Stjórnarformaður VÍS: Vanmátum gamla varðhundinn Hörður Ægisson skrifar 17. maí 2017 07:00 "Það sem er mikilvægast er að hvorki stjórnarmenn, hluthafar eða aðrir séu með afskipti af eignum VÍS, og enn síður að þeir séu að skipta sér af mínum fjárfestingum.“ Vísir/Anton Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og stjórnarformaður tryggingafélagsins VÍS, segir að átta prósenta hlutur sem hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, eiga í Kviku banka sé langtímafjárfesting og að þau hafi ekki uppi nein áform um að selja þá eign. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að sumir stórir einkafjárfestar í hluthafahópi VÍS hafi hvatt Svanhildi til að selja hlutinn í Kviku til að friður skapist um störf stjórnar VÍS en hæfi hennar sem stjórnarformanns hefur verið dregið í efa vegna hagsmunatengsla við bæði VÍS og Kviku. Tryggingafélagið er stærsti eigandi bankans með 25 prósenta hlut. „Það sem er mikilvægast í þessum efnum er að hvorki stjórnarmenn, hluthafar eða aðrir séu með afskipti af eignum VÍS, og enn síður að þeir séu að skipta sér af mínum eigin fjárfestingum,“ segir Svanhildur í viðtali við Markaðinn þar sem hún ræðir þær deilur sem staðið hafa yfir innan stjórnar og hluthafahóps VÍS. Hún hafnar ásökunum fyrrverandi stjórnarformanns VÍS og framkvæmdastjóra Gildis um óeðlilega stjórnarhætti og segir þær fremur hljóma eins og „tylliástæða“ og ekki byggja á neinum haldbærum rökum. Hjónin Svanhildur og Guðmundur hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á undanförnum árum og voru aðaleigendur olíufélagsins Skeljungs þegar það var selt með milljarðahagnaði í árslok 2013. Í kjölfarið fóru þau að beina sjónum sínum að VÍS og í dag eru þau á meðal stærstu hluthafa tryggingafélagsins með um átta prósenta eignarhlut.Fjárfestingafélag ykkar kemur fyrst inn í hluthafahóp VÍS haustið 2014 og í framhaldi að því farið þið að sækjast eftir áhrifum innan stjórnar félagsins. Af hverju ákváðuð þið að veðja á VÍS? „VÍS hafði verið kynnt fyrir okkur af fyrirtækjaráðgjöfum nokkurra fjármálafyrirtækja sem áhugaverður fjárfestingakostur þegar hlutur eignaumsýslufélagsins Klakka var settur í sölu. Einn þessarra ráðgjafa var með hóp áhugasamra kaupanda sem óskaði eftir því að í honum yrðu fjárfestar sem hefðu reynslu og þekkingu til að taka sæti í stjórn og vinnar þar að hagsmunum félagsins. Flestir á fjármálamarkaði voru sammála um að það væru augljós tækifæri sem lægju í rekstri VÍS en það vantaði kannski á þeim tímapunkti kjölfestuhóp eigenda sem kæmu inn í félagið með sterka framtíðarsýn um hvað þyrfti að gera til að ná árangri. Við, eins og fleiri fjárfestar, sáum því fljótt að í VÍS leyndist óslípaður demantur. Það er mikið virði í sögu og starfsemi félagsins, öflugur hópur starfsmanna og verðmætur viðskiptamannagrunnur. Við slógum því til og keyptum í VÍS ásamt hópi fjárfesta. Í kjölfarið fórum við og hittum tvo af stærri hluthöfum félagsins á þeim tíma þar sem við kynntum þeim þá hugmynd að við myndum gefa kost á okkur í stjórn. Þar birtist okkur í fyrsta skipti mismunur í viðhorfum til stjórnarstarfs fyrir félagið. Við vorum að bjóða fram krafta okkar til að starfa fyrir VÍS og í einfeldni okkar töldum við að víðtæk reynsla af umbreytingu fyrirtækja og stjórnunarstörf í fjármálageiranum væri eftirsótt og gæti nýst félaginu. Þessum hluthöfum fannst við hins vegar vera að hrifsa til okkar völd, á meðan við vildum einfaldlega tryggja góðan rekstur.“Skýrir það að einhverju leyti þann mikla óróa sem hefur einkennt stjórn og hluthafahóp VÍS síðustu misseri? Að sumir hluthafar líti svo á að þið séuð að „hrifsa til ykkar völd“ í krafti hlutfallslega lítils eignahlutar? „Margir einkafjárfestar hafa komið auga á tækifærin sem leynast í VÍS og þeim hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Eignarhlutur þeirra er orðinn óvenju hár miðað við mörg önnur félög og því er fullkomlega eðlilegt að kröfur til félagsins og stjórnarinnar hafi breyst. Við viljum einfaldlega að félagið nái góðum árangri og héldum við að það hlyti að vera markmið allra hluthafa, hvort sem þeir væru lífeyrissjóðir, fag- eða einkafjárfestar, að VÍS væri framsækið tryggingafélag sem starfsmenn, hluthafar og viðskiptavinir gætu verið stoltir af. Um það eru langflestir sammála, hvaðan sem þeir koma, en í aðdraganda breytinga á stjórninni vanmátum við öll gamla varðhundinn sem gætir valdahagsmuna á kostnað arðsemissjónarmiða “Eftirbátur sinna keppinauta á markaðiVið sjáum að gengi bréfa VÍS hefur hækkað mun minna síðustu misseri í samanburði við hin tryggingafélögin á markaði. Hefur þessi ósamheldni í stjórn og hluthafahóp félagsins skaðað félagið? „Núverandi stjórn félagsins er mjög samstíga og samstarfið er gott. Eftir að fyrrverandi stjórnarformaður, Herdís Dröfn Fjeldsted, gekk frá borði kom varamaður inn í stjórnina og það er mikill samhugur í þessum fimm manna hópi, enda hvílir sú ábyrgð á stjórnarmönnum að sinna þeim skyldum sem þeir voru kosnir til. Hitt er rétt, að VÍS hefur verið eftirbátur sinna keppinauta á markaði undanfarin ár en ástæðan er fyrst og fremst sú að afkoman hefur verið undir væntingum. Við viljum skila árangri og trúum því að markaðurinn muni meta hann með tíð og tíma. Í því samhengi trúi ég á mikilvægi þess að einkafjárfestir taki þátt í að móta stefnu félagsins en láti ekki óháðum stjórnarmönnum það eftir.“Afkoma VÍS af bæði vátrygginga- og fjárfestingastarfseminni hefur verið lakari en hjá TM og Sjóvá. Hvernig hyggst ný stjórn bæta afkomuna? „Tryggingarekstur einkennist almennt ekki af miklum breytingum en í dag erum við sjá fram á miklar tækniframfarir sem munu umbylta því hvernig tryggingafélög starfa gagnvart neytendum á næstu árum. Meiri sjálfvirknivæðing, verðlagning og samskipti í gegnum snjallsímatæki og eins upplýsingasöfnun um viðskiptavini í gegnum þessi sömu tæki er eitthvað sem þarf að eiga sér stað og þar er VÍS, ásamt kannski hinum íslensku tryggingafélögnum, ekki komið nægjanlega langt. Slík sjálfvirknivæðing á allri þjónustu, ef vel að henni er staðið, ætti þá að draga úr kostnaði en afkoma tryggingafélaganna af vátryggingastarfseminni hefur verið talsvert daprari en við sjáum til dæmis á hinum Norðurlöndunum þar sem samsetta hlutfall fyrirtækjanna er um 90 prósent. Hér hafa félögin verið nokkuð ánægð ef það er undir 100% og ekki er tap af tryggingarrekstrinum en oft hefur hlutfallið verið mun hærra. Þetta virðist vera eitthvað sem hefur með áhættumat á verðlagningu að gera sem við erum ekki að meta rétt gagnvart viðskiptavininum. Við erum enn í dag að meta alla eins en með þeim upplýsingum sem við getum fengið í gegnum snjalltækin er hægt að fara raða viðskiptavinum í ólíka áhættuflokka. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg í framtíð tryggingaþjónustu. Það sem er einnig áhyggjuefni í rekstri VÍS er hátt tjónahlutfall. Við verðum að greina nánar af hverju það er mun hærra hjá VÍS en hinum tryggingafélögunum á markaði, meðal annars hvort við séum með dýrari viðskiptavinahóp. Þá er það rétt að fjárfestingastarfsemin hefur ekki staðið undir væntingum og við þurfum að finna leiðir til að auka arðsemi af fjárfestingum félagsins.“VÍS hefur eignast 25 prósent í Kviku á árinu. Í lok síðasta árs keypti fjárfestingafélag Svanhildar 8 prósent í bankanum og fyrir skömmu tók eiginmaður hennar sæti í stjórn Kviku. VÍSIR/GVAKvika aðeins fjárfestingaeignVÍS hefur eignast um 25 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka. Mörgum finnst ósennilegt að félagið ætli sér að vera með jafn stóra eign í banka sem einungis hluta af áhættudreifingu í fjárfestingabók VÍS. Stendur til að kaupa stærri hlut í bankanum og að það verði samstarf milli þessara félaga? „Kaup VÍS í Kviku gerast í tíð fyrri stjórnar og það var undir forystu fyrrverandi stjórnarformanns og forstjóra sem tekin var ákvörðun um að fjárfesta í Kviku. Núverandi stjórn vill leggja áherslu á kjarnastarfsemi félagsins og hlúa að innviðunum sem endurspeglast meðal annars í ráðningu á nýjum forstjóra, Helga Bjarnasyni, sem hefur gríðarlega mikla þekkingu og reynslu á tryggingarekstri. Að vissu leyti er það áherslubreyting þar sem fyrri stjórn og sumir af stærstu hluthöfum félagsins vildu horfa til þess að útvíkka starfsemina. Kvika er í dag skilgreind sem fjárfestingaeign og hún verður það áfram. Það eru vitaskuld tækifæri fólgin í samstarfi Kviku og VÍS á sviði fjármála- og tryggingaþjónustu en á þessum tímapunkti er að mínu viti mikilvægast að koma félaginu sjálfu upp úr gömlum hjólförum, bæta reksturinn og vinna skipulega fyrir hluthafa félagsins.“En það er ekki aðeins VÍS sem á hlut í Kviku. Þú og eiginmaður þinn, sem situr í stjórn bankans, eigið átta prósent í Kviku. Er ekki augljós hætta á hagsmunaárekstri vegna þessara eignatengsla sem hefur áhrif á hæfi þitt sem stjórnarformaður? „Það gilda skýr lög og reglur um hagsmunatengsl í hlutafélögum sem ég hef fylgt í einu og öllu – og jafnvel gengið lengra en þörf krefur. Við höfum í gegnum tíðina verið að vinna í tveimur aðskildum eftirlitssskyldum félögum. Ég sé um fjárfestingu okkar í VÍS og hann um fjárfestingu okkar í Kviku. Við höfum skilið þarna á milli og kaup okkar í Kviku koma til áður en VÍS tekur ákvörðun um að fjárfesta í bankanum. Þegar það koma upp mál á borð stjórnar sem tengjast félögum sem ég hef fjárfest í, eins og í Kviku, þá vík ég af fundi. Það hefur einni sinni gerst eftir að ný stjórn tók til starfa og þá fól ég varaformanni stjórnar, Helgu Hlín Hákonardóttur, stjórn á þeim fundi.Fyrrverandi stjórnarformaður VÍS hefur sakað þig um óeðlilega stjórnarhætti og að þú hafir viljað að stjórn félagsins myndi hafa aukna aðkomu að einstökum fjárfestingum félagsins. „Þær ávirðingar eru rakalausar. Ég vil að félagið einbeiti sér að sinni kjarnastarfsemi og það er hlutverk stjórnarinnar að styðja við félagið og leggja stóru línurnar. Stjórn VÍS mun ekki skipta sér af einstökum fjárfestingum félagsins. Svo einfalt er það. Það kann að hafa verið raunin í tíð fyrri stjórnar, til dæmis með aðkomu fyrrverandi stjórnarformanns að kaupunum í Kviku. “En framkvæmdastjóri Gildi lífeyrissjóðs, sem var þangað til fyrir skemmstu einn af stærstu hluthöfum VÍS, hefur tekið í sama streng varðandi stjórnarhætti félagsins og sagt það ástæðu þess að sjóðurinn hefur minnkað verulega hlut sinn að undanförnu. „Forsvarsmenn þeirra sem hafa eða hyggjast selja hluti í félaginu hafa ekki sett sig í samband við okkur til að ræða þessi mál eða önnur sem tengjast félaginu. Vonandi verður breyting þar á svo hlutirnir skýrist og við þurfum auðvitað að huga vel að upplýsingamiðlun til okkar hagsmunaaðila. Hins vegar hafa allir rétt á því að kaupa og selja bréf í félaginu en mér finnst það hljóma eins og tylliástæða að vísa til ávirðinga um óeðlilega stjórnarhætti sem byggja ekki á haldbærum rökum eða gögnum. Í því samhengi er rétt að nefna að fyrrverandi stjórnarformaður sat engan fund í félaginu eftir að stjórn skipti með sér verkum eftir aðalfund í mars.“Hræðist ekki þessa umfjöllunHefur Fjármálaeftirlitið (FME) séð ástæðu til að skoða þessi eignatengsl sem eru á milli VÍS og Kviku og banka? „Við fengum fyrirspurn frá FME um fyrirætlanir okkar með þessa eign í Kviku en svörin okkar til eftirlitsins voru þau að þetta væri aðeins eign í fjárfestingabók, og að svo yrði áfram, og að við ætluðum að einbeita okkur að uppbyggingu tryggingarekstursins. Samstarf milli þessara félaga kemur til greina í framtíðinni en það er einhver tími þangað til slíkt getur orðið að veruleika.“Sumir stórir einkafjárfestar í hluthafahópi VÍS telja eignarhald ykkar hjónanna í Kviku sé óheppilegt og hafa komið þeirri skoðun sinni á framfæri við þig að það færi best á því að þið mynduð losa um hlutinn í bankanum til að friður skapist um störf stjórnar VÍS. Kemur til greina að selja hlut ykkar í Kviku? „Í stjórnum allra tryggingafélaga eru aðilar sem hafa fjárfest í félögum sem einnig er að finna í fjárfestingabókum tryggingafyrirtækjanna. Það er ekki óeðlilegt og nokkuð sem fylgir því að vera fjárfestir á markaði. Eins og áður sagði kom fjárfesting mín í Kviku banka til áður en fyrri stjórn VÍS, undir forystu Herdísar, ákvað að kaupa í Kviku og er því alls ótengd mér. Ég hef komið að fleiri fjárfestingum sem ég og yfirmaður eignastýringar VÍS virðast deila trú á, meðal annars í Icelandair og Högum. Það sem er mikilvægast í þessum efnum er að hvorki stjórnarmenn, hluthafar eða aðrir séu með afskipti af þessum eignum VÍS, og enn síður að þeir séu að skipta sér af mínum eigin fjárfestingum.“Sérðu fyrir þér að það komist á starfsfriður um störf stjórnar félagsins við þessar aðstæður? „Það var ljóst frá upphafi að það yrði ósætti við breytta verkaskiptingu stjórnar. Það sem við vissum ekki var hvaða mynd slíkt ósætti ætti eftir að taka á sig eins og við höfum orðið vitni á síðustu dögum og vikum. Ég hræðist ekki þessa umfjöllun eða rakalausar ásakanir. Ég trúði lengi vel á að maður ætti einungis að láta verkin tala og að það yrði á endanum ofan á. Mér var hins vegar nýlega bent á að það eru ekki verk sem tala, heldur fólk. Ég er mjög bjartsýn á framtíð VÍS og tel við séum komin langt á veg með að ýta úr vegi stærstu hindrunum. Ég hef mikla trú á starfsmönnum og stjórnendum VÍS og veit að þau stýra félaginu í gegnum þessa umfjöllun.“Kom framboð Herdísar á óvartKom þér á óvart þegar Herdís ákvað að segja sig úr stjórninni aðeins tveimur vikum eftir aðalfund? „Já, en hitt kom mér meira á óvart að hún hefði ákveðið að bjóða sig fram, ef formannssætið skipti svona miklu máli, því öllum mátti vera ljóst að við vildum sjá breytingar á stjórninni sem á endanum myndu skila betri afkomu félagsins. Það á enginn tilkall til formannsembættisins en það reyndi aldrei á samstarf okkar í stjórninni og því komu ávirðingarnar á óvart.“Afsögn Herdísar heldur áfram að draga dilk á eftir sér og í síðustu viku bárust fréttir af því að Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærsti hluthafi VÍS og sá sem hafði stutt Herdísi, hafi í hyggju að fylgja í fótspor Gildis og selja verulegan hluta af eign sinni í félaginu. Hlutabréfaverð VÍS, eins og fyrirsjáanlegt var, lækkaði mikið í kjölfarið. Er þetta ekki áhyggjuefni? „Gengi hlutabréfa sveiflast upp og niður en aðalatriðið er að línan sé upp á við til lengri tíma litið. Sjálf er ég langtímafjárfestir í félaginu og er sannfærð um að mínu fé sé þar vel varið. Þrátt fyrir lækkunina undanfarna daga er gengið talsvert hærra nú en það var fyrir aðalfundinn í mars. Hitt skal ósagt látið hvort það sé almennt skynsamlegt fyrir fjárfesta að láta fyrirætlanir sínar um að minnka eignarhlut í skráðu félagi spyrjast út því seljandi hlýtur alltaf að vilja hámarka verðið sem hann fær fyrir hlut sinn. Á hinn bóginn skapast kauptækifæri fyrir aðra, sérstaklega ef einhverjir hluthafar eru að selja bréfin á útsölu. Ég tel að það séu mikil tækifæri fólgin í félaginu og fagna öllum nýjum fjárfestum sem sjá þessi sömu tækifæri og við.“Ákvörðun lífeyrissjóðanna um að selja virðist vera gagnrýni á þig persónulega, ekki satt? „Það er erfitt fyrir mig að svara því en ef svo er þá vona ég að það sé vegna þess að fólk þekki mig ekki eða fyrir hvað ég stend. VÍS þarf á breytingum að halda. Hlutverk stjórnarinnar er skýrt – að tryggja góðan rekstur og hag hluthafa sem ég vil að fái sanngjarnan arð af sinni fjárfestingu. Við erum lögð af stað í þá átt og stjórnarmenn eru samstíga í sínum fyrirtætlunum eins og sást meðal annars í ráðningu á nýjum forstjóra sem einhugur var um í stjórninni og staðfestir áherslur stjórnarinnar á að hlúa að innviðum tryggingafélagsins. Við berum miklar væntingar til hans og munum styðja við hann með ráðum og dáð.“Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og stjórnarformaður tryggingafélagsins VÍS, segir að átta prósenta hlutur sem hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, eiga í Kviku banka sé langtímafjárfesting og að þau hafi ekki uppi nein áform um að selja þá eign. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að sumir stórir einkafjárfestar í hluthafahópi VÍS hafi hvatt Svanhildi til að selja hlutinn í Kviku til að friður skapist um störf stjórnar VÍS en hæfi hennar sem stjórnarformanns hefur verið dregið í efa vegna hagsmunatengsla við bæði VÍS og Kviku. Tryggingafélagið er stærsti eigandi bankans með 25 prósenta hlut. „Það sem er mikilvægast í þessum efnum er að hvorki stjórnarmenn, hluthafar eða aðrir séu með afskipti af eignum VÍS, og enn síður að þeir séu að skipta sér af mínum eigin fjárfestingum,“ segir Svanhildur í viðtali við Markaðinn þar sem hún ræðir þær deilur sem staðið hafa yfir innan stjórnar og hluthafahóps VÍS. Hún hafnar ásökunum fyrrverandi stjórnarformanns VÍS og framkvæmdastjóra Gildis um óeðlilega stjórnarhætti og segir þær fremur hljóma eins og „tylliástæða“ og ekki byggja á neinum haldbærum rökum. Hjónin Svanhildur og Guðmundur hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á undanförnum árum og voru aðaleigendur olíufélagsins Skeljungs þegar það var selt með milljarðahagnaði í árslok 2013. Í kjölfarið fóru þau að beina sjónum sínum að VÍS og í dag eru þau á meðal stærstu hluthafa tryggingafélagsins með um átta prósenta eignarhlut.Fjárfestingafélag ykkar kemur fyrst inn í hluthafahóp VÍS haustið 2014 og í framhaldi að því farið þið að sækjast eftir áhrifum innan stjórnar félagsins. Af hverju ákváðuð þið að veðja á VÍS? „VÍS hafði verið kynnt fyrir okkur af fyrirtækjaráðgjöfum nokkurra fjármálafyrirtækja sem áhugaverður fjárfestingakostur þegar hlutur eignaumsýslufélagsins Klakka var settur í sölu. Einn þessarra ráðgjafa var með hóp áhugasamra kaupanda sem óskaði eftir því að í honum yrðu fjárfestar sem hefðu reynslu og þekkingu til að taka sæti í stjórn og vinnar þar að hagsmunum félagsins. Flestir á fjármálamarkaði voru sammála um að það væru augljós tækifæri sem lægju í rekstri VÍS en það vantaði kannski á þeim tímapunkti kjölfestuhóp eigenda sem kæmu inn í félagið með sterka framtíðarsýn um hvað þyrfti að gera til að ná árangri. Við, eins og fleiri fjárfestar, sáum því fljótt að í VÍS leyndist óslípaður demantur. Það er mikið virði í sögu og starfsemi félagsins, öflugur hópur starfsmanna og verðmætur viðskiptamannagrunnur. Við slógum því til og keyptum í VÍS ásamt hópi fjárfesta. Í kjölfarið fórum við og hittum tvo af stærri hluthöfum félagsins á þeim tíma þar sem við kynntum þeim þá hugmynd að við myndum gefa kost á okkur í stjórn. Þar birtist okkur í fyrsta skipti mismunur í viðhorfum til stjórnarstarfs fyrir félagið. Við vorum að bjóða fram krafta okkar til að starfa fyrir VÍS og í einfeldni okkar töldum við að víðtæk reynsla af umbreytingu fyrirtækja og stjórnunarstörf í fjármálageiranum væri eftirsótt og gæti nýst félaginu. Þessum hluthöfum fannst við hins vegar vera að hrifsa til okkar völd, á meðan við vildum einfaldlega tryggja góðan rekstur.“Skýrir það að einhverju leyti þann mikla óróa sem hefur einkennt stjórn og hluthafahóp VÍS síðustu misseri? Að sumir hluthafar líti svo á að þið séuð að „hrifsa til ykkar völd“ í krafti hlutfallslega lítils eignahlutar? „Margir einkafjárfestar hafa komið auga á tækifærin sem leynast í VÍS og þeim hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Eignarhlutur þeirra er orðinn óvenju hár miðað við mörg önnur félög og því er fullkomlega eðlilegt að kröfur til félagsins og stjórnarinnar hafi breyst. Við viljum einfaldlega að félagið nái góðum árangri og héldum við að það hlyti að vera markmið allra hluthafa, hvort sem þeir væru lífeyrissjóðir, fag- eða einkafjárfestar, að VÍS væri framsækið tryggingafélag sem starfsmenn, hluthafar og viðskiptavinir gætu verið stoltir af. Um það eru langflestir sammála, hvaðan sem þeir koma, en í aðdraganda breytinga á stjórninni vanmátum við öll gamla varðhundinn sem gætir valdahagsmuna á kostnað arðsemissjónarmiða “Eftirbátur sinna keppinauta á markaðiVið sjáum að gengi bréfa VÍS hefur hækkað mun minna síðustu misseri í samanburði við hin tryggingafélögin á markaði. Hefur þessi ósamheldni í stjórn og hluthafahóp félagsins skaðað félagið? „Núverandi stjórn félagsins er mjög samstíga og samstarfið er gott. Eftir að fyrrverandi stjórnarformaður, Herdís Dröfn Fjeldsted, gekk frá borði kom varamaður inn í stjórnina og það er mikill samhugur í þessum fimm manna hópi, enda hvílir sú ábyrgð á stjórnarmönnum að sinna þeim skyldum sem þeir voru kosnir til. Hitt er rétt, að VÍS hefur verið eftirbátur sinna keppinauta á markaði undanfarin ár en ástæðan er fyrst og fremst sú að afkoman hefur verið undir væntingum. Við viljum skila árangri og trúum því að markaðurinn muni meta hann með tíð og tíma. Í því samhengi trúi ég á mikilvægi þess að einkafjárfestir taki þátt í að móta stefnu félagsins en láti ekki óháðum stjórnarmönnum það eftir.“Afkoma VÍS af bæði vátrygginga- og fjárfestingastarfseminni hefur verið lakari en hjá TM og Sjóvá. Hvernig hyggst ný stjórn bæta afkomuna? „Tryggingarekstur einkennist almennt ekki af miklum breytingum en í dag erum við sjá fram á miklar tækniframfarir sem munu umbylta því hvernig tryggingafélög starfa gagnvart neytendum á næstu árum. Meiri sjálfvirknivæðing, verðlagning og samskipti í gegnum snjallsímatæki og eins upplýsingasöfnun um viðskiptavini í gegnum þessi sömu tæki er eitthvað sem þarf að eiga sér stað og þar er VÍS, ásamt kannski hinum íslensku tryggingafélögnum, ekki komið nægjanlega langt. Slík sjálfvirknivæðing á allri þjónustu, ef vel að henni er staðið, ætti þá að draga úr kostnaði en afkoma tryggingafélaganna af vátryggingastarfseminni hefur verið talsvert daprari en við sjáum til dæmis á hinum Norðurlöndunum þar sem samsetta hlutfall fyrirtækjanna er um 90 prósent. Hér hafa félögin verið nokkuð ánægð ef það er undir 100% og ekki er tap af tryggingarrekstrinum en oft hefur hlutfallið verið mun hærra. Þetta virðist vera eitthvað sem hefur með áhættumat á verðlagningu að gera sem við erum ekki að meta rétt gagnvart viðskiptavininum. Við erum enn í dag að meta alla eins en með þeim upplýsingum sem við getum fengið í gegnum snjalltækin er hægt að fara raða viðskiptavinum í ólíka áhættuflokka. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg í framtíð tryggingaþjónustu. Það sem er einnig áhyggjuefni í rekstri VÍS er hátt tjónahlutfall. Við verðum að greina nánar af hverju það er mun hærra hjá VÍS en hinum tryggingafélögunum á markaði, meðal annars hvort við séum með dýrari viðskiptavinahóp. Þá er það rétt að fjárfestingastarfsemin hefur ekki staðið undir væntingum og við þurfum að finna leiðir til að auka arðsemi af fjárfestingum félagsins.“VÍS hefur eignast 25 prósent í Kviku á árinu. Í lok síðasta árs keypti fjárfestingafélag Svanhildar 8 prósent í bankanum og fyrir skömmu tók eiginmaður hennar sæti í stjórn Kviku. VÍSIR/GVAKvika aðeins fjárfestingaeignVÍS hefur eignast um 25 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka. Mörgum finnst ósennilegt að félagið ætli sér að vera með jafn stóra eign í banka sem einungis hluta af áhættudreifingu í fjárfestingabók VÍS. Stendur til að kaupa stærri hlut í bankanum og að það verði samstarf milli þessara félaga? „Kaup VÍS í Kviku gerast í tíð fyrri stjórnar og það var undir forystu fyrrverandi stjórnarformanns og forstjóra sem tekin var ákvörðun um að fjárfesta í Kviku. Núverandi stjórn vill leggja áherslu á kjarnastarfsemi félagsins og hlúa að innviðunum sem endurspeglast meðal annars í ráðningu á nýjum forstjóra, Helga Bjarnasyni, sem hefur gríðarlega mikla þekkingu og reynslu á tryggingarekstri. Að vissu leyti er það áherslubreyting þar sem fyrri stjórn og sumir af stærstu hluthöfum félagsins vildu horfa til þess að útvíkka starfsemina. Kvika er í dag skilgreind sem fjárfestingaeign og hún verður það áfram. Það eru vitaskuld tækifæri fólgin í samstarfi Kviku og VÍS á sviði fjármála- og tryggingaþjónustu en á þessum tímapunkti er að mínu viti mikilvægast að koma félaginu sjálfu upp úr gömlum hjólförum, bæta reksturinn og vinna skipulega fyrir hluthafa félagsins.“En það er ekki aðeins VÍS sem á hlut í Kviku. Þú og eiginmaður þinn, sem situr í stjórn bankans, eigið átta prósent í Kviku. Er ekki augljós hætta á hagsmunaárekstri vegna þessara eignatengsla sem hefur áhrif á hæfi þitt sem stjórnarformaður? „Það gilda skýr lög og reglur um hagsmunatengsl í hlutafélögum sem ég hef fylgt í einu og öllu – og jafnvel gengið lengra en þörf krefur. Við höfum í gegnum tíðina verið að vinna í tveimur aðskildum eftirlitssskyldum félögum. Ég sé um fjárfestingu okkar í VÍS og hann um fjárfestingu okkar í Kviku. Við höfum skilið þarna á milli og kaup okkar í Kviku koma til áður en VÍS tekur ákvörðun um að fjárfesta í bankanum. Þegar það koma upp mál á borð stjórnar sem tengjast félögum sem ég hef fjárfest í, eins og í Kviku, þá vík ég af fundi. Það hefur einni sinni gerst eftir að ný stjórn tók til starfa og þá fól ég varaformanni stjórnar, Helgu Hlín Hákonardóttur, stjórn á þeim fundi.Fyrrverandi stjórnarformaður VÍS hefur sakað þig um óeðlilega stjórnarhætti og að þú hafir viljað að stjórn félagsins myndi hafa aukna aðkomu að einstökum fjárfestingum félagsins. „Þær ávirðingar eru rakalausar. Ég vil að félagið einbeiti sér að sinni kjarnastarfsemi og það er hlutverk stjórnarinnar að styðja við félagið og leggja stóru línurnar. Stjórn VÍS mun ekki skipta sér af einstökum fjárfestingum félagsins. Svo einfalt er það. Það kann að hafa verið raunin í tíð fyrri stjórnar, til dæmis með aðkomu fyrrverandi stjórnarformanns að kaupunum í Kviku. “En framkvæmdastjóri Gildi lífeyrissjóðs, sem var þangað til fyrir skemmstu einn af stærstu hluthöfum VÍS, hefur tekið í sama streng varðandi stjórnarhætti félagsins og sagt það ástæðu þess að sjóðurinn hefur minnkað verulega hlut sinn að undanförnu. „Forsvarsmenn þeirra sem hafa eða hyggjast selja hluti í félaginu hafa ekki sett sig í samband við okkur til að ræða þessi mál eða önnur sem tengjast félaginu. Vonandi verður breyting þar á svo hlutirnir skýrist og við þurfum auðvitað að huga vel að upplýsingamiðlun til okkar hagsmunaaðila. Hins vegar hafa allir rétt á því að kaupa og selja bréf í félaginu en mér finnst það hljóma eins og tylliástæða að vísa til ávirðinga um óeðlilega stjórnarhætti sem byggja ekki á haldbærum rökum eða gögnum. Í því samhengi er rétt að nefna að fyrrverandi stjórnarformaður sat engan fund í félaginu eftir að stjórn skipti með sér verkum eftir aðalfund í mars.“Hræðist ekki þessa umfjöllunHefur Fjármálaeftirlitið (FME) séð ástæðu til að skoða þessi eignatengsl sem eru á milli VÍS og Kviku og banka? „Við fengum fyrirspurn frá FME um fyrirætlanir okkar með þessa eign í Kviku en svörin okkar til eftirlitsins voru þau að þetta væri aðeins eign í fjárfestingabók, og að svo yrði áfram, og að við ætluðum að einbeita okkur að uppbyggingu tryggingarekstursins. Samstarf milli þessara félaga kemur til greina í framtíðinni en það er einhver tími þangað til slíkt getur orðið að veruleika.“Sumir stórir einkafjárfestar í hluthafahópi VÍS telja eignarhald ykkar hjónanna í Kviku sé óheppilegt og hafa komið þeirri skoðun sinni á framfæri við þig að það færi best á því að þið mynduð losa um hlutinn í bankanum til að friður skapist um störf stjórnar VÍS. Kemur til greina að selja hlut ykkar í Kviku? „Í stjórnum allra tryggingafélaga eru aðilar sem hafa fjárfest í félögum sem einnig er að finna í fjárfestingabókum tryggingafyrirtækjanna. Það er ekki óeðlilegt og nokkuð sem fylgir því að vera fjárfestir á markaði. Eins og áður sagði kom fjárfesting mín í Kviku banka til áður en fyrri stjórn VÍS, undir forystu Herdísar, ákvað að kaupa í Kviku og er því alls ótengd mér. Ég hef komið að fleiri fjárfestingum sem ég og yfirmaður eignastýringar VÍS virðast deila trú á, meðal annars í Icelandair og Högum. Það sem er mikilvægast í þessum efnum er að hvorki stjórnarmenn, hluthafar eða aðrir séu með afskipti af þessum eignum VÍS, og enn síður að þeir séu að skipta sér af mínum eigin fjárfestingum.“Sérðu fyrir þér að það komist á starfsfriður um störf stjórnar félagsins við þessar aðstæður? „Það var ljóst frá upphafi að það yrði ósætti við breytta verkaskiptingu stjórnar. Það sem við vissum ekki var hvaða mynd slíkt ósætti ætti eftir að taka á sig eins og við höfum orðið vitni á síðustu dögum og vikum. Ég hræðist ekki þessa umfjöllun eða rakalausar ásakanir. Ég trúði lengi vel á að maður ætti einungis að láta verkin tala og að það yrði á endanum ofan á. Mér var hins vegar nýlega bent á að það eru ekki verk sem tala, heldur fólk. Ég er mjög bjartsýn á framtíð VÍS og tel við séum komin langt á veg með að ýta úr vegi stærstu hindrunum. Ég hef mikla trú á starfsmönnum og stjórnendum VÍS og veit að þau stýra félaginu í gegnum þessa umfjöllun.“Kom framboð Herdísar á óvartKom þér á óvart þegar Herdís ákvað að segja sig úr stjórninni aðeins tveimur vikum eftir aðalfund? „Já, en hitt kom mér meira á óvart að hún hefði ákveðið að bjóða sig fram, ef formannssætið skipti svona miklu máli, því öllum mátti vera ljóst að við vildum sjá breytingar á stjórninni sem á endanum myndu skila betri afkomu félagsins. Það á enginn tilkall til formannsembættisins en það reyndi aldrei á samstarf okkar í stjórninni og því komu ávirðingarnar á óvart.“Afsögn Herdísar heldur áfram að draga dilk á eftir sér og í síðustu viku bárust fréttir af því að Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærsti hluthafi VÍS og sá sem hafði stutt Herdísi, hafi í hyggju að fylgja í fótspor Gildis og selja verulegan hluta af eign sinni í félaginu. Hlutabréfaverð VÍS, eins og fyrirsjáanlegt var, lækkaði mikið í kjölfarið. Er þetta ekki áhyggjuefni? „Gengi hlutabréfa sveiflast upp og niður en aðalatriðið er að línan sé upp á við til lengri tíma litið. Sjálf er ég langtímafjárfestir í félaginu og er sannfærð um að mínu fé sé þar vel varið. Þrátt fyrir lækkunina undanfarna daga er gengið talsvert hærra nú en það var fyrir aðalfundinn í mars. Hitt skal ósagt látið hvort það sé almennt skynsamlegt fyrir fjárfesta að láta fyrirætlanir sínar um að minnka eignarhlut í skráðu félagi spyrjast út því seljandi hlýtur alltaf að vilja hámarka verðið sem hann fær fyrir hlut sinn. Á hinn bóginn skapast kauptækifæri fyrir aðra, sérstaklega ef einhverjir hluthafar eru að selja bréfin á útsölu. Ég tel að það séu mikil tækifæri fólgin í félaginu og fagna öllum nýjum fjárfestum sem sjá þessi sömu tækifæri og við.“Ákvörðun lífeyrissjóðanna um að selja virðist vera gagnrýni á þig persónulega, ekki satt? „Það er erfitt fyrir mig að svara því en ef svo er þá vona ég að það sé vegna þess að fólk þekki mig ekki eða fyrir hvað ég stend. VÍS þarf á breytingum að halda. Hlutverk stjórnarinnar er skýrt – að tryggja góðan rekstur og hag hluthafa sem ég vil að fái sanngjarnan arð af sinni fjárfestingu. Við erum lögð af stað í þá átt og stjórnarmenn eru samstíga í sínum fyrirtætlunum eins og sást meðal annars í ráðningu á nýjum forstjóra sem einhugur var um í stjórninni og staðfestir áherslur stjórnarinnar á að hlúa að innviðum tryggingafélagsins. Við berum miklar væntingar til hans og munum styðja við hann með ráðum og dáð.“Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira