Körfubolti

Allir vildu sjá hvernig Ísland spilaði

Svetislav Pesic var aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði sem var haldið fyrir helgi á vegum KKÍ í Garðabæ og ræddi við íþróttadeild 365.

Pesic náði á sínum tíma frábærum árangri, bæði með landslið Júgóslavíu sem hann gerði að heimsmeisturum á HM 2002 í Bandaríkjunum. Þá varð hann fimm sinnum meistari í Þýskalandi.

„Ég fylgdist afar vel með Íslandi á EM fyrir tveimur árum enda vildu allir sjá hvernig Ísland spilaði,“ sagði Pesic við íþróttadeild.

„Ísland var í erfiðum riðli en allir leikirnir voru mjög jafnir. Það verður spennandi að fylgjast með Íslandi í Finnlandi í sumar.“

Viðtalið má sjá allt í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×