Draymond Green vill alls ekki vera líkt við Charles Barkley Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2017 22:30 Draymond Green fagnar. Vísir/Getty Draymond Green er óhræddur við að láta allt flakka, hvort sem það er við samherja, mótherja, áhorfendur eða blaðamenn. Hann mótmælir því hinsvegar harðlega þegar honum er líkt við Sir Charles Barkley. Draymond Green var með 13,8 stig, 9,5 fráköst, 7,5 stoðsendingar og 4,3 varin skot að meðaltali í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar Golden State Warrioirs liðið sló út Portland Trail Blazers 4-0. Green þykir líklegur til að vera kosinn besti varnarmaður ársins í NBA-deildinni en þar koma samt fleiri öflugir varnarmenn til greina. Í aðdraganda fyrsta leik Golden State og Utah Jazz í undanúrslitum Vesturdeildarinnar var Green spurður hvort hann væri nútímaútgáfan af Sir Charles Barkley. ESPN segir frá. „Alls ekki. Ég er nútíma Draymond Green,“ svaraði Draymond Green og bætti auk þess við nokkrum blótsyrðum til að leggja áherslu á hneykslun sína. Það þó er engin tilviljun að menn fara bera saman þessa tvo kraftframherja og það ætti svo sem ekki að vera slæmt fyrir Draymond Green að vera líkt við Charles Barkley sem er í Heiðurshöllinni. „Chuck sagði ykkur öllum á sínum tíma að hann væri engin fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd mín. Ég var alinn upp í Saginaw í Michigan-fylki og þar er ruslatal hluti af körfuboltanum. Þannig var ég alinn upp og ég þurfti á engum áhrifum að halda frá Charles Barkley,“ sagði Green. „Mary Babers ól mig upp. Í Babers-fjölskyldunni þá segir þú alltaf þína skoðun. Þetta hefur ekkert með Chuck að gera,“ sagði Green. „Ég var enginn Charles Barkley aðdáandi þegar ég var að alast upp með fullri virðingu fyrir honum enda var hann frábær leikmaður. Þegar ég var eldri þá horfði ég hinsvegar á leiki með honum því ég vissi að hann var lítill fyrir sína stöðu og ég vildi sjá hvernig hann leysti það. Ég reyndi að bæta því við minn leik en hann hafði engin áhrif á minn leikstíl,“ sagði Green. NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Draymond Green er óhræddur við að láta allt flakka, hvort sem það er við samherja, mótherja, áhorfendur eða blaðamenn. Hann mótmælir því hinsvegar harðlega þegar honum er líkt við Sir Charles Barkley. Draymond Green var með 13,8 stig, 9,5 fráköst, 7,5 stoðsendingar og 4,3 varin skot að meðaltali í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar Golden State Warrioirs liðið sló út Portland Trail Blazers 4-0. Green þykir líklegur til að vera kosinn besti varnarmaður ársins í NBA-deildinni en þar koma samt fleiri öflugir varnarmenn til greina. Í aðdraganda fyrsta leik Golden State og Utah Jazz í undanúrslitum Vesturdeildarinnar var Green spurður hvort hann væri nútímaútgáfan af Sir Charles Barkley. ESPN segir frá. „Alls ekki. Ég er nútíma Draymond Green,“ svaraði Draymond Green og bætti auk þess við nokkrum blótsyrðum til að leggja áherslu á hneykslun sína. Það þó er engin tilviljun að menn fara bera saman þessa tvo kraftframherja og það ætti svo sem ekki að vera slæmt fyrir Draymond Green að vera líkt við Charles Barkley sem er í Heiðurshöllinni. „Chuck sagði ykkur öllum á sínum tíma að hann væri engin fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd mín. Ég var alinn upp í Saginaw í Michigan-fylki og þar er ruslatal hluti af körfuboltanum. Þannig var ég alinn upp og ég þurfti á engum áhrifum að halda frá Charles Barkley,“ sagði Green. „Mary Babers ól mig upp. Í Babers-fjölskyldunni þá segir þú alltaf þína skoðun. Þetta hefur ekkert með Chuck að gera,“ sagði Green. „Ég var enginn Charles Barkley aðdáandi þegar ég var að alast upp með fullri virðingu fyrir honum enda var hann frábær leikmaður. Þegar ég var eldri þá horfði ég hinsvegar á leiki með honum því ég vissi að hann var lítill fyrir sína stöðu og ég vildi sjá hvernig hann leysti það. Ég reyndi að bæta því við minn leik en hann hafði engin áhrif á minn leikstíl,“ sagði Green.
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira