Þau eru of mörg Akranesin Ari Trausti Guðmundsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Enn einu sinni eru málefni sjávarútvegsins og byggða í brennidepli. Hvað sem sagt er um gæði fiskveiðistjórnunarkerfisins má setja stórt spurningamerki við sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Sjálfbærni tiltekinnar greinar náttúrunytja er skilgreind með þrennum hætti: Áhrifum á náttúruna (á auðlindina sjálfa), á samfélagið í heild og sérhvern hluta þess sem atvinnan varðar og loks út frá efnahagslegum áhrifum nytjanna. Margreynt er að samþjöppun í kvótakerfinu veldur æ víðar og oftar ólíðandi vandræðum í samfélögum sem reiða sig að verulegum hluta á útgerð og fiskvinnslu. Milli 10 og 20 fyrirtæki ráða nú um og yfir helmingi kvóta og þau taka ákvarðanir oftar en ekki eftir hag sínum einum en sjaldnar eftir þörfum byggða, sem þau starfa í, eða fara eftir því sem við nefnum samfélagslega ábyrgð. Með slík viðmið í huga er ekki hægt að setja merkið sjálfbærni á sjávarútveginn. Til þess eru of mörg byggðalög í sárum og of mikil óeining um kvótaúthlutun, kvótastöðu og samþjöppun kvóta. Sé litið á efnahagsþátt sjálfbærninnar er nauðsynlegt að horfa bæði á heildina alla (greinina sem slíka), á vegferð hvers fyrirtækis og loks á ástand hverrar byggðar sem reynir og vill stunda útgerð og vinnslu. Góð afkoma heildarinnar, eins og gjarnan er orðað, má ekki yfirskyggja efnahagsþrengingar samfélaga eða minni fyrirtækja, svo dæmi séu nefnd. Fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur fyrst mið af velferð samfélaga í ólíkum byggðum (stórum og smáum) verður að taka fram yfir kerfi sem snýst fyrst og fremst um hagkvæmni stakra og stórra fyrirtækja og samkeppnistöðuna utanlands. Í heimi þar sem matvælaframleiðsla verður sífellt stærri áskorun er Ísland í góðri stöðu. Það leyfir mikinn slaka á kröfum um samþjöppun í greininni. Löngu er kominn tími til gagngerra breytinga í sjávarútvegi, bæði hvað varðar auðlindanýtinguna sjálfa og afrakstur í þágu nærsamfélaga um allt land, þorra íbúa alls landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni eru málefni sjávarútvegsins og byggða í brennidepli. Hvað sem sagt er um gæði fiskveiðistjórnunarkerfisins má setja stórt spurningamerki við sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Sjálfbærni tiltekinnar greinar náttúrunytja er skilgreind með þrennum hætti: Áhrifum á náttúruna (á auðlindina sjálfa), á samfélagið í heild og sérhvern hluta þess sem atvinnan varðar og loks út frá efnahagslegum áhrifum nytjanna. Margreynt er að samþjöppun í kvótakerfinu veldur æ víðar og oftar ólíðandi vandræðum í samfélögum sem reiða sig að verulegum hluta á útgerð og fiskvinnslu. Milli 10 og 20 fyrirtæki ráða nú um og yfir helmingi kvóta og þau taka ákvarðanir oftar en ekki eftir hag sínum einum en sjaldnar eftir þörfum byggða, sem þau starfa í, eða fara eftir því sem við nefnum samfélagslega ábyrgð. Með slík viðmið í huga er ekki hægt að setja merkið sjálfbærni á sjávarútveginn. Til þess eru of mörg byggðalög í sárum og of mikil óeining um kvótaúthlutun, kvótastöðu og samþjöppun kvóta. Sé litið á efnahagsþátt sjálfbærninnar er nauðsynlegt að horfa bæði á heildina alla (greinina sem slíka), á vegferð hvers fyrirtækis og loks á ástand hverrar byggðar sem reynir og vill stunda útgerð og vinnslu. Góð afkoma heildarinnar, eins og gjarnan er orðað, má ekki yfirskyggja efnahagsþrengingar samfélaga eða minni fyrirtækja, svo dæmi séu nefnd. Fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur fyrst mið af velferð samfélaga í ólíkum byggðum (stórum og smáum) verður að taka fram yfir kerfi sem snýst fyrst og fremst um hagkvæmni stakra og stórra fyrirtækja og samkeppnistöðuna utanlands. Í heimi þar sem matvælaframleiðsla verður sífellt stærri áskorun er Ísland í góðri stöðu. Það leyfir mikinn slaka á kröfum um samþjöppun í greininni. Löngu er kominn tími til gagngerra breytinga í sjávarútvegi, bæði hvað varðar auðlindanýtinguna sjálfa og afrakstur í þágu nærsamfélaga um allt land, þorra íbúa alls landsins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun