Rísandi sól kínverskra snjallsíma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Kona virðir fyrir sér F1 Plus síma frá Oppo á snjallsímahátíð í Barcelona. Nordicphotos/AFP Kínverskir snjallsímaframleiðendur hafa sótt í sig veðrið undanfarið. Í nýrri rannsókn frá Counterpoint Research kemur fram að sala á snjallsímum kínverska fyrirtækisins Oppo hafi aukist um 81 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil árið 2016. Þá seldi vivo 60 prósent fleiri síma og sala á Huawei-snjallsímum jókst um fjórðung. Þessi mikli uppgangur hefur bitnað á sölu stærstu snjallsímaframleiðenda heims. Seldu Apple og Samsung til að mynda mun færri snjallsíma í Kína á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. 15 prósenta hnignun var hjá Apple og öllu meiri hjá Samsung, alls sextíu prósent. Þýðir þetta að snjallsímamarkaðurinn í Kína er talsvert frábrugðinn því sem við höfum vanist á Íslandi. Í stað þess að framleiðendur á borð við Apple, Samsung, Google og LG sláist um markaðinn eru þrír kínverskir snjallsímaframleiðendur með samtals rúmlega 54 prósenta markaðshlutdeild.Alls voru 19,7 prósent seldra snjallsíma á fyrsta ársfjórðungi frá Huawei, samanborið við 16,4 prósent í fyrra. 17,5 prósent frá Oppo en 10,1 prósent í fyrra og 17,1 prósent frá vivo, 11,2 prósent í fyrra. Til samanburðar var markaðshlutdeild Apple 12,3 prósent en er 10,1 prósent. Samsung var með 8,6 prósenta markaðshlutdeild en hún féll í 3,3 prósent. En Kínverjar beina sjónum sínum ekki einungis að samlöndum sínum heldur herja þeir einnig á Indlandsmarkað. Samtals búa nærri 2,7 milljarðar í ríkjunum tveimur og því gríðarlega stórir markaðir. Í þremur af efstu fimm sætunum yfir markaðshlutdeild á snjallsímamarkaði í Indlandi má finna þrjá kínverska framleiðendur. Xiaomi, Oppo og vivo. Þá raða Kínverjar sér í þrjú af efstu fimm sætunum á heimsvísu. Símar Samsung hafa 22,8 prósenta markaðhlutdeild á heimsvísu og Apple 14,9 prósent og hafa því þessir risar yfirburðastöðu. Hins vegar hefur Huawei 9,8 prósenta markaðshlutdeild, Oppo 7,4 prósent og vivo 5,2 prósent. Samtals 22,4 prósent sem er litlu minna en Samsung. Kínverskir símar eru búnir til úr álíka öflugu innvolsi og símar Apple og Samsung en eru þrátt fyrir það í flestum tilfellum ódýrari. Því hafa þeir einnig vakið áhuga utan Indlands og Kína. Hafa ber þó í huga að innfluttir símar eru ekki allir með móttökurum sem geta tekið á móti 4G merkjum úr íslenskum sendum. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Hvernig snjallsíma á ég að kaupa mér? Fréttablaðið rýndi í fjölda snjallsíma til þess að hjálpa til við valið. Litið er til þátta eins og verðs, skjástærðar og framleiðanda. 16. mars 2017 07:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnu-eiginmann eða vinnu-eiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kínverskir snjallsímaframleiðendur hafa sótt í sig veðrið undanfarið. Í nýrri rannsókn frá Counterpoint Research kemur fram að sala á snjallsímum kínverska fyrirtækisins Oppo hafi aukist um 81 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil árið 2016. Þá seldi vivo 60 prósent fleiri síma og sala á Huawei-snjallsímum jókst um fjórðung. Þessi mikli uppgangur hefur bitnað á sölu stærstu snjallsímaframleiðenda heims. Seldu Apple og Samsung til að mynda mun færri snjallsíma í Kína á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. 15 prósenta hnignun var hjá Apple og öllu meiri hjá Samsung, alls sextíu prósent. Þýðir þetta að snjallsímamarkaðurinn í Kína er talsvert frábrugðinn því sem við höfum vanist á Íslandi. Í stað þess að framleiðendur á borð við Apple, Samsung, Google og LG sláist um markaðinn eru þrír kínverskir snjallsímaframleiðendur með samtals rúmlega 54 prósenta markaðshlutdeild.Alls voru 19,7 prósent seldra snjallsíma á fyrsta ársfjórðungi frá Huawei, samanborið við 16,4 prósent í fyrra. 17,5 prósent frá Oppo en 10,1 prósent í fyrra og 17,1 prósent frá vivo, 11,2 prósent í fyrra. Til samanburðar var markaðshlutdeild Apple 12,3 prósent en er 10,1 prósent. Samsung var með 8,6 prósenta markaðshlutdeild en hún féll í 3,3 prósent. En Kínverjar beina sjónum sínum ekki einungis að samlöndum sínum heldur herja þeir einnig á Indlandsmarkað. Samtals búa nærri 2,7 milljarðar í ríkjunum tveimur og því gríðarlega stórir markaðir. Í þremur af efstu fimm sætunum yfir markaðshlutdeild á snjallsímamarkaði í Indlandi má finna þrjá kínverska framleiðendur. Xiaomi, Oppo og vivo. Þá raða Kínverjar sér í þrjú af efstu fimm sætunum á heimsvísu. Símar Samsung hafa 22,8 prósenta markaðhlutdeild á heimsvísu og Apple 14,9 prósent og hafa því þessir risar yfirburðastöðu. Hins vegar hefur Huawei 9,8 prósenta markaðshlutdeild, Oppo 7,4 prósent og vivo 5,2 prósent. Samtals 22,4 prósent sem er litlu minna en Samsung. Kínverskir símar eru búnir til úr álíka öflugu innvolsi og símar Apple og Samsung en eru þrátt fyrir það í flestum tilfellum ódýrari. Því hafa þeir einnig vakið áhuga utan Indlands og Kína. Hafa ber þó í huga að innfluttir símar eru ekki allir með móttökurum sem geta tekið á móti 4G merkjum úr íslenskum sendum.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Hvernig snjallsíma á ég að kaupa mér? Fréttablaðið rýndi í fjölda snjallsíma til þess að hjálpa til við valið. Litið er til þátta eins og verðs, skjástærðar og framleiðanda. 16. mars 2017 07:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnu-eiginmann eða vinnu-eiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hvernig snjallsíma á ég að kaupa mér? Fréttablaðið rýndi í fjölda snjallsíma til þess að hjálpa til við valið. Litið er til þátta eins og verðs, skjástærðar og framleiðanda. 16. mars 2017 07:00