Regla Verndar standi föngum fyrir þrifum og sé gagnslaus Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 Fangar hafa heimild til að afplána hluta dóms síns á áfangaheimilinu Vernd. Vísir/GVA Afstaða, félag fanga, hefur sent Fangelsismálastofnun erindi þar sem þess er farið á leit að reglu um afplánun á áfangaheimilinu Vernd verði breytt, því að hún gangi í berhögg við yfirlýst markmið áfangaheimilisins, að aðlaga fangann samfélaginu síðustu mánuði refsivistar hans. Reglan, sem Afstaða vill breyta, kveður á um að fangi skuli mæta í hús á kvöldverðartíma, mánudaga til föstudaga, fyrir klukkan 18 og dvelja þar til klukkan 19. Er þetta sagt liður í eftirliti með föngum. Afstaða segir þetta standa föngum fyrir þrifum. Þá hefur umboðsmaður barna hefur sent bréf til Fangelsismálastofnunar og spurt hvort barnvæn sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar þegar reglan var sett.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir ljóst að reglan sé vond fyrir fjölskyldumenn. „Að meina föngum að vera á heimili sínu með fjölskyldunni á kvöldmatartíma, hlýtur að gera föngum erfiðara fyrir að aðlagast samfélagi sínu að nýju," útskýrir hann. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segist vilja tryggja að þessi barnvænu sjónarmið séu höfð með. „Okkur hefur þótt vanta upp á að fangelsisyfirvöld hafi í huga að fangar eiga líka börn.” Guðmundur Ingi segir regluna einnig standa í vegi fyrir atvinnumöguleikum fanga. „Og ekki síst framþróun í starfi. Margir fanganna hafa áhuga á að vinna í veitingageiranum, þar sem er mikla vinnu að fá um þessar mundir, en fá hreinlega ekki vinnu því þeir geta ekki unnið á matmálstíma.“ Hann bendir á að viðveruskyldan á milli kl. 18 og 19 hafi í einhverjum tilvikum leitt til þess að fangar hafi ekki getað sótt kvöldnámskeið, til dæmis til að öðlast ökuréttindi. Guðmundur segist skilja vel að eftirlit þurfi að hafa með föngum, meðal annars þeim sem eiga við fíknivanda að stríða. „En með því að setjast niður og ræða málin hlýtur að vera hægt að komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þetta er í raun gagnslaust eftirlit sem hamlar þessu fólki sem er að reyna að komast út í samfélagið á nýjan leik. Staðreyndin er sú að á milli kl. 18 og 19 frá mánudögum til föstudaga taka þeir fangar sem borða kvöldverð kannski 10 mínútur í það og hitta þar fyrir matráðskonu, en að því loknu fara þeir til herbergja sinna þar sem þeir dvelja þar til þeir mega fara aftur. Þegar hins vegar um er að ræða lögbundna frídaga sem ekki eru á laugardögum eða sunnudögum fara fangar beint til herbergja sinna. Eftirlitið er ekki meira en þetta,“ segir Guðmundur og kallar eftir breytingum. Samkvæmt lögum getur Fangelsismálastofnun leyft fanga að afplána, til að mynda á Vernd, sem er utan fangelsis hluta refsitímans, að því gefnu að hann stundi vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem stofnunin hefur samþykkt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hefur sent Fangelsismálastofnun erindi þar sem þess er farið á leit að reglu um afplánun á áfangaheimilinu Vernd verði breytt, því að hún gangi í berhögg við yfirlýst markmið áfangaheimilisins, að aðlaga fangann samfélaginu síðustu mánuði refsivistar hans. Reglan, sem Afstaða vill breyta, kveður á um að fangi skuli mæta í hús á kvöldverðartíma, mánudaga til föstudaga, fyrir klukkan 18 og dvelja þar til klukkan 19. Er þetta sagt liður í eftirliti með föngum. Afstaða segir þetta standa föngum fyrir þrifum. Þá hefur umboðsmaður barna hefur sent bréf til Fangelsismálastofnunar og spurt hvort barnvæn sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar þegar reglan var sett.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir ljóst að reglan sé vond fyrir fjölskyldumenn. „Að meina föngum að vera á heimili sínu með fjölskyldunni á kvöldmatartíma, hlýtur að gera föngum erfiðara fyrir að aðlagast samfélagi sínu að nýju," útskýrir hann. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segist vilja tryggja að þessi barnvænu sjónarmið séu höfð með. „Okkur hefur þótt vanta upp á að fangelsisyfirvöld hafi í huga að fangar eiga líka börn.” Guðmundur Ingi segir regluna einnig standa í vegi fyrir atvinnumöguleikum fanga. „Og ekki síst framþróun í starfi. Margir fanganna hafa áhuga á að vinna í veitingageiranum, þar sem er mikla vinnu að fá um þessar mundir, en fá hreinlega ekki vinnu því þeir geta ekki unnið á matmálstíma.“ Hann bendir á að viðveruskyldan á milli kl. 18 og 19 hafi í einhverjum tilvikum leitt til þess að fangar hafi ekki getað sótt kvöldnámskeið, til dæmis til að öðlast ökuréttindi. Guðmundur segist skilja vel að eftirlit þurfi að hafa með föngum, meðal annars þeim sem eiga við fíknivanda að stríða. „En með því að setjast niður og ræða málin hlýtur að vera hægt að komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þetta er í raun gagnslaust eftirlit sem hamlar þessu fólki sem er að reyna að komast út í samfélagið á nýjan leik. Staðreyndin er sú að á milli kl. 18 og 19 frá mánudögum til föstudaga taka þeir fangar sem borða kvöldverð kannski 10 mínútur í það og hitta þar fyrir matráðskonu, en að því loknu fara þeir til herbergja sinna þar sem þeir dvelja þar til þeir mega fara aftur. Þegar hins vegar um er að ræða lögbundna frídaga sem ekki eru á laugardögum eða sunnudögum fara fangar beint til herbergja sinna. Eftirlitið er ekki meira en þetta,“ segir Guðmundur og kallar eftir breytingum. Samkvæmt lögum getur Fangelsismálastofnun leyft fanga að afplána, til að mynda á Vernd, sem er utan fangelsis hluta refsitímans, að því gefnu að hann stundi vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem stofnunin hefur samþykkt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira