Börðust við sinubruna i fimm klukkustundir: „Menn snýta svörtu í einhvern tíma eftir þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2017 22:26 Bruninn var í mólendi sunnan við jörðina Dal í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. Loftmyndir ehf. Um það bil þrjátíu slökkviliðsmenn börðust í fimm klukkustundir við sinubruna í mólendi sunnan við jörðina Dal í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. Guðmundur Kristinsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Stykkishólms og nágrennis, segir slökkviliðsmenn frá Stykkishólmi, Borgarnesi og Grundarfirði hafa tekið þátt í slökkvistarfi og í raun hafi allt tiltækt lið á svæðinu verið kallað út. Eldsins varð vart um klukkan þrjú í dag og fóru slökkviliðsmenn af vettvangi um klukkan átta í kvöld, en þá hafði verið tryggt að ekki hlytist frekari hætta af. Hann segir mannvirki við Vegamót, þar sem leiðin milli Stykkishólms og Snæfellsnes skiptist, og við gróðrarstöðina á Lágafelli hafa verið í hættu um stund en slökkviliðsmenn hafi komið í veg fyrir að eldurinn næði þangað. Eldurinn brann á nokkurra hektara svæði að sögn Guðmundar en erfitt sé að segja til með nákvæmum hætti að svo stöddu hversu stórt svæði hann náði yfir. Hann segir aðstæður hafa verið erfiðar þar sem eldurinn hafi breiðst hratt yfir svæðið vegna mikils vinds og gert slökkviliðsmönnum mikinn óleik. „Menn snýta svörtu í einhvern tíma eftir þetta,“ segir Guðmundur spurður hvort slökkviliðsmenn séu ekki dasaðir eftir svo strembið slökkvistarf en segir þetta hafa sloppið til. Eldsupptök voru alveg við veginn yfir í Stykkishólm en Guðmundur segir ómögulegt að svo stöddu að segja hver þau í raun voru, þó menn hafi ýmsar grunsemdir þegar þau eru svo nálægt veginum. Hann hvetur vegfarendur til að fara öllu með gát þegar þurrt er í veðri, þá sérstaklega að kasta ekki glóandi sígarettustubbum úr bílunum. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Um það bil þrjátíu slökkviliðsmenn börðust í fimm klukkustundir við sinubruna í mólendi sunnan við jörðina Dal í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. Guðmundur Kristinsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Stykkishólms og nágrennis, segir slökkviliðsmenn frá Stykkishólmi, Borgarnesi og Grundarfirði hafa tekið þátt í slökkvistarfi og í raun hafi allt tiltækt lið á svæðinu verið kallað út. Eldsins varð vart um klukkan þrjú í dag og fóru slökkviliðsmenn af vettvangi um klukkan átta í kvöld, en þá hafði verið tryggt að ekki hlytist frekari hætta af. Hann segir mannvirki við Vegamót, þar sem leiðin milli Stykkishólms og Snæfellsnes skiptist, og við gróðrarstöðina á Lágafelli hafa verið í hættu um stund en slökkviliðsmenn hafi komið í veg fyrir að eldurinn næði þangað. Eldurinn brann á nokkurra hektara svæði að sögn Guðmundar en erfitt sé að segja til með nákvæmum hætti að svo stöddu hversu stórt svæði hann náði yfir. Hann segir aðstæður hafa verið erfiðar þar sem eldurinn hafi breiðst hratt yfir svæðið vegna mikils vinds og gert slökkviliðsmönnum mikinn óleik. „Menn snýta svörtu í einhvern tíma eftir þetta,“ segir Guðmundur spurður hvort slökkviliðsmenn séu ekki dasaðir eftir svo strembið slökkvistarf en segir þetta hafa sloppið til. Eldsupptök voru alveg við veginn yfir í Stykkishólm en Guðmundur segir ómögulegt að svo stöddu að segja hver þau í raun voru, þó menn hafi ýmsar grunsemdir þegar þau eru svo nálægt veginum. Hann hvetur vegfarendur til að fara öllu með gát þegar þurrt er í veðri, þá sérstaklega að kasta ekki glóandi sígarettustubbum úr bílunum.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira