Húsnæðismarkaðurinn: Leitin að öryggistilfinningu leiðir til óhóflegrar skuldsetningar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 16:07 Una Jónsdóttir hagfræðingur. Vísir Aðeins 45 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi, samanborið við 91 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála og var kynnt í dag. ÞEtta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Könnunin bendir til þess að fólk upplifi ekki húsnæðisöryggi fyrr en það hefur tök á því að eignast eigið húsnæði. Þetta getur leitt til þess að fólk fari í óhóflega skuldsetningu, sem er sérstaklega óskynsamlegt núna þegar eftirspurnin eftir fasteignum er mun meiri en framboðið og verðið er hátt. Fólk er drifið áfram af öryggistilfinningunni sem það vill öðlast,“ sagði Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs þar sem könnunin var kynnt. Í tilkynningunni kemur fram að sautján prósent þjóðarinnar eru á leigumarkaði í dag en 70 prósent í eigin húsnæði. Þeim sem búa í eigin húsnæði hefur fækkað um tæp 10 prósent á einum áratug því í nóvember 2006 voru rúm 77 prósent Íslendinga í eigin húsnæði og 12 prósent á leigumarkaði. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærra hjá nágrannaþjóðunum. Una sagði að færra fólk sem tók þátt í könnuninni telji öruggt að það verði á leigumarkaði næst þegar það skiptir um húsnæði. Eins og staðan er í dag vilji nánast allir kaupa vegna þess hve ótraustur leigumarkaðurinn er. „Fólk virðist ekki vilja vera á leigumarkaði en það er þar samt sem áður. Það passar við það sem einnig kemur í könnuninni, að fólk telur framboð húsnæðis til leigu sem henti því og fjölskyldunni vera lítið og að það sé óhagstætt að leigja.“ Í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs kemur fram að laun hækkuðu á landsvísu um fimm prósent á síðastliðnum ári samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði leiguverðsvísitala um 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli hækkaði um 23 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að leigjendur geti síður safnað. 41 prósent þeirra sem eru á leigumarkaði ná að safna talsverðu eða svolitlu af sparifé, 33 prósent ná endum saman með naumindum en 26 prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. 66 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði geta safnað talsverðu eða svolitlu sparifé, 26 prósent ná endum saman með naumindum og átta prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Aðeins 45 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi, samanborið við 91 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála og var kynnt í dag. ÞEtta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Könnunin bendir til þess að fólk upplifi ekki húsnæðisöryggi fyrr en það hefur tök á því að eignast eigið húsnæði. Þetta getur leitt til þess að fólk fari í óhóflega skuldsetningu, sem er sérstaklega óskynsamlegt núna þegar eftirspurnin eftir fasteignum er mun meiri en framboðið og verðið er hátt. Fólk er drifið áfram af öryggistilfinningunni sem það vill öðlast,“ sagði Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs þar sem könnunin var kynnt. Í tilkynningunni kemur fram að sautján prósent þjóðarinnar eru á leigumarkaði í dag en 70 prósent í eigin húsnæði. Þeim sem búa í eigin húsnæði hefur fækkað um tæp 10 prósent á einum áratug því í nóvember 2006 voru rúm 77 prósent Íslendinga í eigin húsnæði og 12 prósent á leigumarkaði. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærra hjá nágrannaþjóðunum. Una sagði að færra fólk sem tók þátt í könnuninni telji öruggt að það verði á leigumarkaði næst þegar það skiptir um húsnæði. Eins og staðan er í dag vilji nánast allir kaupa vegna þess hve ótraustur leigumarkaðurinn er. „Fólk virðist ekki vilja vera á leigumarkaði en það er þar samt sem áður. Það passar við það sem einnig kemur í könnuninni, að fólk telur framboð húsnæðis til leigu sem henti því og fjölskyldunni vera lítið og að það sé óhagstætt að leigja.“ Í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs kemur fram að laun hækkuðu á landsvísu um fimm prósent á síðastliðnum ári samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði leiguverðsvísitala um 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli hækkaði um 23 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að leigjendur geti síður safnað. 41 prósent þeirra sem eru á leigumarkaði ná að safna talsverðu eða svolitlu af sparifé, 33 prósent ná endum saman með naumindum en 26 prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. 66 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði geta safnað talsverðu eða svolitlu sparifé, 26 prósent ná endum saman með naumindum og átta prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira