Í þessu skemmtilega myndbandi spyr hann Albert Brynjar Ingason hvers vegna hann sé ekki jafngóður og afi sinn og faðir í fótbolta og segist hafa heyrt að Ásgeir Börkur Ásgeirsson hafi ekki fengið vinnu hjá Domino´s því sendingarnar mega ekki klikka.
Hann kemst að því að Fylkir hefur aldrei orðið Íslandmeistari og neyðir Kristinn Tómasson til að rifja upp þegar þyrlan fór frá Akranesi með bikarinn í vesturbæinn þegar Fylkismenn misstu af titlinum í lokaumferðinni.
Helgi Sigurðsson og Tómas Ingi Tómasson eru einnig grillaðir sem og Ragna Lóa Stefánsdóttir en þetta bráðskemmtilega myndband má sjá hér að neðan.