Íslenska heilbrigðiskerfið metið það næst besta í heimi Ásgeir Erlendsson og Birgir Olgeirsson skrifa 25. maí 2017 21:57 Formaður læknafélags Reykjavíkur segir að niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar skýrslu, þar sem íslenska heilbrigðiskerfið er metið það næst besta í heimi, bendi til þess að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður og gleymt því hvað það sé gott. Mikill árangur hafi náðst í fækkun dauðsfalla vegna kransæðasjúkdóma en betur megi standa að geðheilbrigðismálum. Rannsóknin var birt í vikunni í hinu virta læknatímariti The Lancet en í henni voru heilbrigðiskerfi 195 landa borin saman. Í rannsókninni var heilbrigðisvísitala landanna reiknuð út frá gæðum og aðgengi með tilliti til ótímabærra dauðsfalla þeirra sem eru 75 ára og yngri. Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, hefur kynnt sér rannsóknina á undanförnum dögum. „Við búum við afar gott heilbrigðiskerfi á Íslandi og eftir því sem efnahagur okkar batnaði þá náðum við að halda heilbrigðiskerfinu á pari við það besta í heimi,“ segir Arna. Samkvæmt rannsókninni er Andorra með besta heilbrigðiskerfið en fast á hæla þess kemur Ísland með 94 stig af hundrað og Sviss í þriðja sæti. Þar á eftir koma Svíþjóð og Noregur en athygli vekur að Danmörk situr í 24. sæti og Bandaríki í því þrítugasta og fimmta.„Höfum talað kerfið okkar niður“ Erum við kannski búin að vera of dramatísk í þá átt að hér sé allt hræðilegt? „Já, það hefur lengi verið mín skoðun. Við höfum svolítið gleymt því hvað við búum við ofboðsleg gott og fjölbreytt kerfi. Við höfum gott aðgengi til dæmis að sérfræði læknum og það er sennilega stór faktor í þessu að aðgengi að góðri, topp læknaþjónustu, er mjög gott og við höfum talað kerfið okkar niður,“ segir Arna. Landlæknir sagði heilbrigðiskerfið vera á rangri leið í pistli sem hann skrifaði á vef landlæknisembættisins fyrir ári og undir þau orð tók Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir sagði sömuleiðis að kerfið væri verulega brotakennt í Víglínunni í febrúar. Arna segir margt mjög jákvætt vera að finna í rannsókninni. Ótímabærum dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma hafi til dæmis fækkað um 80 prósent á undanförnum 25 árum. En passa verði upp á að aðgengi að heilsugæslu verði áfram gott. „Ég held að það hafi kannski dalað hjá okkur að undanförnu. Við þurfum að passa að aðgengi að góðri heilsugæslu sé gott en jafnframt um leið að skerða ekki aðgengi að stofulæknum.“Vantar ýmislegt í skýrsluna Páll Matthíasson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann sé ekki sammála því að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður. „Þessi grein er góðra gjalda verð, en hún ber ekki saman heilbrigðiskerfi. Hún ber saman fyrst og fremst dánartíðni vegna sjúkdóma sem er hægt að koma í veg fyrir. Það er frábært að við stöndum okkur vel þar og ég tel að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé þar á meðal. En að öðru leyti vantar ýmislegt í þetta, þarna er ekki fjallað um geðsjúkdóma og þjónustu við aldraða og svo framvegis. Það sem þessi grein sýnir er að við höfum verið að gera marga frábæra hluti,“ sagði Páll. Hann benti á skýrslu fjárlaganefndar og velferðarráðuneytisins ,sem McKinsey-ráðgjafafyrirtækið vann í fyrra, en þar kemur fram að ýmislegt megi laga þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hér á landi. „Það þarf að bæta stefnumörkun, Landspítalinn er fjármagnaður fyrir 50 prósent minna fé en sambærileg sjúkrahús í Svíþjóð. Að auki er talað um að það sé vandamál hvernig fjármögnun er í kerfinu. Landspítalinn er á föstum fjárlögum á meðan greitt er fyrir hvert læknisverk á einkastofum út í bæ og það skekki kerfið og sé ósamræmi í því. McKinsey-skýrslan kallar á að það sé lagað,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki sjá ósamræmi í því að rætt sé um hvernig megi bæta kerfið á sama tíma og því sé fagnað sem vel er gert. „Okkar kerfi, þar á meðal Landspítalann er að ná ótrúlegum árangri og langt umfram það sem búast mætti við miðað við fjármögnun.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Formaður læknafélags Reykjavíkur segir að niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar skýrslu, þar sem íslenska heilbrigðiskerfið er metið það næst besta í heimi, bendi til þess að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður og gleymt því hvað það sé gott. Mikill árangur hafi náðst í fækkun dauðsfalla vegna kransæðasjúkdóma en betur megi standa að geðheilbrigðismálum. Rannsóknin var birt í vikunni í hinu virta læknatímariti The Lancet en í henni voru heilbrigðiskerfi 195 landa borin saman. Í rannsókninni var heilbrigðisvísitala landanna reiknuð út frá gæðum og aðgengi með tilliti til ótímabærra dauðsfalla þeirra sem eru 75 ára og yngri. Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, hefur kynnt sér rannsóknina á undanförnum dögum. „Við búum við afar gott heilbrigðiskerfi á Íslandi og eftir því sem efnahagur okkar batnaði þá náðum við að halda heilbrigðiskerfinu á pari við það besta í heimi,“ segir Arna. Samkvæmt rannsókninni er Andorra með besta heilbrigðiskerfið en fast á hæla þess kemur Ísland með 94 stig af hundrað og Sviss í þriðja sæti. Þar á eftir koma Svíþjóð og Noregur en athygli vekur að Danmörk situr í 24. sæti og Bandaríki í því þrítugasta og fimmta.„Höfum talað kerfið okkar niður“ Erum við kannski búin að vera of dramatísk í þá átt að hér sé allt hræðilegt? „Já, það hefur lengi verið mín skoðun. Við höfum svolítið gleymt því hvað við búum við ofboðsleg gott og fjölbreytt kerfi. Við höfum gott aðgengi til dæmis að sérfræði læknum og það er sennilega stór faktor í þessu að aðgengi að góðri, topp læknaþjónustu, er mjög gott og við höfum talað kerfið okkar niður,“ segir Arna. Landlæknir sagði heilbrigðiskerfið vera á rangri leið í pistli sem hann skrifaði á vef landlæknisembættisins fyrir ári og undir þau orð tók Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir sagði sömuleiðis að kerfið væri verulega brotakennt í Víglínunni í febrúar. Arna segir margt mjög jákvætt vera að finna í rannsókninni. Ótímabærum dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma hafi til dæmis fækkað um 80 prósent á undanförnum 25 árum. En passa verði upp á að aðgengi að heilsugæslu verði áfram gott. „Ég held að það hafi kannski dalað hjá okkur að undanförnu. Við þurfum að passa að aðgengi að góðri heilsugæslu sé gott en jafnframt um leið að skerða ekki aðgengi að stofulæknum.“Vantar ýmislegt í skýrsluna Páll Matthíasson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann sé ekki sammála því að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður. „Þessi grein er góðra gjalda verð, en hún ber ekki saman heilbrigðiskerfi. Hún ber saman fyrst og fremst dánartíðni vegna sjúkdóma sem er hægt að koma í veg fyrir. Það er frábært að við stöndum okkur vel þar og ég tel að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé þar á meðal. En að öðru leyti vantar ýmislegt í þetta, þarna er ekki fjallað um geðsjúkdóma og þjónustu við aldraða og svo framvegis. Það sem þessi grein sýnir er að við höfum verið að gera marga frábæra hluti,“ sagði Páll. Hann benti á skýrslu fjárlaganefndar og velferðarráðuneytisins ,sem McKinsey-ráðgjafafyrirtækið vann í fyrra, en þar kemur fram að ýmislegt megi laga þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hér á landi. „Það þarf að bæta stefnumörkun, Landspítalinn er fjármagnaður fyrir 50 prósent minna fé en sambærileg sjúkrahús í Svíþjóð. Að auki er talað um að það sé vandamál hvernig fjármögnun er í kerfinu. Landspítalinn er á föstum fjárlögum á meðan greitt er fyrir hvert læknisverk á einkastofum út í bæ og það skekki kerfið og sé ósamræmi í því. McKinsey-skýrslan kallar á að það sé lagað,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki sjá ósamræmi í því að rætt sé um hvernig megi bæta kerfið á sama tíma og því sé fagnað sem vel er gert. „Okkar kerfi, þar á meðal Landspítalann er að ná ótrúlegum árangri og langt umfram það sem búast mætti við miðað við fjármögnun.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira