„Voðaverkin í Manchester voru eðlilega ofarlega í hugum allra“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2017 20:38 Bjarni Benediktsson á meðal leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Vísir/EPA Þróun öryggismála, efling sameiginlegra varna og baráttan gegn hryðjuverkum voru meðal umræðuefna á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu en Bjarni Benediktsson sótti fundinn. „Atlantshafsbandalagið er meginstoðin í samvinnu Evrópu og Norður-Ameríku en breyttar öryggishorfur kalla á virkari þátttöku og framlög allra bandalagsríkja. Ísland hefur verið að auka framlög til öryggis- og varnarmála m.a. með því að bæta gistiríkjastuðning í Keflavík og auka þátttöku í störfum bandalagsins. Voðaverkin í Manchester voru eðlilega ofarlega í hugum allra og settu mark sitt á umræðuna“, er haft eftir Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra Íslands, í fréttatilkynningunni. Þar kemur einnig fram að leiðtogarnir hafi áréttað fyrri skuldbindingar um að auka framlög til öryggis- og varnarmála á næstu árum til að mæta nýjum áskorunum og jafna byrðarnar af sameiginlegum vörnum bandalagsins. Aðgerðir til að stemma stigu við hryðjuverkum og auka stöðugleika í veikburða ríkjum voru einnig til umræðu. Leiðtogarnir samþykktu að bandalagið tæki virkari þátt í baráttunni gegn hryðjuverkum í nánu samstarfi við aðrar alþjóðastofnanir og samstarfsríki. Samhliða því verður stuðningur við umbætur í öryggis- og varnarmálum í samstarfsríkjum aukinn til að gera þeim betur kleift að standa vörð um eigið öryggi. Í tengslum við fund leiðtoganna afhentu belgísk stjórnvöld Atlantshafsbandalaginu nýjar höfuðstöðvar. Tengdar fréttir Trump ruddist fram fyrir ráðherra til að komast í mynd Í myndbandi sem deilt hefur verið á alvefinn má sjá Trump ryðjast fram hjá forsætisráðherra Svartfjallalands, Dusko Markovic, í þeim tilgangi að komast fram fyrir hann og þannig í meiri nálægð við fjölmiðla. 25. maí 2017 18:07 Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33 Trump segir rannsókn á upplýsingalekanum nauðsynlega Bresk yfirvöld tóku ákvörðun um að stöðva upplýsingaflæði á milli landanna tveggja í ljósi þessa leka og hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lagt áherslu á að allar upplýsingar sem deilt sé á milli landanna tveggja verði að vera tryggðar og öruggar til að samstarfið gangi upp. 25. maí 2017 17:51 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Þróun öryggismála, efling sameiginlegra varna og baráttan gegn hryðjuverkum voru meðal umræðuefna á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu en Bjarni Benediktsson sótti fundinn. „Atlantshafsbandalagið er meginstoðin í samvinnu Evrópu og Norður-Ameríku en breyttar öryggishorfur kalla á virkari þátttöku og framlög allra bandalagsríkja. Ísland hefur verið að auka framlög til öryggis- og varnarmála m.a. með því að bæta gistiríkjastuðning í Keflavík og auka þátttöku í störfum bandalagsins. Voðaverkin í Manchester voru eðlilega ofarlega í hugum allra og settu mark sitt á umræðuna“, er haft eftir Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra Íslands, í fréttatilkynningunni. Þar kemur einnig fram að leiðtogarnir hafi áréttað fyrri skuldbindingar um að auka framlög til öryggis- og varnarmála á næstu árum til að mæta nýjum áskorunum og jafna byrðarnar af sameiginlegum vörnum bandalagsins. Aðgerðir til að stemma stigu við hryðjuverkum og auka stöðugleika í veikburða ríkjum voru einnig til umræðu. Leiðtogarnir samþykktu að bandalagið tæki virkari þátt í baráttunni gegn hryðjuverkum í nánu samstarfi við aðrar alþjóðastofnanir og samstarfsríki. Samhliða því verður stuðningur við umbætur í öryggis- og varnarmálum í samstarfsríkjum aukinn til að gera þeim betur kleift að standa vörð um eigið öryggi. Í tengslum við fund leiðtoganna afhentu belgísk stjórnvöld Atlantshafsbandalaginu nýjar höfuðstöðvar.
Tengdar fréttir Trump ruddist fram fyrir ráðherra til að komast í mynd Í myndbandi sem deilt hefur verið á alvefinn má sjá Trump ryðjast fram hjá forsætisráðherra Svartfjallalands, Dusko Markovic, í þeim tilgangi að komast fram fyrir hann og þannig í meiri nálægð við fjölmiðla. 25. maí 2017 18:07 Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33 Trump segir rannsókn á upplýsingalekanum nauðsynlega Bresk yfirvöld tóku ákvörðun um að stöðva upplýsingaflæði á milli landanna tveggja í ljósi þessa leka og hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lagt áherslu á að allar upplýsingar sem deilt sé á milli landanna tveggja verði að vera tryggðar og öruggar til að samstarfið gangi upp. 25. maí 2017 17:51 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Trump ruddist fram fyrir ráðherra til að komast í mynd Í myndbandi sem deilt hefur verið á alvefinn má sjá Trump ryðjast fram hjá forsætisráðherra Svartfjallalands, Dusko Markovic, í þeim tilgangi að komast fram fyrir hann og þannig í meiri nálægð við fjölmiðla. 25. maí 2017 18:07
Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33
Trump segir rannsókn á upplýsingalekanum nauðsynlega Bresk yfirvöld tóku ákvörðun um að stöðva upplýsingaflæði á milli landanna tveggja í ljósi þessa leka og hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lagt áherslu á að allar upplýsingar sem deilt sé á milli landanna tveggja verði að vera tryggðar og öruggar til að samstarfið gangi upp. 25. maí 2017 17:51