Gunnar mætir Argentínumanni í Glasgow í júlí Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Gunnar fær aðalbardaga í Glasgow og á von á miklum stuðningi. vísir/getty Það leit lengi vel ekki út fyrir að Gunnar Nelson myndi fá bardaga í sumar eins og hann hafði stefnt að. Flestir fyrir ofan hann á styrkleikalistanum eru komnir með bardaga eða eru meiddir. Eftir sannfærandi sigur á Bandaríkjamanninum Alan Jouban um miðjan mars vildi Gunnar fá að reyna sig gegn einhverjum af þeim bestu. Það er ekki mögulegt í sumar. Hann vildi samt ólmur fá bardaga og hefur nú fengið bardaga gegn hinum sterka og spennandi Argentínumanni Santiago Ponzinibbio. Bardagi þeirra verður aðalbardagi kvöldsins. „Ég veit nú voðalega lítið um hann. Ég kann ekki einu sinni að bera fram nafnið hans enn sem komið er en það mun koma,“ segir Gunnar léttur um væntanlegan andstæðing. Þessi Argentínumaður er þrítugur og er mjög reyndur. Hann er búinn að berjast 27 sinnum og vinna 24 þeirra bardaga. Er því aðeins með þrjú töp. Þrettán sigrar komu eftir rothögg, sex með uppgjafartaki og aðeins fimm bardagar hafa endað á dómaraúrskurði. Síðan Ponzinibbio kom inn í UFC hefur hann unnið sex bardaga og tapað tvisvar. Hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og er kominn i þrettánda sætið á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Gunnar er þar í níunda sæti. „Það er mjög ánægjulegt að fá annað tækifæri til þess að vera í aðalbardaga á Bretlandseyjum. Það var mjög svekkjandi þegar ég þurfti að draga mig út úr bardaganum í Belfast í nóvember vegna meiðsla. Gaman að vera þarna því það er auðvelt fyrir fólk að hoppa yfir. Ég geri ráð fyrir hrikalegri stemningu í höllinni. Það kemur pottþétt fólk frá Írlandi, Englandi og auðvitað frá Íslandi,“ segir Gunnar en það leyndi sér ekki að hann var mjög hamingjusamur að hafa fengið bardaga í sumar. Eftir að hafa ekki keppt mikið síðustu ár vildi hann fá þrjá til fjóra bardaga í ár. Okkar maður viðurkennir að hann hafi nánast verið orðinn úrkula vonar um að fá bardaga í sumarGunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í mars.vísir/gettyVildi ólmur berjast í sumar „Þetta leit ekki vel út á tímabili. Það var enginn á lausu á topp tíu. Þetta var því næsti gæi og hann lítur mjög vel út. Ég vildi ólmur fá bardaga í sumar og svo ná þriðja bardaganum í lok árs. Það var planið hjá mér. Þetta er því bara hið besta mál.“ Þó að Gunnar væri ekki kominn með bardaga þá hefur hann ekkert gefið eftir á æfingum. Hann æfir allt árið og tekur aldrei langa pásu frá æfingasalnum. „Maður æfir aðeins minna þegar bardagi er ekki klár en keyrir svo upp hraðann þegar það er kominn bardagi. Ég er alltaf að æfa. Ég er aldrei í því að gera ekki neitt. Ég hef notið þess að vera með fjölskyldu og vinum og leika mér á sleðanum mínum áður en snjórinn fer,“ segir Gunnar en næsta mál á dagskrá hjá honum er að setja upp æfingaáætlun. Hann reiknar með því að vera einhverjar vikur á Írlandi líkt og oftast en þar er þjálfari hans, John Kavanagh. Þó að Gunnar hafi ekki fengið andstæðing í topp tíu þá segir hann enga ástæðu til þess að pirra sig á því. Í umræðunni var að hann myndi berjast við Stephen Thompson en hann er meiddur. Gunnar er þó með þann bardaga í huga. „Ég hugsa að það gæti orðið næsti bardagi eftir þennan,“ segir Gunnar en Thompson mun ekki berjast fyrr en í fyrsta lagi í október eins og staðan er núna. Með því að keppa við menn fyrir neðan sig er Gunnar eðlilega að taka áhættu. Sigur gefur honum ekki eins mikið og andstæðingnum. Að sama skapi ef hann tapar þá kastast hann lengra aftur fyrir í goggunarröðinni. „Það er hluti af sportinu að taka áhættu. Ég sýndi með síðasta bardaga að ég er til í að taka áhættu og ég set það ekkert fyrir mig. Ég set pressu á aðra með þessu að gera slíkt hið sama.“ MMA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Það leit lengi vel ekki út fyrir að Gunnar Nelson myndi fá bardaga í sumar eins og hann hafði stefnt að. Flestir fyrir ofan hann á styrkleikalistanum eru komnir með bardaga eða eru meiddir. Eftir sannfærandi sigur á Bandaríkjamanninum Alan Jouban um miðjan mars vildi Gunnar fá að reyna sig gegn einhverjum af þeim bestu. Það er ekki mögulegt í sumar. Hann vildi samt ólmur fá bardaga og hefur nú fengið bardaga gegn hinum sterka og spennandi Argentínumanni Santiago Ponzinibbio. Bardagi þeirra verður aðalbardagi kvöldsins. „Ég veit nú voðalega lítið um hann. Ég kann ekki einu sinni að bera fram nafnið hans enn sem komið er en það mun koma,“ segir Gunnar léttur um væntanlegan andstæðing. Þessi Argentínumaður er þrítugur og er mjög reyndur. Hann er búinn að berjast 27 sinnum og vinna 24 þeirra bardaga. Er því aðeins með þrjú töp. Þrettán sigrar komu eftir rothögg, sex með uppgjafartaki og aðeins fimm bardagar hafa endað á dómaraúrskurði. Síðan Ponzinibbio kom inn í UFC hefur hann unnið sex bardaga og tapað tvisvar. Hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og er kominn i þrettánda sætið á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Gunnar er þar í níunda sæti. „Það er mjög ánægjulegt að fá annað tækifæri til þess að vera í aðalbardaga á Bretlandseyjum. Það var mjög svekkjandi þegar ég þurfti að draga mig út úr bardaganum í Belfast í nóvember vegna meiðsla. Gaman að vera þarna því það er auðvelt fyrir fólk að hoppa yfir. Ég geri ráð fyrir hrikalegri stemningu í höllinni. Það kemur pottþétt fólk frá Írlandi, Englandi og auðvitað frá Íslandi,“ segir Gunnar en það leyndi sér ekki að hann var mjög hamingjusamur að hafa fengið bardaga í sumar. Eftir að hafa ekki keppt mikið síðustu ár vildi hann fá þrjá til fjóra bardaga í ár. Okkar maður viðurkennir að hann hafi nánast verið orðinn úrkula vonar um að fá bardaga í sumarGunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í mars.vísir/gettyVildi ólmur berjast í sumar „Þetta leit ekki vel út á tímabili. Það var enginn á lausu á topp tíu. Þetta var því næsti gæi og hann lítur mjög vel út. Ég vildi ólmur fá bardaga í sumar og svo ná þriðja bardaganum í lok árs. Það var planið hjá mér. Þetta er því bara hið besta mál.“ Þó að Gunnar væri ekki kominn með bardaga þá hefur hann ekkert gefið eftir á æfingum. Hann æfir allt árið og tekur aldrei langa pásu frá æfingasalnum. „Maður æfir aðeins minna þegar bardagi er ekki klár en keyrir svo upp hraðann þegar það er kominn bardagi. Ég er alltaf að æfa. Ég er aldrei í því að gera ekki neitt. Ég hef notið þess að vera með fjölskyldu og vinum og leika mér á sleðanum mínum áður en snjórinn fer,“ segir Gunnar en næsta mál á dagskrá hjá honum er að setja upp æfingaáætlun. Hann reiknar með því að vera einhverjar vikur á Írlandi líkt og oftast en þar er þjálfari hans, John Kavanagh. Þó að Gunnar hafi ekki fengið andstæðing í topp tíu þá segir hann enga ástæðu til þess að pirra sig á því. Í umræðunni var að hann myndi berjast við Stephen Thompson en hann er meiddur. Gunnar er þó með þann bardaga í huga. „Ég hugsa að það gæti orðið næsti bardagi eftir þennan,“ segir Gunnar en Thompson mun ekki berjast fyrr en í fyrsta lagi í október eins og staðan er núna. Með því að keppa við menn fyrir neðan sig er Gunnar eðlilega að taka áhættu. Sigur gefur honum ekki eins mikið og andstæðingnum. Að sama skapi ef hann tapar þá kastast hann lengra aftur fyrir í goggunarröðinni. „Það er hluti af sportinu að taka áhættu. Ég sýndi með síðasta bardaga að ég er til í að taka áhættu og ég set það ekkert fyrir mig. Ég set pressu á aðra með þessu að gera slíkt hið sama.“
MMA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira