Málþóf í tálmunarfrumvarpi 11. maí 2017 07:00 Í langflestum tilfellum eru það mæður sem tálma feðrum umgengni við börn sín. Ef frumvarpið yrði að lögum mætti fangelsa þær í allt að fimm ár fyrir brotin. Ólíklegt er talið að frumvarpið nái fram að ganga. Nordicphotos/Getty „Stjórnarandstaðan með VG í fararbroddi hindrar að þetta komist að. Þau ætla ekkert að leyfa þessu að komast að,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp sitt sem gerir tálmun refsiverða. Frumvarpið gengur út á að ef foreldri takmarkar umgengnisrétt eða kemur alfarið í veg fyrir umgengni þeirra sem hafa rétt á að hitta barnið varði það fangelsi allt að fimm árum. Verulegar efasemdir eru um frumvarpið á meðal stjórnarþingmanna, þá helst þann rúma refsiramma sem gengið er út frá. „Ég er búinn að vera tvístígandi í þessu máli. Mér finnst líklegt að ég myndi styðja það að tálmun væri óheimil með lögum en síðan set ég óneitanlega spurningarmerki við þetta refsiúrræði sem er fimm ára fangelsi,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brinkHann segir ekki gáfulegt að setja svo rúman refsiramma og treysta því að dómstólar nýti aðeins brot af honum, löggjafinn verði að vera skýr um vilja sinn. „Við þurfum alltaf að hugsa um að við værum að opna fyrir þann möguleika að setja fólk í fangelsi fyrir umrætt brot. Það finnst mér ganga lengra en ég væri tilbúinn að kyngja. Á hinn bóginn eru menn mikið að einbeita sér að því hvaða áhrif refsingar hefðu á mæður sem færu í fangelsi og börn þeirra. Við höfum ekki mikið spáð í sambærilegar spurningar þegar við ákveðum refsiramma fyrir önnur brot sem beinast langmest að körlum.“ Frumvarpið átti að koma til umræðu á Alþingi á þriðjudag en dagskrá riðlaðist til, meðal annars vegna átaka í liðnum um fundarstjórn forseta. Brynjar vill meina að þann glugga hafi stjórnarandstaðan notfært sér til að koma í veg fyrir að frumvarpið kæmist á dagskrá og þaðan inn í nefnd. „Það er málþóf gegn frumvarpinu, sem er svolítið sérstakt. Þau eru bara mjög á móti þessu og óttast að það sé nógu mikill stuðningur til að afgreiða þetta.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirSjö þingfundardagar eru eftir fram að sumarfríi en eins og önnur lagafrumvörp þarf þrjár umræður áður en gengið yrði til atkvæða um málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir af og frá að stjórnarandstaðan stundi málþóf gegn frumvarpinu. „Ég held að við verðum bara að vísa þessu til föðurhúsanna.“ Katrín segist þó engar áhyggjur hafa af afdrifum málsins. Aðeins sjö þingfundardagar séu eftir og litlar líkur á að málið fari í gegn á þeim skamma tíma. „Það er ekkert launungarmál að ég tel að það að hneppa foreldra sem ekki virða umgengnisrétt í fangelsi sé ekki til þess fallið að leysa mál. En það er óvarlegt hjá þessum þingmanni að tala um málþóf því hér var um að ræða mjög hefðbundna umræðu í gær.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
„Stjórnarandstaðan með VG í fararbroddi hindrar að þetta komist að. Þau ætla ekkert að leyfa þessu að komast að,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp sitt sem gerir tálmun refsiverða. Frumvarpið gengur út á að ef foreldri takmarkar umgengnisrétt eða kemur alfarið í veg fyrir umgengni þeirra sem hafa rétt á að hitta barnið varði það fangelsi allt að fimm árum. Verulegar efasemdir eru um frumvarpið á meðal stjórnarþingmanna, þá helst þann rúma refsiramma sem gengið er út frá. „Ég er búinn að vera tvístígandi í þessu máli. Mér finnst líklegt að ég myndi styðja það að tálmun væri óheimil með lögum en síðan set ég óneitanlega spurningarmerki við þetta refsiúrræði sem er fimm ára fangelsi,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brinkHann segir ekki gáfulegt að setja svo rúman refsiramma og treysta því að dómstólar nýti aðeins brot af honum, löggjafinn verði að vera skýr um vilja sinn. „Við þurfum alltaf að hugsa um að við værum að opna fyrir þann möguleika að setja fólk í fangelsi fyrir umrætt brot. Það finnst mér ganga lengra en ég væri tilbúinn að kyngja. Á hinn bóginn eru menn mikið að einbeita sér að því hvaða áhrif refsingar hefðu á mæður sem færu í fangelsi og börn þeirra. Við höfum ekki mikið spáð í sambærilegar spurningar þegar við ákveðum refsiramma fyrir önnur brot sem beinast langmest að körlum.“ Frumvarpið átti að koma til umræðu á Alþingi á þriðjudag en dagskrá riðlaðist til, meðal annars vegna átaka í liðnum um fundarstjórn forseta. Brynjar vill meina að þann glugga hafi stjórnarandstaðan notfært sér til að koma í veg fyrir að frumvarpið kæmist á dagskrá og þaðan inn í nefnd. „Það er málþóf gegn frumvarpinu, sem er svolítið sérstakt. Þau eru bara mjög á móti þessu og óttast að það sé nógu mikill stuðningur til að afgreiða þetta.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirSjö þingfundardagar eru eftir fram að sumarfríi en eins og önnur lagafrumvörp þarf þrjár umræður áður en gengið yrði til atkvæða um málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir af og frá að stjórnarandstaðan stundi málþóf gegn frumvarpinu. „Ég held að við verðum bara að vísa þessu til föðurhúsanna.“ Katrín segist þó engar áhyggjur hafa af afdrifum málsins. Aðeins sjö þingfundardagar séu eftir og litlar líkur á að málið fari í gegn á þeim skamma tíma. „Það er ekkert launungarmál að ég tel að það að hneppa foreldra sem ekki virða umgengnisrétt í fangelsi sé ekki til þess fallið að leysa mál. En það er óvarlegt hjá þessum þingmanni að tala um málþóf því hér var um að ræða mjög hefðbundna umræðu í gær.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira