Arnar í einkaviðtali við Gumma Ben: „Kannski er ég kjáni en ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2017 13:45 Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, hélt að hann væri að fara að hitta nýjan leikmann í félagsheimili Breiðabliks þegar honum var sagt upp á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í einkaviðtali Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem sýndur verður á föstudagskvöldið en 1á1 er á dagskrá á hverjum föstudegi á eftir Teignum á Stöð 2 Sport HD.Brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Blikarnir voru búnir að tapa tveimur fyrstu leikjum tímabilsins en gengi liðsins var ekki gott undir lok síðasta sumars og hefur ekki verið merkilegt í vetur og vor. Uppsögnin kom Arnari samt sem áður verulega á óvart. Varnarleikur Breiðabliks var ekki upp á marga fiska í fyrstu umferðinni og voru menn þar á bæ því búnir að fá sterkan varnarmann að láni frá Norwich. Arnar hélt að hann væri að fara að hitta strákinn þegar hann var kallaður á fund.Missti hökuna í gólfið „Ég er í sambandi við Snorra sem er formaður meistaraflokksráðs og þá kemur í ljós að það er verið að binda síðasta hnútinn á þetta og að öllum líkindum verður strákurinn með á æfingu,“ segir Arnar við Gumma Ben í 1á1. „Í framhaldi af því biður hann mig um að mæta í græna herbergið í Smáranum. Ég hélt að ég væri bara að fara að hitta leikmanninn þar sem það kom nú maður með honum. Bara aðeins aðeins að fara yfir stöðuna. Ekkert annað,“ segir Arnar en þá var verið að segja honum upp. „Ég hefði kannski átt að sjá þetta en maður er kannski kjáni. Ég held að ég hafi misst kjálkann niður og trúði því ekki að þetta væri að gerast. Ég var nú svo sem ekki lengi þarna inni en ég spurði af hverju það væri verið að taka þessa ákvörðun á þessum tímapunkti. Svarið var bara slæmt gengi.“ Varstu reiður? „Ég var hissa,“ segir Arnar Grétarsson. Margt áhugavert kemur fram í viðtalinu við Arnar sem er á dagskrá á föstudagskvöldið klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport HD. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gerði Malmö að meisturum í fyrra en kemur nú til greina sem næsti þjálfari Breiðabliks Leit Breiðabliks að nýjum þjálfara stendur nú yfir eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum í gær, eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deildinni. 10. maí 2017 10:57 Allan Kuhn hafnar Blikum: „Heiður að vera boðið starfið“ Daninn sem gerði Malmö að Svíþjóðarmeisturum tekur ekki við Breiðabliki. 11. maí 2017 13:10 Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43 Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35 Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, hélt að hann væri að fara að hitta nýjan leikmann í félagsheimili Breiðabliks þegar honum var sagt upp á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í einkaviðtali Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem sýndur verður á föstudagskvöldið en 1á1 er á dagskrá á hverjum föstudegi á eftir Teignum á Stöð 2 Sport HD.Brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Blikarnir voru búnir að tapa tveimur fyrstu leikjum tímabilsins en gengi liðsins var ekki gott undir lok síðasta sumars og hefur ekki verið merkilegt í vetur og vor. Uppsögnin kom Arnari samt sem áður verulega á óvart. Varnarleikur Breiðabliks var ekki upp á marga fiska í fyrstu umferðinni og voru menn þar á bæ því búnir að fá sterkan varnarmann að láni frá Norwich. Arnar hélt að hann væri að fara að hitta strákinn þegar hann var kallaður á fund.Missti hökuna í gólfið „Ég er í sambandi við Snorra sem er formaður meistaraflokksráðs og þá kemur í ljós að það er verið að binda síðasta hnútinn á þetta og að öllum líkindum verður strákurinn með á æfingu,“ segir Arnar við Gumma Ben í 1á1. „Í framhaldi af því biður hann mig um að mæta í græna herbergið í Smáranum. Ég hélt að ég væri bara að fara að hitta leikmanninn þar sem það kom nú maður með honum. Bara aðeins aðeins að fara yfir stöðuna. Ekkert annað,“ segir Arnar en þá var verið að segja honum upp. „Ég hefði kannski átt að sjá þetta en maður er kannski kjáni. Ég held að ég hafi misst kjálkann niður og trúði því ekki að þetta væri að gerast. Ég var nú svo sem ekki lengi þarna inni en ég spurði af hverju það væri verið að taka þessa ákvörðun á þessum tímapunkti. Svarið var bara slæmt gengi.“ Varstu reiður? „Ég var hissa,“ segir Arnar Grétarsson. Margt áhugavert kemur fram í viðtalinu við Arnar sem er á dagskrá á föstudagskvöldið klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport HD.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gerði Malmö að meisturum í fyrra en kemur nú til greina sem næsti þjálfari Breiðabliks Leit Breiðabliks að nýjum þjálfara stendur nú yfir eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum í gær, eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deildinni. 10. maí 2017 10:57 Allan Kuhn hafnar Blikum: „Heiður að vera boðið starfið“ Daninn sem gerði Malmö að Svíþjóðarmeisturum tekur ekki við Breiðabliki. 11. maí 2017 13:10 Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43 Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35 Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Gerði Malmö að meisturum í fyrra en kemur nú til greina sem næsti þjálfari Breiðabliks Leit Breiðabliks að nýjum þjálfara stendur nú yfir eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum í gær, eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deildinni. 10. maí 2017 10:57
Allan Kuhn hafnar Blikum: „Heiður að vera boðið starfið“ Daninn sem gerði Malmö að Svíþjóðarmeisturum tekur ekki við Breiðabliki. 11. maí 2017 13:10
Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43
Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35
Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09
Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18
Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52