Úlfur: Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa Smári Jökull Jónsson skrifar 16. maí 2017 21:48 Úlfur Blandon, þjálfari Valskvenna. vísir/eyþór „Ég var alveg klár í viðtöl og beið eftir því að vera tekinn í viðtal. Stundum er það þannig eins og í leikjunum á undan að þá fóru leikmenn í viðtöl. Ég gerði ráð fyrir því þeir væru að fara að taka leikmenn í viðtöl og þetta var ekki viljaverk af minni hálfu. Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari Vals í viðtali við Vísi þegar hann var spurður út í gagnrýnina sem hann fékk eftir að hafa ekki mætt í viðtöl eftir tapið gegn Breiðablik á dögunum. Valskonur töpuðu þriðja leik sínum á tímabilinu í kvöld þegar þær biðu lægri hlut gegn Stjörnunni á heimavelli. Lokatölur urðu 3-1 og Valsliðið, sem spáð var Íslandsmeistaratitli fyrir tímabilið, er nú 9 stigum á eftir Þór/KA sem situr í toppsæti deildarinnar. „Fyrst og fremst er ég svekktur að tapa, það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Mér fannst við vera að reyna allan leikinn að reyna að koma okkur inn í leikinn og jöfnum í 1-1. Síðan töpum við stöðunni einn á móti einum inni í markteig og þær skora gott mark og svo fáum við annað mark í andlitið. Þetta er þungt,“ bætti Úlfur við en Stjarnan komst yfir strax á 4.mínútu leiksins í kvöld. "Þær skoruðu þrjú mörk og við skoruðum eitt. Ég hefði viljað skora fleiri mörk. Mér fannst við allavega vera að reyna allan leikinn og ég ætla ekkert að taka neitt af leikmönnunum fyrir það.“ Valsliðið varð fyrir mörgum áföllum fyrir mót og missti meðal annars þrjá leikmenn í meiðsli eftir krossbandaslit. Málfríður Erna Sigurðardóttir var færð úr vörninni og upp á miðjuna í leiknum í dag en með því vildi Úlfur fá miðjuspilið í gang. „Við erum búin að vera í veseni inni á miðjunni. Málfríður er góður skallamaður og við höfum verið að tapa skallaeinvígjum inni á miðjunni. Við þurftum að þétta raðirnar og reyna að spila okkur í gegnum þennan leik en það tókst ekki í dag.“ Valur hefur mætt þremur af þeim liðum sem gert var ráð fyrir að myndu berjast með þeim á toppnum og beðið lægri hlut gegn þeim öllum, fyrst gegn Þór/KA, siðan Breiðablik og nú Stjörnunni. „Prógrammið sem við fengum í byrjun móts er búið að vera gríðarlega erfitt. Við eigum eftir að spila við öll þessi lið aftur síðar í mótinu og við þurfum að ná vopnum okkar. Ég hef sagt þá áður að við erum að spila á útlendingum sem komu rétt fyrir mót og á ungum leikmönnum sem komu líka rétt fyrir mót. Við erum enn að púsla saman okkar liði,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari kvennaliðs Vals að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
„Ég var alveg klár í viðtöl og beið eftir því að vera tekinn í viðtal. Stundum er það þannig eins og í leikjunum á undan að þá fóru leikmenn í viðtöl. Ég gerði ráð fyrir því þeir væru að fara að taka leikmenn í viðtöl og þetta var ekki viljaverk af minni hálfu. Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari Vals í viðtali við Vísi þegar hann var spurður út í gagnrýnina sem hann fékk eftir að hafa ekki mætt í viðtöl eftir tapið gegn Breiðablik á dögunum. Valskonur töpuðu þriðja leik sínum á tímabilinu í kvöld þegar þær biðu lægri hlut gegn Stjörnunni á heimavelli. Lokatölur urðu 3-1 og Valsliðið, sem spáð var Íslandsmeistaratitli fyrir tímabilið, er nú 9 stigum á eftir Þór/KA sem situr í toppsæti deildarinnar. „Fyrst og fremst er ég svekktur að tapa, það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Mér fannst við vera að reyna allan leikinn að reyna að koma okkur inn í leikinn og jöfnum í 1-1. Síðan töpum við stöðunni einn á móti einum inni í markteig og þær skora gott mark og svo fáum við annað mark í andlitið. Þetta er þungt,“ bætti Úlfur við en Stjarnan komst yfir strax á 4.mínútu leiksins í kvöld. "Þær skoruðu þrjú mörk og við skoruðum eitt. Ég hefði viljað skora fleiri mörk. Mér fannst við allavega vera að reyna allan leikinn og ég ætla ekkert að taka neitt af leikmönnunum fyrir það.“ Valsliðið varð fyrir mörgum áföllum fyrir mót og missti meðal annars þrjá leikmenn í meiðsli eftir krossbandaslit. Málfríður Erna Sigurðardóttir var færð úr vörninni og upp á miðjuna í leiknum í dag en með því vildi Úlfur fá miðjuspilið í gang. „Við erum búin að vera í veseni inni á miðjunni. Málfríður er góður skallamaður og við höfum verið að tapa skallaeinvígjum inni á miðjunni. Við þurftum að þétta raðirnar og reyna að spila okkur í gegnum þennan leik en það tókst ekki í dag.“ Valur hefur mætt þremur af þeim liðum sem gert var ráð fyrir að myndu berjast með þeim á toppnum og beðið lægri hlut gegn þeim öllum, fyrst gegn Þór/KA, siðan Breiðablik og nú Stjörnunni. „Prógrammið sem við fengum í byrjun móts er búið að vera gríðarlega erfitt. Við eigum eftir að spila við öll þessi lið aftur síðar í mótinu og við þurfum að ná vopnum okkar. Ég hef sagt þá áður að við erum að spila á útlendingum sem komu rétt fyrir mót og á ungum leikmönnum sem komu líka rétt fyrir mót. Við erum enn að púsla saman okkar liði,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari kvennaliðs Vals að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15
Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37