Mayweather birti mynd af sér með Los Angeles Lakers-goðsögninni Magic Johnson á Instagram og skrifaði við hana að það væri kominn tími fyrir hann að festa kaup á liði í NBA.
Maywaether er reglulegur gestur á leikjum Los Angeles Clippers í Staples Center en liðið er í eigu Steves Ballmer, fyrrum framkvæmdastjóra Microsoft.
Mayweather veit greinilega eitthvað um körfubolta en á dögunum birti hann mynd af sér með meira en 300.000 dollara í reiðufé sem hann fékk fyrir að veðja á Isiah Thomas og Boston Celtics í úrslitakeppninni sem nú stendur yfir.
Mayweather lagði hanskana á hilluna árið 2015 eftir frábæran feril. Mayweather vann alla 49 bardaga sína á ferlinum.
Undanfarin misseri hefur verið talað um lítið annað en möguleikann á bardaga Mayweathers og Conors McGregor. Enn hefur ekkert verið staðfest með bardagann.