„Þetta er mikið og þungt högg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2017 16:23 Vilhjálmur Birgisson var á fundi starfsmanna í dag. Vísir/Anton „Þetta eru mjög mikilvæg störf sem við erum hér að missa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir að tilkynnt var um að 86 starfsmenn HB Granda sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp.Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni félagsins í Reykjavík. Viðræður höfðu staðið yfir á milli HB Granda, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna um nauðsynlegar endurbætur á höfninni. Stóðu vonir til þess að þær viðræður myndu verða til þess að ekki þyrfti að segja starsfólki upp. „Nú er komin niðurstaða í það og þetta gekk ekki eftir. Þetta er sorgardagur að hér sé verið að hætta landvinnslu á Akranesi eftir um hundrað ár. Þetta fyrirtæki hefur verið starfrækt hérna frá 1906 þannig að þetta er dapurt,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningu frá HB Granda til kauphallar segir að starfsfólki verði boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vilhjálmur segir þó að erfitt geti verið fyrir marga af þeim sem sagt var upp að þiggja starf í Reykjavík. „Aðstæður þessara kvenna sem um ræðir, þetta eru margar konur með börn í skóla og leikskóla. Það verður mjög erfitt,“ segir Vilhjálmur en stór hluti þeirra sem sagt verður upp eru konur. „Þetta eru að stórum hluta kvennastörf þó það sé vissulega séu karlmenn undir líka. Þetta er þungt högg fyrir okkur og við þurfum að sjá hvernig úr þessu vinnst,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að fyrirtæki, ekki síst þau sem starfi í sjávarútvegi þurfi að sinna samfélagslegri skyldu gagnvart sveitarfélögum og starfsfólki. „Þetta eru langmikilvægustu störfin og þetta hefur verið fjöregg okkar Skagamanna, landvinnslan. Þetta er mikið og þungt högg.“ Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Þetta eru mjög mikilvæg störf sem við erum hér að missa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir að tilkynnt var um að 86 starfsmenn HB Granda sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp.Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni félagsins í Reykjavík. Viðræður höfðu staðið yfir á milli HB Granda, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna um nauðsynlegar endurbætur á höfninni. Stóðu vonir til þess að þær viðræður myndu verða til þess að ekki þyrfti að segja starsfólki upp. „Nú er komin niðurstaða í það og þetta gekk ekki eftir. Þetta er sorgardagur að hér sé verið að hætta landvinnslu á Akranesi eftir um hundrað ár. Þetta fyrirtæki hefur verið starfrækt hérna frá 1906 þannig að þetta er dapurt,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningu frá HB Granda til kauphallar segir að starfsfólki verði boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vilhjálmur segir þó að erfitt geti verið fyrir marga af þeim sem sagt var upp að þiggja starf í Reykjavík. „Aðstæður þessara kvenna sem um ræðir, þetta eru margar konur með börn í skóla og leikskóla. Það verður mjög erfitt,“ segir Vilhjálmur en stór hluti þeirra sem sagt verður upp eru konur. „Þetta eru að stórum hluta kvennastörf þó það sé vissulega séu karlmenn undir líka. Þetta er þungt högg fyrir okkur og við þurfum að sjá hvernig úr þessu vinnst,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að fyrirtæki, ekki síst þau sem starfi í sjávarútvegi þurfi að sinna samfélagslegri skyldu gagnvart sveitarfélögum og starfsfólki. „Þetta eru langmikilvægustu störfin og þetta hefur verið fjöregg okkar Skagamanna, landvinnslan. Þetta er mikið og þungt högg.“
Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14