Skotsilfur Markaðarins: Ráðherra á evrubolnum og bankaflótti Ritstjórn Markaðarins skrifar 26. maí 2017 16:00 Benedikt Jóhannesson, sem taldi tímabært að skrifa minningargrein um krónuna í mars 2009, vakti athygli fyrir klæðnað sinn í viðtali um helgina á RÚV. Þar lýsti hann yfir áhyggjum af mikilli styrkingu krónunnar, klæddur í evrubol, en fjármálaráðherra hefur löngum verið talsmaður þess að Ísland taki upp evru. Nokkrum dögum áður hafði Seðlabankinn sagt að gengishækkunin hefði spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins. Á sama tíma eru mörg evruríki föst í fjötrum hárra skulda, mikils atvinnuleysis og lítils hagvaxtar, ekki síst vegna þess að evran endurspeglar ekki efnahagsaðstæður í þessum ríkjum. Fréttamaður RÚV spurði Benedikt ekkert út í það.Bankaflótti Ekkert lát er á áframhaldandi hagræðingaraðgerðum í bankakerfinu en Íslandsbanki tilkynnti í gær að 20 starfsmönnum hefði verið sagt upp samhliða því að gerðar voru breytingar á skipulagi bankans. Á meðal þeirra sem hætta eru Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða. Þá vakti athygli að Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefði verið ráðinn til VÍS og þá mun Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, einnig vera að hætta í bankanum.Ragnhildur Geirsdóttir hætti hjá Landsbankanum í vikunni.„No comment“ Ekkert hefur heyrst af gangi fjármögnunar stærsta hótels landsins, sem á að vera upp á 400-450 herbergi og staðsett í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Jóhann Halldórsson, framkvæmdastjóri S8 ehf., sem stýrir undirbúningi verkefnisins og fjármögnun þess, hefur ekki tjáð sig um málið í fjölmiðlum síðan í janúar 2016. Vildi hann í samtali við Markaðinn ekkert gefa upp um hvort enn stæði til að reisa hótelið og sagði einfaldlega „No comment“. Framkvæmdir við hótelið áttu í árslok 2015 að hefjast sumarið á eftir.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, sem taldi tímabært að skrifa minningargrein um krónuna í mars 2009, vakti athygli fyrir klæðnað sinn í viðtali um helgina á RÚV. Þar lýsti hann yfir áhyggjum af mikilli styrkingu krónunnar, klæddur í evrubol, en fjármálaráðherra hefur löngum verið talsmaður þess að Ísland taki upp evru. Nokkrum dögum áður hafði Seðlabankinn sagt að gengishækkunin hefði spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins. Á sama tíma eru mörg evruríki föst í fjötrum hárra skulda, mikils atvinnuleysis og lítils hagvaxtar, ekki síst vegna þess að evran endurspeglar ekki efnahagsaðstæður í þessum ríkjum. Fréttamaður RÚV spurði Benedikt ekkert út í það.Bankaflótti Ekkert lát er á áframhaldandi hagræðingaraðgerðum í bankakerfinu en Íslandsbanki tilkynnti í gær að 20 starfsmönnum hefði verið sagt upp samhliða því að gerðar voru breytingar á skipulagi bankans. Á meðal þeirra sem hætta eru Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða. Þá vakti athygli að Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefði verið ráðinn til VÍS og þá mun Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, einnig vera að hætta í bankanum.Ragnhildur Geirsdóttir hætti hjá Landsbankanum í vikunni.„No comment“ Ekkert hefur heyrst af gangi fjármögnunar stærsta hótels landsins, sem á að vera upp á 400-450 herbergi og staðsett í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Jóhann Halldórsson, framkvæmdastjóri S8 ehf., sem stýrir undirbúningi verkefnisins og fjármögnun þess, hefur ekki tjáð sig um málið í fjölmiðlum síðan í janúar 2016. Vildi hann í samtali við Markaðinn ekkert gefa upp um hvort enn stæði til að reisa hótelið og sagði einfaldlega „No comment“. Framkvæmdir við hótelið áttu í árslok 2015 að hefjast sumarið á eftir.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent