Keilir vill tveggja brauta kennsluflugvöll og byggja í Vogunum Svavar Hávarðsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Flugbrautirnar tvær, ef af verður, verða um 1,2 kílómetrar að lengd. Mynd/Keilir Sveitarfélaginu Vogum hefur borist fyrirspurn frá Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, um afstöðu sveitarfélagsins til byggingar flugvallar fyrir æfinga- og kennsluflug á Strandaheiði. Ef af þessum æfingaflugvelli á Reykjanesi yrði myndi hann anna öllu kennslu- og æfingaflugi á suðvesturhorninu og víðar ef áhugi væri fyrir hendi. Bæjarráð Voga tók málið fyrir á fundi í síðustu viku og vísaði því til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins. Eins og kunnugt er rekur Keilir flugakademíu þar sem í boði er nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu og flugumferðarstjórn, auk náms í flugvirkjun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um tvær flugbrautir að ræða og er hvor um sig 1,2 kílómetrar að lengd – eins yrði um aðstöðu fyrir kennsluvélar að ræða, verkstæði og geymslur.Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í VogumÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir að æfingaflugvöllur krefjist eðlilega breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins, og óformleg fyrirspurn hefur verið send til eiganda landsins sem hér um ræðir. Lengra sé málið ekki komið á þessu stigi. Spurður hvernig áformin horfi við bæjarstjóranum við fyrstu sýn segir Ásgeir að ekkert eins og þetta hafi komið til tals áður og í skipulagsvinnu síðustu ára hafi slíkt aldrei verið ámálgað. Í því ljósi falli hugmyndin ekki að skipulagi dagsins í dag. „Að öðru leyti líst mönnum ekkert illa á þessa hugmynd – hvorki til né frá,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Sveitarfélaginu Vogum hefur borist fyrirspurn frá Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, um afstöðu sveitarfélagsins til byggingar flugvallar fyrir æfinga- og kennsluflug á Strandaheiði. Ef af þessum æfingaflugvelli á Reykjanesi yrði myndi hann anna öllu kennslu- og æfingaflugi á suðvesturhorninu og víðar ef áhugi væri fyrir hendi. Bæjarráð Voga tók málið fyrir á fundi í síðustu viku og vísaði því til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins. Eins og kunnugt er rekur Keilir flugakademíu þar sem í boði er nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu og flugumferðarstjórn, auk náms í flugvirkjun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um tvær flugbrautir að ræða og er hvor um sig 1,2 kílómetrar að lengd – eins yrði um aðstöðu fyrir kennsluvélar að ræða, verkstæði og geymslur.Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í VogumÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir að æfingaflugvöllur krefjist eðlilega breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins, og óformleg fyrirspurn hefur verið send til eiganda landsins sem hér um ræðir. Lengra sé málið ekki komið á þessu stigi. Spurður hvernig áformin horfi við bæjarstjóranum við fyrstu sýn segir Ásgeir að ekkert eins og þetta hafi komið til tals áður og í skipulagsvinnu síðustu ára hafi slíkt aldrei verið ámálgað. Í því ljósi falli hugmyndin ekki að skipulagi dagsins í dag. „Að öðru leyti líst mönnum ekkert illa á þessa hugmynd – hvorki til né frá,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira