Jón Arnór leggur landsliðsskóna á hilluna í Helsinki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2017 14:15 Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var í dag útnefndur besti leikmaður Domino´s-deildar karla í körfubolta þegar körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði. Jón Arnór var meiddur framan af vetri en byrjaði eftir áramót og var mjög góður. Hann var svo enn betri í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að KR stóð uppi sem meistari fjórða árið í röð. „Ég hélt að nú menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Það kom mér mjög á óvart að fá þessi verðlaun ef ég á að vera hreinskilinn. En við unnum titilinn og þá kannski skilur maður þetta aðeins.“ Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR þegar hann kom heim síðasta sumar. Hann stefnir að því að klára þann samning og spila með uppeldisfélaginu í Domino´s-deildinni næsta vetur.„Það fer nú styttast í annan endann eins og ég hef margoft sagt. Það verður mjög erfitt að stíga frá þessu og hætta að spila körfubolta og hætta að mæta inn í klefa að keppast. Þetta gefur mér það mikið að ég sé ekki fyrir mér að hætta þessu en auðvitað kemur sá tími. Það er bara spurning um hvenær það gerist,“ sagði Jón Arnór sem er þó ekki kominn í sumarfrí. Íslenska landsliðið á nefnilega fyrir höndum risastórt verkefni á EM í Helsinki í september en þetta er annað skiptið í röð sem strákarnir okkar keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu. Evrópumótið verður að öllum líkindum svanasöngur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu. „Ég einbeiti mér núna helst að því að komast í landsliðið fyrir verkefnið í sumar. Ég ætla að njóta þess alveg í botn að spila með landsliðinu því þetta verður mitt síðasta sumar með landsliðinu,“ sagði Jón Arnór. „Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að þetta verði endalokin nema þeir nái að plata mig út í einhverja vitleysu. En maður þarf líka að komast í liðið. Það eru margir farnir að banka upp á og kominn tími á eldri mennina að stíga til hliðar. Maður þarf að finna réttu stundina fyrir það.“ „Ég myndi halda að þetta verði mitt síðasta ár með landsliðinu. Það er á stærsta sviðinu, í Helsinki á lokamóti EM. Það er mjög góð stund til að leggja landsliðsskóna á hilluna. Ég mun hugsa þetta samt aðeins meira í sumar og sjá svo til,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00 Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var í dag útnefndur besti leikmaður Domino´s-deildar karla í körfubolta þegar körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði. Jón Arnór var meiddur framan af vetri en byrjaði eftir áramót og var mjög góður. Hann var svo enn betri í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að KR stóð uppi sem meistari fjórða árið í röð. „Ég hélt að nú menn þyrftu að spila allt tímabilið til að vinna svona titil en þetta eru kannski verðlaun fyrir KR-liðið og hvernig við stóðum okkur í ár. Það þarf einhver að taka við þessum verðlaunum,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Það kom mér mjög á óvart að fá þessi verðlaun ef ég á að vera hreinskilinn. En við unnum titilinn og þá kannski skilur maður þetta aðeins.“ Jón Arnór gerði tveggja ára samning við KR þegar hann kom heim síðasta sumar. Hann stefnir að því að klára þann samning og spila með uppeldisfélaginu í Domino´s-deildinni næsta vetur.„Það fer nú styttast í annan endann eins og ég hef margoft sagt. Það verður mjög erfitt að stíga frá þessu og hætta að spila körfubolta og hætta að mæta inn í klefa að keppast. Þetta gefur mér það mikið að ég sé ekki fyrir mér að hætta þessu en auðvitað kemur sá tími. Það er bara spurning um hvenær það gerist,“ sagði Jón Arnór sem er þó ekki kominn í sumarfrí. Íslenska landsliðið á nefnilega fyrir höndum risastórt verkefni á EM í Helsinki í september en þetta er annað skiptið í röð sem strákarnir okkar keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu. Evrópumótið verður að öllum líkindum svanasöngur Jóns Arnórs með íslenska landsliðinu. „Ég einbeiti mér núna helst að því að komast í landsliðið fyrir verkefnið í sumar. Ég ætla að njóta þess alveg í botn að spila með landsliðinu því þetta verður mitt síðasta sumar með landsliðinu,“ sagði Jón Arnór. „Ég myndi segja að það séu miklar líkur á að þetta verði endalokin nema þeir nái að plata mig út í einhverja vitleysu. En maður þarf líka að komast í liðið. Það eru margir farnir að banka upp á og kominn tími á eldri mennina að stíga til hliðar. Maður þarf að finna réttu stundina fyrir það.“ „Ég myndi halda að þetta verði mitt síðasta ár með landsliðinu. Það er á stærsta sviðinu, í Helsinki á lokamóti EM. Það er mjög góð stund til að leggja landsliðsskóna á hilluna. Ég mun hugsa þetta samt aðeins meira í sumar og sjá svo til,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00 Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Jóhann Þór Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson bestu þjálfararnir í uppgjöri Domino´s-deildarinnar. 5. maí 2017 13:00
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum