Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2017 09:00 Hundruð þúsunda tölva um allan heim hafa sýkst af WannaCry-veirunni. vísir/getty Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um fer tölvuvírusinn WannaCry nú eins og eldur í sinu um heiminn og hafa hundruð þúsunda tölva í meira en 150 löndum hafa sýkst af veirunni sem dreifir sér með tölvupósti. Tölvuþrjótarnir sem dreifa veirunni taka gögn í tölvunni í gíslingu og krefjast greiðslu fyrir að láta þau af hendi.„Enginn vandi að falsa tölvupóst“ Hrafnkell segist í samtali við Vísi vona að allir landsmenn hafi varann á og fylgi leiðbeiningum sem Póst-og fjarskiptastofnun hefur gefið út vegna veirunnar. „Laugardagurinn og sunnudagurinn fóru í það að átta sig á stöðunni og koma út þessum leiðbeiningum sem við vonum að allir landsmenn og kerfisstjórar hafi tekið alvarlega. Ef að menn hafa brugðist hart og vel við, sem ég hef nú upplýsingar um að víða hafi verið gert, þá minnkar það verulega hættuna á því að vírusinn dreifi sér,“ segir Hrafnkell. Hann minnir þó á að frumleið vírusins sé þessi klassíska leið í gegnum tölvupóst þar sem fólk smellir á viðhengi eða link og tölvan sýkist við það. Fólk þarf því að fara varlega þegar það opnar tölvupóstinn sinn og renna vel yfir frá hverjum þeir eru og hvað stendur í þeim. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt. Jafnvel þó að hún Sigga vinkona þín sendi þér tölvupóst og hann hljómar svona „Hey, have you checked this out?“ þá segir þú „Ja, hún Sigga talar nú yfirleitt bara íslensku við mig.“ Þá eiga menn að hugsa á grundvelli skynseminnar þar sem þetta er líklega ekki frá henni Siggu því það er enginn vandi að falsa tölvupóst.“Veiran ágætis „wake-up call“ Stöðufundur verður hjá Póst-og fjarskiptastofnun núna klukkan níu og Hrafnkell segir að hlutirnir muni svo skýrast eftir því sem líður á daginn. Hann segir þó enga ástæðu til að ætla annað en að tölvur hér á landi muni sýkjast. „Það eina sem við vonum er að við séum með tiltölulega nýleg kerfi. Landinn er nú býsna tæknilegur og eru með nýleg kerfi. Til dæmis ef þú ert með Windows 10 þá áttu að vera öruggur“, segir Hrafnkell og bætir því við að þessi veira sé ágætis „wake-up call“ eins og hann orðar það. „Þetta er bara eitt af tugum eða hundruðum atvika sem við erum að horfa á. Það er búið að vera dreifing á svona „ransomware“-vírusum (innsk. blaðamanns: gagngíslataka) svo mánuðum skiptir og við erum búin að vera að vara við þeim á okkar heimasíðu oftar en einu sinni. Þetta er bara langskæðasta tilvikið sem hefur komið upp en þetta hefur verið í gangi, þetta er í gangi og þetta verður stanslaust í gangi næstu misserin. Þannig að þessi vinnubrögð að uppfæra og hafa allan varann á eru komin til að vera,“ segir Hrafnkell. Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um fer tölvuvírusinn WannaCry nú eins og eldur í sinu um heiminn og hafa hundruð þúsunda tölva í meira en 150 löndum hafa sýkst af veirunni sem dreifir sér með tölvupósti. Tölvuþrjótarnir sem dreifa veirunni taka gögn í tölvunni í gíslingu og krefjast greiðslu fyrir að láta þau af hendi.„Enginn vandi að falsa tölvupóst“ Hrafnkell segist í samtali við Vísi vona að allir landsmenn hafi varann á og fylgi leiðbeiningum sem Póst-og fjarskiptastofnun hefur gefið út vegna veirunnar. „Laugardagurinn og sunnudagurinn fóru í það að átta sig á stöðunni og koma út þessum leiðbeiningum sem við vonum að allir landsmenn og kerfisstjórar hafi tekið alvarlega. Ef að menn hafa brugðist hart og vel við, sem ég hef nú upplýsingar um að víða hafi verið gert, þá minnkar það verulega hættuna á því að vírusinn dreifi sér,“ segir Hrafnkell. Hann minnir þó á að frumleið vírusins sé þessi klassíska leið í gegnum tölvupóst þar sem fólk smellir á viðhengi eða link og tölvan sýkist við það. Fólk þarf því að fara varlega þegar það opnar tölvupóstinn sinn og renna vel yfir frá hverjum þeir eru og hvað stendur í þeim. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt. Jafnvel þó að hún Sigga vinkona þín sendi þér tölvupóst og hann hljómar svona „Hey, have you checked this out?“ þá segir þú „Ja, hún Sigga talar nú yfirleitt bara íslensku við mig.“ Þá eiga menn að hugsa á grundvelli skynseminnar þar sem þetta er líklega ekki frá henni Siggu því það er enginn vandi að falsa tölvupóst.“Veiran ágætis „wake-up call“ Stöðufundur verður hjá Póst-og fjarskiptastofnun núna klukkan níu og Hrafnkell segir að hlutirnir muni svo skýrast eftir því sem líður á daginn. Hann segir þó enga ástæðu til að ætla annað en að tölvur hér á landi muni sýkjast. „Það eina sem við vonum er að við séum með tiltölulega nýleg kerfi. Landinn er nú býsna tæknilegur og eru með nýleg kerfi. Til dæmis ef þú ert með Windows 10 þá áttu að vera öruggur“, segir Hrafnkell og bætir því við að þessi veira sé ágætis „wake-up call“ eins og hann orðar það. „Þetta er bara eitt af tugum eða hundruðum atvika sem við erum að horfa á. Það er búið að vera dreifing á svona „ransomware“-vírusum (innsk. blaðamanns: gagngíslataka) svo mánuðum skiptir og við erum búin að vera að vara við þeim á okkar heimasíðu oftar en einu sinni. Þetta er bara langskæðasta tilvikið sem hefur komið upp en þetta hefur verið í gangi, þetta er í gangi og þetta verður stanslaust í gangi næstu misserin. Þannig að þessi vinnubrögð að uppfæra og hafa allan varann á eru komin til að vera,“ segir Hrafnkell.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00