KR er lélegasta lið fyrstu umferðar undanfarin fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2017 14:30 Gærkvöldið var erfitt fyrir KR-inga. Vísir/Stefán Uppskera KR-inga í fyrstu umferð Íslandsmótsins undanfarin fjögur sumur er svo léleg að öll önnur lið deildarinnar hafa gert betur en Vesturbæjarliðið í opnunarumferð Íslandsmótsins frá 2014. Alls hafa átta félög verið með á síðustu fjórum tímabilum í Pepsi-deildinni og hin sjö liðin hafa öll fengið fleiri stig en KR í fyrsta leik Íslandsmótsins. KR-ingar hafa byrjað á heimavelli undanfarin fjögur tímabil en það hefur ekki hjálpað liðinu mikið í stigasöfnuninni. KR hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu umferð undanfarin fjögur ár af þeim tólf sem hafa verið í boði. Þetta gerir aðeins átta prósent stiga í boði og markatala KR-liðsins í þessum fjórum leikjum er -4 (3-7). Þrjú félög, FH, Stjarnan og Fjölnir, hafa fengið níu stigum meira en KR-liðið þessi fjögur ár. Stjarnan og Fjölnir töpuðu reyndar stigum í fyrstu umferðinni í ár en FH-liðið vann sinn fyrsta leik þriðja árið í röð. KR komst í 1-0 strax á 9. mínútu leiksins og var yfir í rúmar 50 mínútur. Víkingar skoruðu hins vegar tvö mörk eftir klukkutíma leik og tryggðu sér sigurinn. Fyrir tveimur árum var KR einnig 1-0 yfir í hálfleik í fyrstu umferðinni en varð að sætta sig við 3-1 tap gegn FH eftir að Hafnarfjarðarliðið skoraði þrjú mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. KR vann síðast fyrsta leik sinn á Íslandsmóti sumarið 2013 þegar liðið vann Stjörnuna 2-1 á KR-vellinum en það sumar vann KR einmitt síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins.Stig félaga í 1. umferð frá 2014 til 2017(Lið sem hafa verið með öll fjögur tímabilin) FH 10 stig Stjarnan 10 stig Fjölnir 10 stig Víkingur R. 7 stig Valur 6 stig ÍBv 5 stig Breiðablik 2 stig KR 1 stigLeikir KR í 1. umferð frá 2014 til 2017 2014: 1-2 tap fyrir Val 2015: 1-3 tap fyrir FH 2016: 0-0 jafntefli við Víking R. 2017: 1-2 tap fyrir Víkingi R. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Óskar Hrafn Þorvaldsson vill meina að bestu leikmenn Breiðabliks bæti sig ekkert á milli ára. 2. maí 2017 11:45 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Uppskera KR-inga í fyrstu umferð Íslandsmótsins undanfarin fjögur sumur er svo léleg að öll önnur lið deildarinnar hafa gert betur en Vesturbæjarliðið í opnunarumferð Íslandsmótsins frá 2014. Alls hafa átta félög verið með á síðustu fjórum tímabilum í Pepsi-deildinni og hin sjö liðin hafa öll fengið fleiri stig en KR í fyrsta leik Íslandsmótsins. KR-ingar hafa byrjað á heimavelli undanfarin fjögur tímabil en það hefur ekki hjálpað liðinu mikið í stigasöfnuninni. KR hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu umferð undanfarin fjögur ár af þeim tólf sem hafa verið í boði. Þetta gerir aðeins átta prósent stiga í boði og markatala KR-liðsins í þessum fjórum leikjum er -4 (3-7). Þrjú félög, FH, Stjarnan og Fjölnir, hafa fengið níu stigum meira en KR-liðið þessi fjögur ár. Stjarnan og Fjölnir töpuðu reyndar stigum í fyrstu umferðinni í ár en FH-liðið vann sinn fyrsta leik þriðja árið í röð. KR komst í 1-0 strax á 9. mínútu leiksins og var yfir í rúmar 50 mínútur. Víkingar skoruðu hins vegar tvö mörk eftir klukkutíma leik og tryggðu sér sigurinn. Fyrir tveimur árum var KR einnig 1-0 yfir í hálfleik í fyrstu umferðinni en varð að sætta sig við 3-1 tap gegn FH eftir að Hafnarfjarðarliðið skoraði þrjú mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. KR vann síðast fyrsta leik sinn á Íslandsmóti sumarið 2013 þegar liðið vann Stjörnuna 2-1 á KR-vellinum en það sumar vann KR einmitt síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins.Stig félaga í 1. umferð frá 2014 til 2017(Lið sem hafa verið með öll fjögur tímabilin) FH 10 stig Stjarnan 10 stig Fjölnir 10 stig Víkingur R. 7 stig Valur 6 stig ÍBv 5 stig Breiðablik 2 stig KR 1 stigLeikir KR í 1. umferð frá 2014 til 2017 2014: 1-2 tap fyrir Val 2015: 1-3 tap fyrir FH 2016: 0-0 jafntefli við Víking R. 2017: 1-2 tap fyrir Víkingi R.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Óskar Hrafn Þorvaldsson vill meina að bestu leikmenn Breiðabliks bæti sig ekkert á milli ára. 2. maí 2017 11:45 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30
Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30
Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15
Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Óskar Hrafn Þorvaldsson vill meina að bestu leikmenn Breiðabliks bæti sig ekkert á milli ára. 2. maí 2017 11:45
Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn