Þjálfari Cleveland: Cavs-Warriors eins og Celtics-Lakers á níunda áratugnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 12:30 Larry Bird og Magic Johnson mættust oft í úrslitaeinvíginu. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og allt lítur út fyrir að þau mætist í úrslitaeinvíginu í júní. Það yrði þá í þriðja árið í röð sem þessi tvö lið spila um titilinn. Golden State Warriors vann titilinn árið 2015 en Cleveland Cavaliers liðið er ríkjandi NBA-meistari. Einhverjir körfuboltaspekingar vestan hafs hafa verið að kvarta yfir þessum yfirburðum liðanna og vilja fá meiri spennu í úrslitakeppnina. Það hafa reyndar verið fullt af spennandi seríum bara ekki þær þar sem Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði sópað tveimur liðum í sumarfrí. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, skilur ekki alveg í þessari umræðu og vill alls ekki meina að þessi þróun sé slæm fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum. Hann notaði við það tækifæri gott dæmi frá níunda áratugnum, dæmi sem er í NBA-sögunni sagt verið ein af helstu ástæðunum fyrir auknum vinsælum NBA-körfuboltans á sínum tíma. „Er þetta vandamál? Ég tel svo ekki vera,“ sagði Tyronn Lue á fyrstu æfingu Cleveland Cavaliers eftir að liðið sendi Toronto Raptors í sumarfrí. „Ég held að fullt af fólki hafi viljað sjá Boston spila til úrslita á móti Lakers á sínum tíma. Það eru líka örugglega margir sem vilja sjá Golden State og Cavs mætast í dag. Það er ekkert vandmál. Þetta eru tvo þau lið sem eru að spila besta körfuboltann þessa stundina,“ sagði Tyronn Lue. Kobe Bryant, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma, hefur tekið undir þetta sjónarhorn Tyronn Lue. Yfirburðir Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors eru þó kannski fullmiklir. Warriors-liðið hefur unnið átta leiki með 16,5 stigum að meðaltali en Cleveland hefur unnið sína leiki með 9,6 stigum að meðaltali. Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust oft í lokaúrslitunum á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson í fararbroddi. Þau náðu því þá aldrei að mætast þrjú ár í röð þótt þau hafi unnið alla titla í boði frá 1984 til 1988 (Boston 1984 og 1986 og Lakers 1985, 1987 og 1988). Fari því svo að lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úrslitaeinvíginu þá verður það í fyrsta sinn í sögu NBA sem sömu lið spila um NBA-titilinn þrjú ár í röð. NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og allt lítur út fyrir að þau mætist í úrslitaeinvíginu í júní. Það yrði þá í þriðja árið í röð sem þessi tvö lið spila um titilinn. Golden State Warriors vann titilinn árið 2015 en Cleveland Cavaliers liðið er ríkjandi NBA-meistari. Einhverjir körfuboltaspekingar vestan hafs hafa verið að kvarta yfir þessum yfirburðum liðanna og vilja fá meiri spennu í úrslitakeppnina. Það hafa reyndar verið fullt af spennandi seríum bara ekki þær þar sem Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði sópað tveimur liðum í sumarfrí. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, skilur ekki alveg í þessari umræðu og vill alls ekki meina að þessi þróun sé slæm fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum. Hann notaði við það tækifæri gott dæmi frá níunda áratugnum, dæmi sem er í NBA-sögunni sagt verið ein af helstu ástæðunum fyrir auknum vinsælum NBA-körfuboltans á sínum tíma. „Er þetta vandamál? Ég tel svo ekki vera,“ sagði Tyronn Lue á fyrstu æfingu Cleveland Cavaliers eftir að liðið sendi Toronto Raptors í sumarfrí. „Ég held að fullt af fólki hafi viljað sjá Boston spila til úrslita á móti Lakers á sínum tíma. Það eru líka örugglega margir sem vilja sjá Golden State og Cavs mætast í dag. Það er ekkert vandmál. Þetta eru tvo þau lið sem eru að spila besta körfuboltann þessa stundina,“ sagði Tyronn Lue. Kobe Bryant, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma, hefur tekið undir þetta sjónarhorn Tyronn Lue. Yfirburðir Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors eru þó kannski fullmiklir. Warriors-liðið hefur unnið átta leiki með 16,5 stigum að meðaltali en Cleveland hefur unnið sína leiki með 9,6 stigum að meðaltali. Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust oft í lokaúrslitunum á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson í fararbroddi. Þau náðu því þá aldrei að mætast þrjú ár í röð þótt þau hafi unnið alla titla í boði frá 1984 til 1988 (Boston 1984 og 1986 og Lakers 1985, 1987 og 1988). Fari því svo að lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úrslitaeinvíginu þá verður það í fyrsta sinn í sögu NBA sem sömu lið spila um NBA-titilinn þrjú ár í röð.
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira