Fær fullar bætur eftir að hafa slasast við að stíga inn í bifreið á ferð á Höfðabakkabrú Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2017 19:56 Bifreiðin hafði drepið á sér á rauðu ljósi og þurfti að ýta henni í gang. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýverið Vátryggingafélag Íslands hf. og Ihaga ehf. til að bera óskipt fulla bótaskyldu gagnvart karlmanni sem slasaðist varanlega þegar hann, ásamt félaga sínum, ýtti bíl á Höfðabakkabrúnni í Reykjavík. Maðurinn hafði farið fram á að tryggingafélag bílsins, VÍS, greiddi honum bætur vegna slyssins en VÍS hafnaði bótaskyldu og taldi að maðurinn hefði fyrirgert bótarétti sínum þar sem hann reyndi að komast inn í bifreiðina á ferð eftir að hafa ýtt henni af stað. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi háttsemi mannsins ekki slíkt frávik frá eðlilegri háttsemi að til greina kæmi að láta hann bera tjón sitt sjálfur. Atvikið átti sér stað þann 20. maí í fyrra en þá var hann að störfum ásamt félaga sínum fyrir Ihaga ehf. Maðurinn sat í farþegasæti bifreiðarinnar sem drap á sér á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú. Maðurinn fór út úr bifreiðinni og ýtti á hurðarkarm til að koma bifreiðinni á hreyfingu. Af aðstæðum á vettvangi mátti sjá að nokkuð átak hefur þurft þar sem ýta þurfti bifreiðinni lítillega upp á móti fyrsta metrann frá stöðvunarlínu en eftir það liggur akbrautin lítillega undan fæti. Í beygjunni fór bifreiðin í gang en í kjölfar þess reyndi maðurinn að stíga inn í bifreiðina en hrasar og dettur niður á vinstra hné. Gat maðurinn ekki staðið eftir óhappið og var fluttur af vettvangi í sjúkrabifreið. Hann þurfti að undirgangast skurðaðgerð eftir slysið og vera í gipsi í átta vikur. Hann þurfti einnig að gangast undir sjúkraþjálfun yfir árs tímabil en í skýrslu sjúkraþjálfara kom fram að hreyfiskerðing mannsins hefði verið mikil í upphafi en hann hafi þó náð miklum framförum. Hann hefði ekki náð fullri hreyfigetu en ætti möguleika á því að bæta færni sína. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þessa háttsemi mannsins að stíga upp í bifreið á ferð, vera hættulega og fjarri því æskileg. Var það mat dómsins að háttsemin yrði ekki réttlætt með vísan til aðstæðna á slysstað, á fjölförnum gatnamótum, þó að fallist væri á það að umræddar aðstæður gerðu hegðunina skiljanlegri. Var það þó ekki metið manninum í óhag og því Vátryggingafélag Íslands og Ihagar ehf. dæmd til að bera óskipta fulla bótaskyldu gagnvart manninum. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýverið Vátryggingafélag Íslands hf. og Ihaga ehf. til að bera óskipt fulla bótaskyldu gagnvart karlmanni sem slasaðist varanlega þegar hann, ásamt félaga sínum, ýtti bíl á Höfðabakkabrúnni í Reykjavík. Maðurinn hafði farið fram á að tryggingafélag bílsins, VÍS, greiddi honum bætur vegna slyssins en VÍS hafnaði bótaskyldu og taldi að maðurinn hefði fyrirgert bótarétti sínum þar sem hann reyndi að komast inn í bifreiðina á ferð eftir að hafa ýtt henni af stað. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi háttsemi mannsins ekki slíkt frávik frá eðlilegri háttsemi að til greina kæmi að láta hann bera tjón sitt sjálfur. Atvikið átti sér stað þann 20. maí í fyrra en þá var hann að störfum ásamt félaga sínum fyrir Ihaga ehf. Maðurinn sat í farþegasæti bifreiðarinnar sem drap á sér á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú. Maðurinn fór út úr bifreiðinni og ýtti á hurðarkarm til að koma bifreiðinni á hreyfingu. Af aðstæðum á vettvangi mátti sjá að nokkuð átak hefur þurft þar sem ýta þurfti bifreiðinni lítillega upp á móti fyrsta metrann frá stöðvunarlínu en eftir það liggur akbrautin lítillega undan fæti. Í beygjunni fór bifreiðin í gang en í kjölfar þess reyndi maðurinn að stíga inn í bifreiðina en hrasar og dettur niður á vinstra hné. Gat maðurinn ekki staðið eftir óhappið og var fluttur af vettvangi í sjúkrabifreið. Hann þurfti að undirgangast skurðaðgerð eftir slysið og vera í gipsi í átta vikur. Hann þurfti einnig að gangast undir sjúkraþjálfun yfir árs tímabil en í skýrslu sjúkraþjálfara kom fram að hreyfiskerðing mannsins hefði verið mikil í upphafi en hann hafi þó náð miklum framförum. Hann hefði ekki náð fullri hreyfigetu en ætti möguleika á því að bæta færni sína. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þessa háttsemi mannsins að stíga upp í bifreið á ferð, vera hættulega og fjarri því æskileg. Var það mat dómsins að háttsemin yrði ekki réttlætt með vísan til aðstæðna á slysstað, á fjölförnum gatnamótum, þó að fallist væri á það að umræddar aðstæður gerðu hegðunina skiljanlegri. Var það þó ekki metið manninum í óhag og því Vátryggingafélag Íslands og Ihagar ehf. dæmd til að bera óskipta fulla bótaskyldu gagnvart manninum.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira