Haraldur Franklín missti af sigri í Svíþjóð eftir bráðabana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2017 15:00 Haraldur Franklín spilaði frábærlega í Svíþjóð. Mynd/GSÍmyndir Haraldur Franklín úr GR náði frábærum árangri á Star for Life PGA Championship atvinnumótinu sem lauk í dag á PGA Sweden National vellinum. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Haraldur varð 2. Til 3. Sæti á þessu sterka móti en hann missti af sigrinum þriggja manna bráðabana. Golfsambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur Franklín lék hringina þrjá á -12 samtals (69-67-68) en tveir sænskir kylfingar léku á sama skori og Íslandsmeistarinn frá árinu 2012. Í bráðabananum fékk Haraldur Franklín par á 18. holuna sem er par 4 hola, en Niklas Lemke tryggði sér sigurinn með því að fá fugl þegar mest á reyndi. Þetta er jöfnun á besta árangri sem Haraldur Franklín hefur náð á þessari mótaröð en hann varð í öðru sæti fyrir viku síðan á sömu mótaröð. Haraldur Franklín fékk þrjá fugla og einn örn á lokahringnum en hann var alls með tólf fugla og einn örn á hringunum þremur. Annar af tveimur skollum hans kom í dag en Haraldur Franklín var skollalaus á fyrstu 23 holum sínum á mótinu. Það er hægt að sjá tölfræði hans á mótinu hér. Andri Þór Björnsson, liðsfélagi hans úr GR, lék á -2 samtals á þessu móti. Andri endaði í 23. sæti á 214 höggum (71-70-73). Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín úr GR náði frábærum árangri á Star for Life PGA Championship atvinnumótinu sem lauk í dag á PGA Sweden National vellinum. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Haraldur varð 2. Til 3. Sæti á þessu sterka móti en hann missti af sigrinum þriggja manna bráðabana. Golfsambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur Franklín lék hringina þrjá á -12 samtals (69-67-68) en tveir sænskir kylfingar léku á sama skori og Íslandsmeistarinn frá árinu 2012. Í bráðabananum fékk Haraldur Franklín par á 18. holuna sem er par 4 hola, en Niklas Lemke tryggði sér sigurinn með því að fá fugl þegar mest á reyndi. Þetta er jöfnun á besta árangri sem Haraldur Franklín hefur náð á þessari mótaröð en hann varð í öðru sæti fyrir viku síðan á sömu mótaröð. Haraldur Franklín fékk þrjá fugla og einn örn á lokahringnum en hann var alls með tólf fugla og einn örn á hringunum þremur. Annar af tveimur skollum hans kom í dag en Haraldur Franklín var skollalaus á fyrstu 23 holum sínum á mótinu. Það er hægt að sjá tölfræði hans á mótinu hér. Andri Þór Björnsson, liðsfélagi hans úr GR, lék á -2 samtals á þessu móti. Andri endaði í 23. sæti á 214 höggum (71-70-73).
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira