Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2017 09:00 Valur er í vandræðum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en liðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki sem er versta stigasöfnun liðs sem spáð hefur verið Íslandsmeistaratitlinum frá stofnun tíu liða deildar árið 2008. Valsliðið fékk vænan skell í Kópavogi á miðvikudagskvöldið þegar það steinlá á móti Breiðabliki, 3-0. Það tapaði fyrir Þór/KA, 1-0, í fyrstu umferðinni en pakkaði Eyjakonum saman, 4-0, í annarri umferð deildarinnar. Úlfur Blandon, þjálfari Vals, mætti ekki til viðtals eftir leikinn en fréttamenn á staðnum sáu á eftir honum rjúka út af velinum án þess að ræða við nokkurn mann þó til þess sé ætlast af öllum þjálfurum deildarinnar. Valsliðið er með 200 leikja konur innan sinna raða eins og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, Laufey Björnsdóttur, Pálu Marie Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur og svo auðvitað landsliðsfyrirliðann Margréti Láru Viðarsdóttur. Engin þeirra mætti til viðtals til að svara fyrir þennan skell. Sú sem mætti var Hrafnhildur Hauksdóttir, 21 árs gamall vinstri bakvörður Valsliðsins, sem stóð sig vel í viðtölum.Blikastúlkur fagna marki á móti Val.vísir/ernirÍ Pepsi-mörkum kvenna velti Helena Ólafsdóttir því fyrir sér hvort pressan væri strax að buga Úlf Blandon en honum er ætlað að skila Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda. „Það er ekki hægt að segja að pressan sé of mikil. Eftir næstu umferð verður Valur búið að mæta fjórum af fimm liðunum sem það ætlaði að keppa við um Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, í þætti gærkvöldsins. „Ég get ekki trúað því að pressan sé ekki eins mikil og í karlaboltanum í Kópavogi þar sem menn eru látnir fara eftir tvo leiki,“ bætti hann við og hló. Máni var þó fljótur að hætta að brosa þegar hann afgreiddi Úlf og reynslumestu leikmenn Vals fyrir að svara ekki fyrir þetta tap í Kópavoginum. „Þetta er algjörlega óboðlegt. Öll stjórn á þessu Valsliði í leiknum var þeim ekki til sóma. Úlfur mætir ekki í viðtal. Hann er þjálfari og höfuð þessa liðs. Hann á auðvitað mæta og svara fyrir þetta. Það er bara eðlilegt,“ sagði hann. „Allt í lagi. Þjálfarinn kemur ekki í viðtal. Það getur verið góð ástæða fyrir því. Stundum er aðstoðarþjálfarinn sendur í viðtal og stundum koma leikmenn bara í viðtöl. Kannsi var eitthvað þarna á bakvið.“ „En í þessu liði er landsliðsfyrirliðinn og svo ertu með Málfríði Ernu og Söndru en ákveðið er að senda einn ungliðann í viðtal. Ég velti fyrir mér hvaða stjórnun inn í klefa er það að senda unga manneskju í viðtal eftir svona leik þar sem liðið er algjörlega búið að skíta á sig.“ „Þarna á að senda Margréti Láru eða einhvern sem er foringi í þessu liði til að svara fyrir í viðtölum eftir svona frammistöðu. Í staðinn er sendur ungur leikmaður og hverju átti hún nú að fara að svara? Þetta var ekki á hennar ábyrgð,“ sagði Máni Pétursson. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Valur er í vandræðum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en liðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki sem er versta stigasöfnun liðs sem spáð hefur verið Íslandsmeistaratitlinum frá stofnun tíu liða deildar árið 2008. Valsliðið fékk vænan skell í Kópavogi á miðvikudagskvöldið þegar það steinlá á móti Breiðabliki, 3-0. Það tapaði fyrir Þór/KA, 1-0, í fyrstu umferðinni en pakkaði Eyjakonum saman, 4-0, í annarri umferð deildarinnar. Úlfur Blandon, þjálfari Vals, mætti ekki til viðtals eftir leikinn en fréttamenn á staðnum sáu á eftir honum rjúka út af velinum án þess að ræða við nokkurn mann þó til þess sé ætlast af öllum þjálfurum deildarinnar. Valsliðið er með 200 leikja konur innan sinna raða eins og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, Laufey Björnsdóttur, Pálu Marie Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur og svo auðvitað landsliðsfyrirliðann Margréti Láru Viðarsdóttur. Engin þeirra mætti til viðtals til að svara fyrir þennan skell. Sú sem mætti var Hrafnhildur Hauksdóttir, 21 árs gamall vinstri bakvörður Valsliðsins, sem stóð sig vel í viðtölum.Blikastúlkur fagna marki á móti Val.vísir/ernirÍ Pepsi-mörkum kvenna velti Helena Ólafsdóttir því fyrir sér hvort pressan væri strax að buga Úlf Blandon en honum er ætlað að skila Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda. „Það er ekki hægt að segja að pressan sé of mikil. Eftir næstu umferð verður Valur búið að mæta fjórum af fimm liðunum sem það ætlaði að keppa við um Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, í þætti gærkvöldsins. „Ég get ekki trúað því að pressan sé ekki eins mikil og í karlaboltanum í Kópavogi þar sem menn eru látnir fara eftir tvo leiki,“ bætti hann við og hló. Máni var þó fljótur að hætta að brosa þegar hann afgreiddi Úlf og reynslumestu leikmenn Vals fyrir að svara ekki fyrir þetta tap í Kópavoginum. „Þetta er algjörlega óboðlegt. Öll stjórn á þessu Valsliði í leiknum var þeim ekki til sóma. Úlfur mætir ekki í viðtal. Hann er þjálfari og höfuð þessa liðs. Hann á auðvitað mæta og svara fyrir þetta. Það er bara eðlilegt,“ sagði hann. „Allt í lagi. Þjálfarinn kemur ekki í viðtal. Það getur verið góð ástæða fyrir því. Stundum er aðstoðarþjálfarinn sendur í viðtal og stundum koma leikmenn bara í viðtöl. Kannsi var eitthvað þarna á bakvið.“ „En í þessu liði er landsliðsfyrirliðinn og svo ertu með Málfríði Ernu og Söndru en ákveðið er að senda einn ungliðann í viðtal. Ég velti fyrir mér hvaða stjórnun inn í klefa er það að senda unga manneskju í viðtal eftir svona leik þar sem liðið er algjörlega búið að skíta á sig.“ „Þarna á að senda Margréti Láru eða einhvern sem er foringi í þessu liði til að svara fyrir í viðtölum eftir svona frammistöðu. Í staðinn er sendur ungur leikmaður og hverju átti hún nú að fara að svara? Þetta var ekki á hennar ábyrgð,“ sagði Máni Pétursson. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45
Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37