öllum verður okkur á í lífinu. Öll þurfum við einhvern tíma á fyrirgefningu að halda. Ég harma það alla daga að hafa valdið fólki sem mér þykir vænt um í minni nánustu fjölskyldu sárindum og hugarangri að ósekju. Ég hef viðurkennt mína sök og beðist fyrirgefningar,“ sagði Jón Baldvin. Ekki er orðum aukið að Jón Baldvin hafi verið í hávegum hafður í Litháen og Eistrasaltsríkjunum öllum. En, fyrir rúmum aldarfjórðungi beitti Jón Baldvin sér fyrir því að Alþingi samþykkti sögulega ályktun um stuðning við Litháen. Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna þetta sjálfstæði (1991), sem talið er að hafi rutt að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Allt þetta er rakið í umfjöllun Jackevicius og Delfi. Blaðamanninum er greinilega brugðið og hefur umfjöllunin vakið nokkra athygli í Litháen. Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins. 22. febrúar 2012 16:33 Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. 23. febrúar 2012 10:25 Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs "Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. 16. mars 2012 17:16 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Málefni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, þau sem skóku íslenskt samfélag fyrir um fimm árum og snéru að erótískum bréfaskriftum hans til ungrar frænku konu hans, eru til umfjöllunar í litháísku pressunni. Það er Mindaugas Jackevicious, pólitískur skríbent Delfi, sem mun vera mest lesni vefur þeirra Litháa, sem fjallar um málið en því er slegið upp sem svo að orðspor Jóns Baldvins, þessa eins helsta vinar þjóðarinnar, sé ein rjúkandi rúst. Ítarleg umfjöllun og mikið hneyksli Ítarlega er farið yfir málið og rætt við Þóru Tómasdóttur, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Nýs lífs, en hún fjallaði um málið á sínum tíma. Hún tjáir litháísku pressunni það að fáir hafi vitað af þessum bréfaskriftum, orðrómur en ekkert hafi legið fyrir um málið. Þó margir blaðamenn, þar á meðal hún, hafi vitað um málið þá var ekki fjallað um það fyrr en árið 2012, í kjölfar þess að Guðrún Harðardóttir kom til fundar við Þóru og sýndi henni bréfin. Eins og málinu er stillt upp í litháísku pressunni má ljóst vera að hinum litháíska blaðamanni er illa brugðið. Ekki er dregið úr því í umfjölluninni, sem er býsna ítarleg, að um hafi verið að ræða mikið hneyksli og Þóra dregur ekki úr því að svo sé: („„Iškart supratau, koks skandalingas ir prieštaringas šis įvykis bus. Gudrun tą irgi suprato. Galbūt dėl to ji laukė taip ilgai, kol galiausiai prabilo“, – pasakojo T. Tomasdottir.) Veltir Þóra fyrir sér hvort Guðrún hafi ekki einmitt beðið í allan þennan tíma með að stíga fram vegna þess hve viðkvæmt málið var. Jón Baldvin þjóðhetja í Litháen Málið vakti að sönnu mikla athygli og Jón Baldvin, baðst í Fréttablaðinu afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa. „Öllum verður okkur á í lífinu. Öll þurfum við einhvern tíma á fyrirgefningu að halda. Ég harma það alla daga að hafa valdið fólki sem mér þykir vænt um í minni nánustu fjölskyldu sárindum og hugarangri að ósekju. Ég hef viðurkennt mína sök og beðist fyrirgefningar,“ sagði Jón Baldvin. Ekki er orðum aukið að Jón Baldvin hafi verið í hávegum hafður í Litháen og Eistrasaltsríkjunum öllum. En, fyrir rúmum aldarfjórðungi beitti Jón Baldvin sér fyrir því að Alþingi samþykkti sögulega ályktun um stuðning við Litháen. Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna þetta sjálfstæði (1991), sem talið er að hafi rutt að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Allt þetta er rakið í umfjöllun Jackevicius og Delfi. Blaðamanninum er greinilega brugðið og hefur umfjöllunin vakið nokkra athygli í Litháen.
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins. 22. febrúar 2012 16:33 Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. 23. febrúar 2012 10:25 Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs "Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. 16. mars 2012 17:16 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins. 22. febrúar 2012 16:33
Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. 23. febrúar 2012 10:25
Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs "Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. 16. mars 2012 17:16