Umbætur Magnús Guðmundsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Skoðanakannanir eru ekki kosningar sama hversu nærri þær eru því að varpa fram raunsærri mynd af skoðunum fólks, stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnir. Í eðlilegu stjórnmálalegu árferði fá kjósendur að hafa áhrif á aðeins fjögurra ára fresti og fjögur ár eru langur tími í nútíma stjórnmálum. Langur tími í hröðu og tæknivæddu samfélagi samtímans. Þessi staðreynd eykur mikilvægi skoðanakannana fyrir stjórnmálamenn sem fá fyrir tilstilli þeirra skýra mynd af því hvort kjósendur eru ánægðir með störf þeirra og stefnur á kjörtímabilinu. En vilji stjórnmálamanna hlýtur eðli lýðræðisins samkvæmt að vera að starfa í sátt við kjósendur sína, hlusta á raddir þeirra, hugmyndir og væntingar. Þetta gengur hins vegar sjaldan neitt sérstaklega vel. Þegar stjórnmálaflokkar eru komnir til valda þá virðist vera unnið án tillits til skoðana kjósenda fram undir næstu kosningar þegar hlaðið er í nýjan loforðaflaum. Þetta er auðvitað afleitt og gengur í raun þvert á þá hugsun að viðkomandi stjórnmálamenn séu fulltrúar þjóðarinnar.Stjórnmálamenn sem vilja að sönnu starfa í umboði og sátt við kjósendur sína hljóta því að leggja við hlustir þegar fólkið sem kom þeim til valda styður þá ekki lengur. Nýjasta dæmið er að finna í nýrri skoðanakönnum á vegum MMR. Þar kemur fram að meira en helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndi ekki kjósa flokkinn í dag. BF var í kosningunum lítill flokkur sem náði að rífa fylgi sitt upp í 7,2 prósent á landsvísu, líkast til með andstöðu við búvörusamningana, en nýtur nú aðeins fylgis 3,2 prósenta kjósenda sem er meira en helmingshrun. Fylgi sem væri ekki einu sinni nálægt því að koma manni á þing. Í þessu eru fólgin skýr skilaboð frá kjósendum Bjartrar framtíðar til ráðherra og þingmanna flokksins hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Kjósendur flokksins greiddu honum atkvæði í síðustu kosningum og það var gert á ákveðnum forsendum út frá þeim málefnum og áherslum sem flokkurinn lagði upp með. Að flokkurinn hafi hins vegar ekki getað haldið sig á þeirri braut innan núverandi ríkisstjórnarsamstarfs er því líklegasta skýringin á þessu mikla fylgishruni flokksins. Óneitanlega var flokkurinn í senn í erfiðri og lykilstöðu eftir kosningarnar en það er engin afsökun fyrir því að bregðast þeim sem þó lögðust á sveif með flokknum. Björt framtíð skuldar því kjósendum sínum, ríflega helmingi þeirra að minnsta kosti, skýringar á þeim áherslum sem flokkurinn hefur starfað eftir innan ríkisstjórnarinnar. Þar eru heilbrigðismálin ofarlega enda virðist ríkisstjórnin, með Óttar Proppé í fararbroddi í heilbrigðismálum, ætla að starfa þvert á vilja þjóðarinnar og væntanlega þá einnig kjósenda flokksins. Það er þessi fjárans vilji þjóðarinnar sem virðist einmitt flækjast á stundum fyrir stjórnmálamönnum og flokkum sem virðast oftar en ekki hafa meiri áhuga á vilja hagsmunaaðila. Þessu þurfa stjórnmálin að breyta og þar geta einmitt skoðanakannanir reynst afar gagnlegar í kjölfar upplýstrar umræðu sem er forsenda umbóta í nútíma stjórnmálum. Var það ekki annars á stefnuskrá Bjartrar framtíðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir eru ekki kosningar sama hversu nærri þær eru því að varpa fram raunsærri mynd af skoðunum fólks, stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnir. Í eðlilegu stjórnmálalegu árferði fá kjósendur að hafa áhrif á aðeins fjögurra ára fresti og fjögur ár eru langur tími í nútíma stjórnmálum. Langur tími í hröðu og tæknivæddu samfélagi samtímans. Þessi staðreynd eykur mikilvægi skoðanakannana fyrir stjórnmálamenn sem fá fyrir tilstilli þeirra skýra mynd af því hvort kjósendur eru ánægðir með störf þeirra og stefnur á kjörtímabilinu. En vilji stjórnmálamanna hlýtur eðli lýðræðisins samkvæmt að vera að starfa í sátt við kjósendur sína, hlusta á raddir þeirra, hugmyndir og væntingar. Þetta gengur hins vegar sjaldan neitt sérstaklega vel. Þegar stjórnmálaflokkar eru komnir til valda þá virðist vera unnið án tillits til skoðana kjósenda fram undir næstu kosningar þegar hlaðið er í nýjan loforðaflaum. Þetta er auðvitað afleitt og gengur í raun þvert á þá hugsun að viðkomandi stjórnmálamenn séu fulltrúar þjóðarinnar.Stjórnmálamenn sem vilja að sönnu starfa í umboði og sátt við kjósendur sína hljóta því að leggja við hlustir þegar fólkið sem kom þeim til valda styður þá ekki lengur. Nýjasta dæmið er að finna í nýrri skoðanakönnum á vegum MMR. Þar kemur fram að meira en helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndi ekki kjósa flokkinn í dag. BF var í kosningunum lítill flokkur sem náði að rífa fylgi sitt upp í 7,2 prósent á landsvísu, líkast til með andstöðu við búvörusamningana, en nýtur nú aðeins fylgis 3,2 prósenta kjósenda sem er meira en helmingshrun. Fylgi sem væri ekki einu sinni nálægt því að koma manni á þing. Í þessu eru fólgin skýr skilaboð frá kjósendum Bjartrar framtíðar til ráðherra og þingmanna flokksins hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Kjósendur flokksins greiddu honum atkvæði í síðustu kosningum og það var gert á ákveðnum forsendum út frá þeim málefnum og áherslum sem flokkurinn lagði upp með. Að flokkurinn hafi hins vegar ekki getað haldið sig á þeirri braut innan núverandi ríkisstjórnarsamstarfs er því líklegasta skýringin á þessu mikla fylgishruni flokksins. Óneitanlega var flokkurinn í senn í erfiðri og lykilstöðu eftir kosningarnar en það er engin afsökun fyrir því að bregðast þeim sem þó lögðust á sveif með flokknum. Björt framtíð skuldar því kjósendum sínum, ríflega helmingi þeirra að minnsta kosti, skýringar á þeim áherslum sem flokkurinn hefur starfað eftir innan ríkisstjórnarinnar. Þar eru heilbrigðismálin ofarlega enda virðist ríkisstjórnin, með Óttar Proppé í fararbroddi í heilbrigðismálum, ætla að starfa þvert á vilja þjóðarinnar og væntanlega þá einnig kjósenda flokksins. Það er þessi fjárans vilji þjóðarinnar sem virðist einmitt flækjast á stundum fyrir stjórnmálamönnum og flokkum sem virðast oftar en ekki hafa meiri áhuga á vilja hagsmunaaðila. Þessu þurfa stjórnmálin að breyta og þar geta einmitt skoðanakannanir reynst afar gagnlegar í kjölfar upplýstrar umræðu sem er forsenda umbóta í nútíma stjórnmálum. Var það ekki annars á stefnuskrá Bjartrar framtíðar?
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun