Milos: Breiðablik er spennandi félag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2017 20:06 Milos var í tæpan áratug hjá Víkingi. vísir/ernir „Það er leiðinleg niðurstaða að fara frá félagi sem maður hefur verið hjá í níu og hálft ár. En svona er fótboltinn og þetta starf. Einhvern tímann þurfa leiðir að skilja þótt þetta hafi ekki verið besti tíminn,“ sagði Milos Milojevic í samtali við Vísi.Milos hætti óvænt sem þjálfari Víkings í dag. Í fréttatilkynningu sem Víkingur sendi frá sér segir að ástæða starfslokanna hafi verið skoðanaágreiningur sem reyndist óyfirstíganlegur. „Ég er mikill prinsippmaður og vil að allir vinni sína vinnu og í sínum vinnuramma. Ef það gengur ekki upp er ég tilbúinn í einhverja svona fimleika,“ sagði Milos. En í hverju fólst þessi ágreiningur nákvæmlega? „Þegar ég var fyrst ráðinn aðstoðarþjálfari með Óla Þórðar var ákveðin stefna sem ég vann eftir. Ég er svo kröfuharður við sjálfan mig og alla hina. Þetta er flott félag en allir í þjálfarateyminu eiga að vita sína vinnu og hvernig þeir eiga að hegða sér í leikjum og gagnvart dómurum og öllum,“ sagði Milos. „Ef það er ekki þannig er ég ekki sáttur. Ef stjórnin er ekki tilbúin að taka á málum þarf ég því miður að hætta. Þetta voru margir litlir hlutir sem mér leist ekki alveg á.“ Milos var lengi hjá Víkingi, bæði sem leikmaður og síðan þjálfari. Hann tók við sem aðalþjálfari um mitt sumar 2015 og undir hans stjórn endaði Víkingur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Víkingar fengu 32 stig sem er það mesta liðið hefur fengið í 12 liða deild. „Ég er mjög stoltur af því sem ég gerði hjá Víkingi. Ég var yngri flokka þjálfari, yfirþjálfari, afreksþjálfari, aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari. Það var fleira jákvætt en neikvætt og við tókum skrefið og festum Víking í efstu deild,“ sagði Milos. Hann vill halda áfram að þjálfa og segist opinn fyrir öllu, bæði hér á landi sem og erlendis. „Ég er opinn fyrir öllu. En öll liðin eru með þjálfara fyrir utan okkur og Blika og þeir eru í góðum höndum hjá sínu þjálfarateymi. Ég er ekki maður sem sækist eftir starfi en ef einhver hringir í mig er ég opinn. Ég er þjálfari og stefni að því vera þjálfari, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Það kemur í ljós,“ sagði Milos. Hann hefur m.a. verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Breiðabliki sem rak Arnar Grétarsson í síðustu viku. En hefur Milos áhuga á að taka við Blikum? „Að því að ég er mjög hreinskilinn maður og er ekkert að ljúga þegar ég segi að þetta er spennandi félag. En ég hef ekki heyrt í þeim eða talað við þá,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
„Það er leiðinleg niðurstaða að fara frá félagi sem maður hefur verið hjá í níu og hálft ár. En svona er fótboltinn og þetta starf. Einhvern tímann þurfa leiðir að skilja þótt þetta hafi ekki verið besti tíminn,“ sagði Milos Milojevic í samtali við Vísi.Milos hætti óvænt sem þjálfari Víkings í dag. Í fréttatilkynningu sem Víkingur sendi frá sér segir að ástæða starfslokanna hafi verið skoðanaágreiningur sem reyndist óyfirstíganlegur. „Ég er mikill prinsippmaður og vil að allir vinni sína vinnu og í sínum vinnuramma. Ef það gengur ekki upp er ég tilbúinn í einhverja svona fimleika,“ sagði Milos. En í hverju fólst þessi ágreiningur nákvæmlega? „Þegar ég var fyrst ráðinn aðstoðarþjálfari með Óla Þórðar var ákveðin stefna sem ég vann eftir. Ég er svo kröfuharður við sjálfan mig og alla hina. Þetta er flott félag en allir í þjálfarateyminu eiga að vita sína vinnu og hvernig þeir eiga að hegða sér í leikjum og gagnvart dómurum og öllum,“ sagði Milos. „Ef það er ekki þannig er ég ekki sáttur. Ef stjórnin er ekki tilbúin að taka á málum þarf ég því miður að hætta. Þetta voru margir litlir hlutir sem mér leist ekki alveg á.“ Milos var lengi hjá Víkingi, bæði sem leikmaður og síðan þjálfari. Hann tók við sem aðalþjálfari um mitt sumar 2015 og undir hans stjórn endaði Víkingur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Víkingar fengu 32 stig sem er það mesta liðið hefur fengið í 12 liða deild. „Ég er mjög stoltur af því sem ég gerði hjá Víkingi. Ég var yngri flokka þjálfari, yfirþjálfari, afreksþjálfari, aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari. Það var fleira jákvætt en neikvætt og við tókum skrefið og festum Víking í efstu deild,“ sagði Milos. Hann vill halda áfram að þjálfa og segist opinn fyrir öllu, bæði hér á landi sem og erlendis. „Ég er opinn fyrir öllu. En öll liðin eru með þjálfara fyrir utan okkur og Blika og þeir eru í góðum höndum hjá sínu þjálfarateymi. Ég er ekki maður sem sækist eftir starfi en ef einhver hringir í mig er ég opinn. Ég er þjálfari og stefni að því vera þjálfari, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Það kemur í ljós,“ sagði Milos. Hann hefur m.a. verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Breiðabliki sem rak Arnar Grétarsson í síðustu viku. En hefur Milos áhuga á að taka við Blikum? „Að því að ég er mjög hreinskilinn maður og er ekkert að ljúga þegar ég segi að þetta er spennandi félag. En ég hef ekki heyrt í þeim eða talað við þá,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn