Logi kveður Pepsi-mörkin: Hörður Magnússon hlýtur að fara að fá þjálfaratilboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2017 19:22 Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Víkinga, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en Logi tók við Víkingsliðinu í dag Logi Ólafsson, sem er að koma aftur í Víkina eftir 25 ára fjarveru, verður eftirmaður Milos Milojevic sem hætti með Víkinga fyrir síðustu helgi og tók síðan við Blikum á mánudaginn. Víkingar hafa tapað þremur deildarleikjum í röð, nú síðast á móti Blikum undir stjórn Dragan Kazic, og er liðið í 9. sæti eftir fjóra leiki. Næsti leikur er á móti nýliðum KA fyrir norðan á laugardaginn. „Það er bara tilhlökkun að takast á við þetta verkefni,“ sagði Logi við Arnar en var hann ekki hættur í þjálfun? „Ég var hættur og hef ekki sóst eftir þjálfarastarfi en svo kemur þetta upp með Víking, félag sem ég stend í töluverði þakkaskuld við. Þetta var það félag sem gaf mér tækifæri fyrir aldarfjórðungi síðan og það toguðu því einhverjar taugar í þegar þetta var ákveðið,“ sagði Logi. „Eins og knattspyrnuþjóðin veit þá er ekki langt síðan Milos hvarf af braut. Þetta tók ekki langan tíma. Við settumst niður og því lengra sem leið á samtalið því nær komust við hvorum öðrum. Þetta er síðan niðurstaðan,“ sagði Logi. Víkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 1991 en þá þjálfaði Logi liðið. Ætlar hann að gera Víking að meisturum? „Við skulum spara allar yfirlýsingar en við munum reyna að laga það sem aflögu hefur farið fram að þessu, reyna að bæta leik liðsins og ná einhverjum sigrum í hús. Ég treysti þér og þínum mönnum til að telja stigin í lokin,“ sagði Logi. „Það er kannski hrokafullt að fara að lýsa því yfir að það verði strax einhverjar áþreifanlegar breytingar á liðinu í fyrsta leik. Ég er með Dragan og Cardaklija hérna með mér og þeir hafa fylgt þessu liði og þekkja það betur. Við munum í sameiningu reyna að finna það sem hentar best þessu liði. Við þurfum góða liðsheld, þurfum stemmningu í liðið og smá ákefð,“ sagði Logi. Pepsi-mörkin missa nú Loga en hann er enn einn knattspyrnuspekingur Pepsi-markanna sem stekkur inn í þjálfarastarf. „Það hefur verið skemmtilegur tími. Frá því að ég lauk störfum í Garðabæ 2013 þá hef ég verið í þeim starfgeira hvort sem er að lýsa leikjum eða vera í Pepsi-mörkunum. Þetta eru allt góðir strákar sem gjarnan fá tilboð um þjálfun nema einn. Hörður Magnússon hefur ekki ennþá fengið tilboð en það stendur vonandi til bóta,“ sagði Logi brosandi að lokum. Það er hægt að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrr ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09 Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47 Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55 Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Víkinga, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en Logi tók við Víkingsliðinu í dag Logi Ólafsson, sem er að koma aftur í Víkina eftir 25 ára fjarveru, verður eftirmaður Milos Milojevic sem hætti með Víkinga fyrir síðustu helgi og tók síðan við Blikum á mánudaginn. Víkingar hafa tapað þremur deildarleikjum í röð, nú síðast á móti Blikum undir stjórn Dragan Kazic, og er liðið í 9. sæti eftir fjóra leiki. Næsti leikur er á móti nýliðum KA fyrir norðan á laugardaginn. „Það er bara tilhlökkun að takast á við þetta verkefni,“ sagði Logi við Arnar en var hann ekki hættur í þjálfun? „Ég var hættur og hef ekki sóst eftir þjálfarastarfi en svo kemur þetta upp með Víking, félag sem ég stend í töluverði þakkaskuld við. Þetta var það félag sem gaf mér tækifæri fyrir aldarfjórðungi síðan og það toguðu því einhverjar taugar í þegar þetta var ákveðið,“ sagði Logi. „Eins og knattspyrnuþjóðin veit þá er ekki langt síðan Milos hvarf af braut. Þetta tók ekki langan tíma. Við settumst niður og því lengra sem leið á samtalið því nær komust við hvorum öðrum. Þetta er síðan niðurstaðan,“ sagði Logi. Víkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 1991 en þá þjálfaði Logi liðið. Ætlar hann að gera Víking að meisturum? „Við skulum spara allar yfirlýsingar en við munum reyna að laga það sem aflögu hefur farið fram að þessu, reyna að bæta leik liðsins og ná einhverjum sigrum í hús. Ég treysti þér og þínum mönnum til að telja stigin í lokin,“ sagði Logi. „Það er kannski hrokafullt að fara að lýsa því yfir að það verði strax einhverjar áþreifanlegar breytingar á liðinu í fyrsta leik. Ég er með Dragan og Cardaklija hérna með mér og þeir hafa fylgt þessu liði og þekkja það betur. Við munum í sameiningu reyna að finna það sem hentar best þessu liði. Við þurfum góða liðsheld, þurfum stemmningu í liðið og smá ákefð,“ sagði Logi. Pepsi-mörkin missa nú Loga en hann er enn einn knattspyrnuspekingur Pepsi-markanna sem stekkur inn í þjálfarastarf. „Það hefur verið skemmtilegur tími. Frá því að ég lauk störfum í Garðabæ 2013 þá hef ég verið í þeim starfgeira hvort sem er að lýsa leikjum eða vera í Pepsi-mörkunum. Þetta eru allt góðir strákar sem gjarnan fá tilboð um þjálfun nema einn. Hörður Magnússon hefur ekki ennþá fengið tilboð en það stendur vonandi til bóta,“ sagði Logi brosandi að lokum. Það er hægt að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrr ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09 Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47 Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55 Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09
Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47
Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55
Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04