WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2017 09:57 Yisrael Katz samgönguráðherra Ísrael og Skúli Mogensen, forstjóri WOW. WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september. Sala flugsæta hefst á morgun en mikill áhugi er fyrir þessari nýju flugleið, bæði frá Ísrael, Bandaríkjunum og Kanada að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Flugtíminn frá Íslandi til Tel Aviv er í kringum sjö klukkustundir. Flogið verður í glænýrri Airbus A321neo flugvél fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum en þess má geta að þetta er fyrsta vél sinnar tegundar sem flogið er í Evrópu. „Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísrael frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air. Tel Aviv er næst stærsta borg Ísrael og státar af fögrum ströndum og iðandi mannlífi. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á merka staði á borð við Dauðahafið, Jerúsalem og Bethlehem. Loftslagið í Ísrael er hlýtt og milt en meðalhiti þar allt árið um kring er um 20 gráður. Ágúst mánuðurinn er almennt sá hlýjasti þar sem meðalhitinn getur farið upp í 30 gráður. „Við bjóðum WOW air velkomið til Ísrael en við höfum lagt mikla áherslu á að fjölga flugleiðum til Ísrael. Ég er viss um að þessi nýja leið muni leiða til aukningar á ferðamönnum til Ísrael frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada sem er í takt við þá þróun sem við höfum séð síðastliðna mánuði,“ segir Yariv Levin ferðamálaráðherra Ísraels. Árið 2016, þá flugu rúmlega 2.8 milljón farþegar á milli Ísrael og Norður Ameríku. Með því að tengja Tel Aviv við leiðarkerfi WOW air til Norður Ameríku þá mun staða Keflarvíkurflugvallar sem tengistöð fyrir farþega sem ferðast á milli Evrópu, Asíu og Norður Ameríku styrkjast. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september. Sala flugsæta hefst á morgun en mikill áhugi er fyrir þessari nýju flugleið, bæði frá Ísrael, Bandaríkjunum og Kanada að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Flugtíminn frá Íslandi til Tel Aviv er í kringum sjö klukkustundir. Flogið verður í glænýrri Airbus A321neo flugvél fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum en þess má geta að þetta er fyrsta vél sinnar tegundar sem flogið er í Evrópu. „Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísrael frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air. Tel Aviv er næst stærsta borg Ísrael og státar af fögrum ströndum og iðandi mannlífi. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á merka staði á borð við Dauðahafið, Jerúsalem og Bethlehem. Loftslagið í Ísrael er hlýtt og milt en meðalhiti þar allt árið um kring er um 20 gráður. Ágúst mánuðurinn er almennt sá hlýjasti þar sem meðalhitinn getur farið upp í 30 gráður. „Við bjóðum WOW air velkomið til Ísrael en við höfum lagt mikla áherslu á að fjölga flugleiðum til Ísrael. Ég er viss um að þessi nýja leið muni leiða til aukningar á ferðamönnum til Ísrael frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada sem er í takt við þá þróun sem við höfum séð síðastliðna mánuði,“ segir Yariv Levin ferðamálaráðherra Ísraels. Árið 2016, þá flugu rúmlega 2.8 milljón farþegar á milli Ísrael og Norður Ameríku. Með því að tengja Tel Aviv við leiðarkerfi WOW air til Norður Ameríku þá mun staða Keflarvíkurflugvallar sem tengistöð fyrir farþega sem ferðast á milli Evrópu, Asíu og Norður Ameríku styrkjast.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira