Aðeins í einni af sextán viðureignum 32 liða úrslitanna í ár mætast lið úr Pepsi-deildinni en Pepsi-deildarliðin komu öll inn í keppnina á þessu stigi.
Bikarmeistarar tveggja síðustu ára í Val hefja titilvörn sína í Ólafsvík en Hlíðarendapiltar drógust á móti Víkingi Ólafsvík eða liðinu sem Valur vann í 1. umferð Pepsi-deildar karla á dögunum. Þetta er líka eina viðureignin milli liða úr Pepsi-deildinni.
Íslandsmeistarar FH mæta 2. deildarliði Sindra frá Höfn í Hornafirði. FH er í hópi með fjórum öðrum Pepsi-deildarliðum sem mæta liðum neðar en Inkasso-deildin. Stjarnan mætir 3. deildarliði Þróttar úr Bogum, Fjölnir heimsækir 2. deildarliði Magna, ÍBV fær 4. deildarlið KH í heimsókn og Grindavík mætir 2. deildarliði Völsungs frá Húsavík.
Tvö af sigursælustu félögum bikarkeppninnar, ÍA (9 bikartitlar) og Fram (8 bikartitlar), mætast upp á Skaga en Framarar eru í 1. deildinni í sumar.
Leikirnir í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla 2017:
Magni (C-deild) - Fjölnir (A)
FH (A) - Sindri (C)
KA (A) - ÍR (B)
Selfoss (B) - Kári (D)
Leiknir R. (B) - Þróttur R. (B)
ÍBV (A) - KH (E)
Fylkir (B) - Breiðablik (A)
Haukar (B) - Víkingur R. (A)
Víkingur Ó. (A) - Valur (A)
Grindavík (A) - Völsungur (C)
ÍA (A) - Fram (B)
Leiknir F. (B) - KR (A)
Berserkir (D) - Grótta (B)
Þróttur V. (D) - Stjarnan (A)
Árborg (E) - Víðir (C)
Þór Ak. (B) - Ægir (D)