Meiðsladraugurinn hrekkir Spurs áfram en liðið náði samt að vinna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Manu Ginobili ver lokaskot James Harden og tryggir San Antonio Spurs sigurinn. Vísir/AP San Antonio Spurs er komið í 3-2 í einvígi sínu á móti Houston Rockets eftir 110-107 sigur í framlengdum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Spurs náði að landa sigrinum þrátt fyrir að Kawhi Leonard, aðalstjarna liðsins, hafi meiðst á ökkla og ekki náð að klára leikinn. Leonard meiddist þegar 5:37 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Hann spilaði lítið eftir það og ekkert í framlengingunni. Danny Green kom sterkur inn í lokin og skoraði 7 af 16 stigum sínum í leiknum í framlengingunni. Hann skoraði meðal annars þristi sem kom Spurs í 109-107 þegar 30 sekúndur voru eftir af framlengingunni sem reyndist vera hálfgerð sigurkarfa. James Harden var með þrennu fyrir Houston-liðið, skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann fékk tækifæri til að koma leiknum í aðra framlengingunni en ellismellurinn Manu Ginobili varði þá þriggja stiga skotið hans. Kawhi Leonard var með 22 stig og 15 fráköst á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Leonard meiddist þegar hann steig á fót James Harden þegar hann var að hlaupa til baka í vörnina. Meiðsladraugurinn hefur verið á eftir San Antonio Spurs liðinu í úrslitakeppninni en liðið er án Tony Parker sem meiddist í síðustu seríu á móti Memphis Grizzlies. Parker verður ekkert meira með en Leonard lofaði því eftir leikinn að hann myndi spila sjötta leikinn sem fer fram á heimavelli Houston Rockets. Harden var að reyna að spila vörn í nótt og fékk verkefni að dekka stærri menn eins og þá Leonard, LaMarcus Aldridge og jafnvel Pau Gasol. Það virtist þó taka sinn toll því á síðustu fimm mínútum leiksins og í framlengingunni þá hitti Harden aðeins úr 1 af 6 skotum og tapaði að auki 4 boltum. Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Houston og Ryan Anderson var með 19 stig. Mike D'Antoni, þjálfari Houston, notaði aðeins sjö leikmenn í leiknum og fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum þess léku í 40 mínútur eða meira. Patty Mills, sem kom inn í byrjunarliðið þegar Parker meiddist, var með 5 þrista og 20 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Danny Green skoraði 16 stig og þeir Manu Ginobili og Jonathon Simmons voru báðir með 12 stig. NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í 3-2 í einvígi sínu á móti Houston Rockets eftir 110-107 sigur í framlengdum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Spurs náði að landa sigrinum þrátt fyrir að Kawhi Leonard, aðalstjarna liðsins, hafi meiðst á ökkla og ekki náð að klára leikinn. Leonard meiddist þegar 5:37 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Hann spilaði lítið eftir það og ekkert í framlengingunni. Danny Green kom sterkur inn í lokin og skoraði 7 af 16 stigum sínum í leiknum í framlengingunni. Hann skoraði meðal annars þristi sem kom Spurs í 109-107 þegar 30 sekúndur voru eftir af framlengingunni sem reyndist vera hálfgerð sigurkarfa. James Harden var með þrennu fyrir Houston-liðið, skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann fékk tækifæri til að koma leiknum í aðra framlengingunni en ellismellurinn Manu Ginobili varði þá þriggja stiga skotið hans. Kawhi Leonard var með 22 stig og 15 fráköst á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Leonard meiddist þegar hann steig á fót James Harden þegar hann var að hlaupa til baka í vörnina. Meiðsladraugurinn hefur verið á eftir San Antonio Spurs liðinu í úrslitakeppninni en liðið er án Tony Parker sem meiddist í síðustu seríu á móti Memphis Grizzlies. Parker verður ekkert meira með en Leonard lofaði því eftir leikinn að hann myndi spila sjötta leikinn sem fer fram á heimavelli Houston Rockets. Harden var að reyna að spila vörn í nótt og fékk verkefni að dekka stærri menn eins og þá Leonard, LaMarcus Aldridge og jafnvel Pau Gasol. Það virtist þó taka sinn toll því á síðustu fimm mínútum leiksins og í framlengingunni þá hitti Harden aðeins úr 1 af 6 skotum og tapaði að auki 4 boltum. Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Houston og Ryan Anderson var með 19 stig. Mike D'Antoni, þjálfari Houston, notaði aðeins sjö leikmenn í leiknum og fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum þess léku í 40 mínútur eða meira. Patty Mills, sem kom inn í byrjunarliðið þegar Parker meiddist, var með 5 þrista og 20 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Danny Green skoraði 16 stig og þeir Manu Ginobili og Jonathon Simmons voru báðir með 12 stig.
NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira