Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Haraldur Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 08:00 Fyrirtaka í máli Kjöríss gegn Emmessís verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Vísir/GVA Kjörís hefur stefnt Emmessís og vill staðfestingu héraðsdóms á lögbanni sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á framleiðsluvöru samkeppnisaðilans í lok nóvember. Forsvarsmenn Emmessís hafa lagt fram gagnstefnu og fara fram á bætur enda telja þeir að einkaleyfi ísframleiðandans í Hveragerði á vörumerkinu Toppís hafi runnið út. „Við fórum fram á lögbannsbeiðni í lok nóvember á vöru þeirra Toppís sem var samþykkt og þeir komu með nýtt nafn á ísinn sinn sem heitir nú Happís. Þeir hafa aftur á móti ekki viðurkennt að við eigum vörumerkið Toppís, og vilja fá nafnið afskráð hjá Einkaleyfastofu á þeirri forsendu að við höfum ekki notað vörumerkið nógu mikið. Við áttum okkur ekki á framgangi þeirra og höfum varið okkar vörumerki,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss.Emmessís kynnt í nóvember nýja vöru sem hét þá Toppís en var síðar breytt í Happís.Emmessís hóf í nóvember í fyrra sölu á ís í boxi undir heitinu Toppís. Forsvarsmenn Kjöríss fóru í kjölfarið fram á að nafninu yrði breytt og vísuðu til skráningar fyrirtækisins á vörumerkinu hjá Einkaleyfastofu árið 1996 og endurnýjun hennar tveimur áratugum síðar. Kjörís framleiðir vörur undir merkinu Lúxus toppís. „Við höfum notað þetta meira og minna alla tíð. Þeir hafa notað vörumerkið Toppur og eiga það skráð,“ segir Valdimar. Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Emmessís, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni vegna lögbannsins enda hafi sala og dreifing á vörunni verið hafin. „Við höfðum unnið með auglýsingastofu við að finna nafnið og hanna vörumerki. Okkur fannst það í takt við að við erum með vinsælasta toppinn á Íslandi, Hnetutopp, og annað af okkar slagorðum er „Emmessís toppurinn á ísnum“. Okkur láðist að athuga hjá Einkaleyfastofu hvort þetta væri skráð en höfðum ekki orðið vör við neinn Toppís á markaðnum og töldum því ekki að nafnið væri frátekið,“ segir Ragnar. „Við höfðum svo samband við lögfræðing sem benti okkur á að þegar þú hefur ekki notað vörumerki í fimm ár fellur einkaleyfið úr gildi. Síðan kom í ljós að þeir eru ekki að selja undir vörumerkinu Toppís heldur Lúxus toppís. Þar kemur nafnið fram en eingöngu sem lýsing en ekki vörumerki. Kjörís þurfti að leggja fram tryggingu í lögbanninu og síðar að stefna okkur til að fá hana til baka. Við erum fyrst og fremst að endurheimta eitthvað af því tjóni sem við urðum fyrir. Ef lögbannið dæmist ógilt þurfa þeir að borga okkur tjón sem við höfum orðið fyrir,“ segir Ragnar. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Kjörís hefur stefnt Emmessís og vill staðfestingu héraðsdóms á lögbanni sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á framleiðsluvöru samkeppnisaðilans í lok nóvember. Forsvarsmenn Emmessís hafa lagt fram gagnstefnu og fara fram á bætur enda telja þeir að einkaleyfi ísframleiðandans í Hveragerði á vörumerkinu Toppís hafi runnið út. „Við fórum fram á lögbannsbeiðni í lok nóvember á vöru þeirra Toppís sem var samþykkt og þeir komu með nýtt nafn á ísinn sinn sem heitir nú Happís. Þeir hafa aftur á móti ekki viðurkennt að við eigum vörumerkið Toppís, og vilja fá nafnið afskráð hjá Einkaleyfastofu á þeirri forsendu að við höfum ekki notað vörumerkið nógu mikið. Við áttum okkur ekki á framgangi þeirra og höfum varið okkar vörumerki,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss.Emmessís kynnt í nóvember nýja vöru sem hét þá Toppís en var síðar breytt í Happís.Emmessís hóf í nóvember í fyrra sölu á ís í boxi undir heitinu Toppís. Forsvarsmenn Kjöríss fóru í kjölfarið fram á að nafninu yrði breytt og vísuðu til skráningar fyrirtækisins á vörumerkinu hjá Einkaleyfastofu árið 1996 og endurnýjun hennar tveimur áratugum síðar. Kjörís framleiðir vörur undir merkinu Lúxus toppís. „Við höfum notað þetta meira og minna alla tíð. Þeir hafa notað vörumerkið Toppur og eiga það skráð,“ segir Valdimar. Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Emmessís, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni vegna lögbannsins enda hafi sala og dreifing á vörunni verið hafin. „Við höfðum unnið með auglýsingastofu við að finna nafnið og hanna vörumerki. Okkur fannst það í takt við að við erum með vinsælasta toppinn á Íslandi, Hnetutopp, og annað af okkar slagorðum er „Emmessís toppurinn á ísnum“. Okkur láðist að athuga hjá Einkaleyfastofu hvort þetta væri skráð en höfðum ekki orðið vör við neinn Toppís á markaðnum og töldum því ekki að nafnið væri frátekið,“ segir Ragnar. „Við höfðum svo samband við lögfræðing sem benti okkur á að þegar þú hefur ekki notað vörumerki í fimm ár fellur einkaleyfið úr gildi. Síðan kom í ljós að þeir eru ekki að selja undir vörumerkinu Toppís heldur Lúxus toppís. Þar kemur nafnið fram en eingöngu sem lýsing en ekki vörumerki. Kjörís þurfti að leggja fram tryggingu í lögbanninu og síðar að stefna okkur til að fá hana til baka. Við erum fyrst og fremst að endurheimta eitthvað af því tjóni sem við urðum fyrir. Ef lögbannið dæmist ógilt þurfa þeir að borga okkur tjón sem við höfum orðið fyrir,“ segir Ragnar.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira