Spurs rassskellti Harden og félaga og sendi þá í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 07:30 LaMarcus Aldridge treður hér boltanum í körfuna í nótt. Vísir/AP San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar eftir 39 stiga sigur á Houston Rockets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Spurs rassskellti Houston Rockets með 114-75 sigri á útivelli og vann einvígið því 4-2. Liðið mætir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar og er fyrsti leikur á sunnudaginn. Það sem gerir þennan stórsigur enn merkilegri er að San Antonio Spurs liðið var bæði án Tony Parker og Kawhi Leonard. Parker verður ekkert meira með og Leonard meiddist á ökkla í leiknum á undan sem Spurs vann reyndar líka. Manu Ginobili varði skot James Harden í lok loksins sem var á undan þessum í nótt og það var eins og Argentínumaðurinn hafi um leið slökkt á stjörnuleikmanni Houston-liðsins sem var aldrei með í leiknum í nótt. Harden var hreinlega heillum horfinn í þessum leik þar sem hann skoraði bara 10 stig, klikkaði á 9 af 11 skotum og yfirgaf síðan völlinn með sex villur þegar 3:15 mínútur voru eftir. „Þetta fellur allt á mínar herðar. Ég tek alla ábyrgðina á þessu og á báðum endum vallarins. Þetta er svekkjandi ekki síst hvernig við töpuðum þessum leik á heimavelli. Þetta bara gerðist en við verðum að halda áfram,“ sagði James Harden eftir leikinn. Þetta er í þrettánda sinn sem Spurs-liðið kemst svona langt í úrslitakeppninni en besti maður liðsins í nótt, LaMarcus Aldridge, er hinsvegar kominn þangað í fyrsta sinn á ferlinum. LaMarcus Aldridge, sem komast aldrei svona langt á níu tímabilum með liði Portland Trailblazers, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst í leiknum í nótt en þetta er hans annað tímabil með liði San Antonio Spurs. „Hann kom sér heldur betur í gírinn. Heimtaði boltann, komst í góða stöðu og var æðislegur í fráköstunum. Svo sendir hann boltann líka virkilega vel þannig að hann kom boltahreyfingunni af stað,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, um Aldridge eftir leikinn. Aldridge varð þarna fyrsti leikmaður San Antonio með að minnsta kosti 34 stig og 12 fráköst í leik í úrslitakeppni síðan að Tim Duncan náði því á móti Phoenix árið 2008. „Ég fékk að snerta boltann aðeins meira í kvöld og fékk tækifæri til að finna réttu leiðirnar. Ég var að reyna meira og tók meira af erfiðari skotum. Ég komst í taktinn snemma og eftir það var ég í góðum gír,“ sagði LaMarcus Aldridge eftir leikinn. Jonathon Simmons átti einnig flottan leik með Spurs en hann skoraði 18 stig og hitti úr 8 af 12 skotum sínum. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar eftir 39 stiga sigur á Houston Rockets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Spurs rassskellti Houston Rockets með 114-75 sigri á útivelli og vann einvígið því 4-2. Liðið mætir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar og er fyrsti leikur á sunnudaginn. Það sem gerir þennan stórsigur enn merkilegri er að San Antonio Spurs liðið var bæði án Tony Parker og Kawhi Leonard. Parker verður ekkert meira með og Leonard meiddist á ökkla í leiknum á undan sem Spurs vann reyndar líka. Manu Ginobili varði skot James Harden í lok loksins sem var á undan þessum í nótt og það var eins og Argentínumaðurinn hafi um leið slökkt á stjörnuleikmanni Houston-liðsins sem var aldrei með í leiknum í nótt. Harden var hreinlega heillum horfinn í þessum leik þar sem hann skoraði bara 10 stig, klikkaði á 9 af 11 skotum og yfirgaf síðan völlinn með sex villur þegar 3:15 mínútur voru eftir. „Þetta fellur allt á mínar herðar. Ég tek alla ábyrgðina á þessu og á báðum endum vallarins. Þetta er svekkjandi ekki síst hvernig við töpuðum þessum leik á heimavelli. Þetta bara gerðist en við verðum að halda áfram,“ sagði James Harden eftir leikinn. Þetta er í þrettánda sinn sem Spurs-liðið kemst svona langt í úrslitakeppninni en besti maður liðsins í nótt, LaMarcus Aldridge, er hinsvegar kominn þangað í fyrsta sinn á ferlinum. LaMarcus Aldridge, sem komast aldrei svona langt á níu tímabilum með liði Portland Trailblazers, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst í leiknum í nótt en þetta er hans annað tímabil með liði San Antonio Spurs. „Hann kom sér heldur betur í gírinn. Heimtaði boltann, komst í góða stöðu og var æðislegur í fráköstunum. Svo sendir hann boltann líka virkilega vel þannig að hann kom boltahreyfingunni af stað,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, um Aldridge eftir leikinn. Aldridge varð þarna fyrsti leikmaður San Antonio með að minnsta kosti 34 stig og 12 fráköst í leik í úrslitakeppni síðan að Tim Duncan náði því á móti Phoenix árið 2008. „Ég fékk að snerta boltann aðeins meira í kvöld og fékk tækifæri til að finna réttu leiðirnar. Ég var að reyna meira og tók meira af erfiðari skotum. Ég komst í taktinn snemma og eftir það var ég í góðum gír,“ sagði LaMarcus Aldridge eftir leikinn. Jonathon Simmons átti einnig flottan leik með Spurs en hann skoraði 18 stig og hitti úr 8 af 12 skotum sínum. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti