Þróttarar héldu sigurgöngu sinni áfram í Inkasso-deild karla í fótbolta í kvöld og komust á toppinn með 3-0 sigri á Seltjarnarnesinu. Framliðið vann KA-bananana í ÍR eftir mikla dramatíkin í lokin í hinum leik kvöldsins.
Þróttur vann 3-0 sigur á Gróttu á Vivaldivellinum á Nesinu og er þar með komið með 9 stig í fyrstu fjórum umferðum Inkasso-deildarinnar. Sigurinn kemur liðinu í efsti sæti deildarinnar.
Framarar komu til baka á heimavelli á móti ÍR og unnu 2-1 sigur sem skilar Safamýrarliðinu upp í annað sætið. Brynjar Kristmundsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Framarar hafa enn ekki tapað í deildinni í sumar.
Þróttur tapaði fyrir Haukum á heimavelli í fyrstu umferðinni en svaraði því með sigri á ÍR, Þór og svo Gróttu í kvöld.
Sveinbjörn Jónasson sá um tvö fyrstu mörkin fyrir Þróttara í kvöld. Hann kom liðinu í 1-0 með laglegum skalla strax á 9. mínútu eftir fyrirgjöf frá Aroni Þórði Albertssyni og bætti síðan við öðru marki á 66. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir sendingu frá Rafni Andra Haraldssyni.
Varamaðurinn Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma en hann er nýkominn til Þróttar frá Leikni Reykjavík.
ÍR-ingar slógu Pepsi-deildarlið KA út úr Borgunarbikarnum á dögunum en þeir áttu enn eftir að vinna í deildinni þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld. ÍR komst í 1-0 með marki Jónatans Hróbjartssonar á 63. mínútu og ÍR-liðið var yfir í tæpar tuttugu mínútur.
Framarar skoruðu aftur á móti tvö mörk í lokin og tryggðu sér 2-1 sigur. Ivan Bubalo jafnaði á 82. mínútu og varamaðurinn Brynjar Kristmundsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inná.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslitaþjónustunni úrslit.net.
Sveinbjörn skaut Þróttara upp í toppsætið | Framarar í 2. sætið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
