Spánverjinn ákærður fyrir kynferðisbrotin þrjú og verður áfram í haldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 15:08 Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. VÍSIR/GVA Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum var í Hæstarétti í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í samtals ellefu vikur. Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hótelinu. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur manninum en lögum samkvæmt mega sakborningar ekki sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur. Samkvæmt úrskurðinum er enn beðið niðurstaðna úr greiningu á DNA-sýnum sem tekin voru á upphafsstigum rannsóknarinnar, en þar sem niðurstaðnanna sé að vænta innan skamms hafi verið tekin ákvörðun um að höfða mál á hendur manninum. Maðurinn neitar sök en ákæruvaldið telur sig þó hafa sterkan grun um öll brotin þrjú. Meðal annars er byggt á því að maðurinn var handtekinn á vettvangi síðasta brotsins, framburðum kvennanna og annarra vitna. Auk þess hafi maðurinn kannast við að hafa farið inn í þrjú herbergi á hótelinu þetta kvöld og lýst því að hann hafi haft samræði við tvær konur. Hann segir það hins vegar hafa verið með samþykki þeirra. Hvað varðar þriðja brotið þá sagðist maðurinn hafa verið að leita að tóbaki sínu í rúmi konunnar og þess vegna hafi hann farið með hendurnar undir sæng hennar. Ákæruvaldið telur framburð mannsins ótrúverðugan og að almannahagsmunir krefjist þess að hann verði ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi. Tengdar fréttir Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum var í Hæstarétti í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í samtals ellefu vikur. Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hótelinu. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur manninum en lögum samkvæmt mega sakborningar ekki sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur. Samkvæmt úrskurðinum er enn beðið niðurstaðna úr greiningu á DNA-sýnum sem tekin voru á upphafsstigum rannsóknarinnar, en þar sem niðurstaðnanna sé að vænta innan skamms hafi verið tekin ákvörðun um að höfða mál á hendur manninum. Maðurinn neitar sök en ákæruvaldið telur sig þó hafa sterkan grun um öll brotin þrjú. Meðal annars er byggt á því að maðurinn var handtekinn á vettvangi síðasta brotsins, framburðum kvennanna og annarra vitna. Auk þess hafi maðurinn kannast við að hafa farið inn í þrjú herbergi á hótelinu þetta kvöld og lýst því að hann hafi haft samræði við tvær konur. Hann segir það hins vegar hafa verið með samþykki þeirra. Hvað varðar þriðja brotið þá sagðist maðurinn hafa verið að leita að tóbaki sínu í rúmi konunnar og þess vegna hafi hann farið með hendurnar undir sæng hennar. Ákæruvaldið telur framburð mannsins ótrúverðugan og að almannahagsmunir krefjist þess að hann verði ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi.
Tengdar fréttir Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15
Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35