Milos: Finnst þetta sanngjarn sigur Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2017 21:50 Milos Milojevic er þjálfari Víkinga. vísir/anton Milos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum í kvöld. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínúturnar fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira
Milos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum í kvöld. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínúturnar fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30