Kvöddu Ólaf forviða eftir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ Haraldur Guðmundsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Ólafur Ólafsson Vísir/Eyþór „Hvers vegna ertu að senda okkur þetta,“ spurði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, forviða á fundi nefndarinnar síðdegis í gær og beindi orðum sínum til athafnamannsins Ólafs Ólafssonar. Jón vísaði þar í gögn sem Ólafur sendi nefndinni á þriðjudag og áttu að hrekja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis um að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003 hefði einungis verið til málamynda og Ólafur þar leikið lykilhlutverk. Ólafur óskaði eftir að fá að mæta fyrir nefndina og tjá sig um aðkomu sína að einkavæðingu bankans og niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að hann hafi blekkt ríkið, almenning og fjölmiðla. Ólafur fullyrti á fundinum, og í ávarpi sem hann birti fyrir hádegi í gær, að Hauck & Aufhäuser hefði í raun keypt í bankanum. Líkt og í ávarpinu gerði hann mikið úr þeirri fullyrðingu sinni að ályktun rannsóknarnefndarinnar, um að þátttaka erlends fjárfestis hefði verið forsenda í kaupunum á Búnaðarbankanum, væri röng. Jón Steindór tók síðan til máls og fullyrti að gögnin sem Ólafur sendi nefndinni, og áttu að réttlæta það að hann fékk fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefðu öll með fáeinum undantekningum farið inn á borð rannsóknarnefndarinnar. „Ég skal viðurkenna það að ég átti satt að segja von á nýjum gögnum sem myndu varpa einhverju öðru eða skýrara ljósi á atburðarásina,“ sagði Jón Steindór. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sat fundinn í gær í fjarveru Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vilhjálmur fullyrti fyrst árið 2005 að þýski bankinn hefði aldrei í raun verið hluthafi í Búnaðarbankanum. Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Þar mátti finna fréttatilkynningu frá janúar 2003 þar sem kaupendur á hlutnum í Búnaðarbankanum fögnuðu aðkomu þýska bankans. „Hér í þessum skjölum eru blekkingar,“ fullyrti Vilhjálmur. „Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði í kjölfarið hvort Ólafur gæti í „hjartans einlægni“ svarað því hvort um blekkingu hafi verið að ræða. Hvort hann hefði átt frumkvæði að baksamningum sem Rannsóknarnefnd Alþingis greindi frá og tryggðu Hauck & Aufhäuser þóknanatekjur upp á eina milljón evra og fullt skaðleysi. Þótti nefndarmönnum það einkennileg viðskipti að þýski bankinn hefði ekki notið fjárhagslegs ávinnings fyrir utan þóknunina. Svaraði Ólafur því að þeir sem hefðu tekið mesta áhættu í kaupunum á Búnaðarbankanum hefðu borið mest úr býtum. „Þetta var hvorki lygi né blekking,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Þegar rúmlega klukkustund var liðin spurði Ólafur hversu lengi fundurinn ætti að standa. Voru þá nokkrir þingmenn eftir á mælendaskrá en fundinum lauk um hálftíma síðar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafði þá ítrekað að Rannsóknarnefnd Alþingis nyti fulls trausts nefndarinnar og nokkrir aðrir nefndarmenn kvartað yfir ófullnægjandi svörum af hálfu Ólafs. Nokkrir höfðu á orði við fréttamenn að ætlunarverkið, að hrekja niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar, hefði ekki tekist. Vilhjálmur Bjarnason gekk fyrstur út og endurtók að mestu það sem hann hafði áður kallað yfir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
„Hvers vegna ertu að senda okkur þetta,“ spurði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, forviða á fundi nefndarinnar síðdegis í gær og beindi orðum sínum til athafnamannsins Ólafs Ólafssonar. Jón vísaði þar í gögn sem Ólafur sendi nefndinni á þriðjudag og áttu að hrekja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis um að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003 hefði einungis verið til málamynda og Ólafur þar leikið lykilhlutverk. Ólafur óskaði eftir að fá að mæta fyrir nefndina og tjá sig um aðkomu sína að einkavæðingu bankans og niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að hann hafi blekkt ríkið, almenning og fjölmiðla. Ólafur fullyrti á fundinum, og í ávarpi sem hann birti fyrir hádegi í gær, að Hauck & Aufhäuser hefði í raun keypt í bankanum. Líkt og í ávarpinu gerði hann mikið úr þeirri fullyrðingu sinni að ályktun rannsóknarnefndarinnar, um að þátttaka erlends fjárfestis hefði verið forsenda í kaupunum á Búnaðarbankanum, væri röng. Jón Steindór tók síðan til máls og fullyrti að gögnin sem Ólafur sendi nefndinni, og áttu að réttlæta það að hann fékk fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefðu öll með fáeinum undantekningum farið inn á borð rannsóknarnefndarinnar. „Ég skal viðurkenna það að ég átti satt að segja von á nýjum gögnum sem myndu varpa einhverju öðru eða skýrara ljósi á atburðarásina,“ sagði Jón Steindór. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sat fundinn í gær í fjarveru Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vilhjálmur fullyrti fyrst árið 2005 að þýski bankinn hefði aldrei í raun verið hluthafi í Búnaðarbankanum. Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Þar mátti finna fréttatilkynningu frá janúar 2003 þar sem kaupendur á hlutnum í Búnaðarbankanum fögnuðu aðkomu þýska bankans. „Hér í þessum skjölum eru blekkingar,“ fullyrti Vilhjálmur. „Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði í kjölfarið hvort Ólafur gæti í „hjartans einlægni“ svarað því hvort um blekkingu hafi verið að ræða. Hvort hann hefði átt frumkvæði að baksamningum sem Rannsóknarnefnd Alþingis greindi frá og tryggðu Hauck & Aufhäuser þóknanatekjur upp á eina milljón evra og fullt skaðleysi. Þótti nefndarmönnum það einkennileg viðskipti að þýski bankinn hefði ekki notið fjárhagslegs ávinnings fyrir utan þóknunina. Svaraði Ólafur því að þeir sem hefðu tekið mesta áhættu í kaupunum á Búnaðarbankanum hefðu borið mest úr býtum. „Þetta var hvorki lygi né blekking,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Þegar rúmlega klukkustund var liðin spurði Ólafur hversu lengi fundurinn ætti að standa. Voru þá nokkrir þingmenn eftir á mælendaskrá en fundinum lauk um hálftíma síðar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafði þá ítrekað að Rannsóknarnefnd Alþingis nyti fulls trausts nefndarinnar og nokkrir aðrir nefndarmenn kvartað yfir ófullnægjandi svörum af hálfu Ólafs. Nokkrir höfðu á orði við fréttamenn að ætlunarverkið, að hrekja niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar, hefði ekki tekist. Vilhjálmur Bjarnason gekk fyrstur út og endurtók að mestu það sem hann hafði áður kallað yfir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira