Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna leigir íbúð undir kjarnorkukóða í Trump-turni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2017 23:07 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, býr í Trump-turni ásamt fjölskyldu sinni. Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa í hyggju að leigja íbúð í Trump-turni fyrir starfsemi herskrifstofu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem fréttastofa Reuters hefur komist í tæri við. Turninn er eitt af helstu kennileitum New York borgar. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þar aðsetur en turninn er jafnframt í eigu hans. Herskrifstofa Bandaríkjanna sér um og gætir hins svokallaða „kjarnorkufótbolta,“ skjalatösku sem gerir forseta Bandaríkjanna kleift að veita umboð fyrir kjarnorkuárás þegar hann er staddur annars staðar en í sérstökum stjórnunarmiðstöðvum. Þá veitir skrifstofan forsetanum öruggar samskiptaleiðir hvar sem hann er staddur. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram að Trump muni sjálfur ekki hljóta neinn ávinning af leigunni. Ekki fengust upplýsingar um það hvort sambærilegar ráðstafanir yrðu gerðar á stöðum sem Trump heimsækir reglulega, þar á meðal í Mar-a-Lago, afdrepi hans í Flórída, og á golfvelli í New Jersey, þar sem forsetinn er staddur nú um helgina.Demókratar áhyggjufullir yfir samningnum Í bréfinu sem James MacStravic, starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, sendi í byrjun mars segir að hann hafi samþykkt leiguna á íbúðinni eftir að hafa ráðfært sig við herskrifstofuna. Þá vildu embættismenn viðriðnir málið hvorki tjá sig um kostnað við leigusamninginn né hverjir væru eigendur íbúðarinnar. Útskýrt er í bréfinu að herskrifstofa Hvíta hússins, deild innan varnarmálaráðuneytisins, „óskaði eftir samþykki fyrir því að leigja rými í Trump-turni fyrir starfslið, sem ráðið væri til að aðstoða forsetann þegar hann er staddur á sínu persónulega heimili.“ Þá er enn fremur fullyrt að þessi tilhögun sé í takt við það sem tíðkast hefur í tíð fyrri forseta. Þó er ekki ljóst hvort herskrifstofan hafi nokkru sinni áður borgað fyrir leigu á rými, sem ætlað er að hýsa háleynilegan búnað sem forseti þarf á að halda þegar hann er staddur utan Washington. Ekki fengust upplýsingar um málið frá talsmanni Hvíta hússins. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að Donald Trump muni koma til með að græða á leigu íbúðarinnar. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna virðist ætla að hafa fjárhagslegan ávinning af samningnum á kostnað varnarmálaráðuneytisins, og að lokum, skattgreiðenda,“ ritaði demókratinn Jackie Speier í bréfi til James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa í hyggju að leigja íbúð í Trump-turni fyrir starfsemi herskrifstofu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem fréttastofa Reuters hefur komist í tæri við. Turninn er eitt af helstu kennileitum New York borgar. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þar aðsetur en turninn er jafnframt í eigu hans. Herskrifstofa Bandaríkjanna sér um og gætir hins svokallaða „kjarnorkufótbolta,“ skjalatösku sem gerir forseta Bandaríkjanna kleift að veita umboð fyrir kjarnorkuárás þegar hann er staddur annars staðar en í sérstökum stjórnunarmiðstöðvum. Þá veitir skrifstofan forsetanum öruggar samskiptaleiðir hvar sem hann er staddur. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram að Trump muni sjálfur ekki hljóta neinn ávinning af leigunni. Ekki fengust upplýsingar um það hvort sambærilegar ráðstafanir yrðu gerðar á stöðum sem Trump heimsækir reglulega, þar á meðal í Mar-a-Lago, afdrepi hans í Flórída, og á golfvelli í New Jersey, þar sem forsetinn er staddur nú um helgina.Demókratar áhyggjufullir yfir samningnum Í bréfinu sem James MacStravic, starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, sendi í byrjun mars segir að hann hafi samþykkt leiguna á íbúðinni eftir að hafa ráðfært sig við herskrifstofuna. Þá vildu embættismenn viðriðnir málið hvorki tjá sig um kostnað við leigusamninginn né hverjir væru eigendur íbúðarinnar. Útskýrt er í bréfinu að herskrifstofa Hvíta hússins, deild innan varnarmálaráðuneytisins, „óskaði eftir samþykki fyrir því að leigja rými í Trump-turni fyrir starfslið, sem ráðið væri til að aðstoða forsetann þegar hann er staddur á sínu persónulega heimili.“ Þá er enn fremur fullyrt að þessi tilhögun sé í takt við það sem tíðkast hefur í tíð fyrri forseta. Þó er ekki ljóst hvort herskrifstofan hafi nokkru sinni áður borgað fyrir leigu á rými, sem ætlað er að hýsa háleynilegan búnað sem forseti þarf á að halda þegar hann er staddur utan Washington. Ekki fengust upplýsingar um málið frá talsmanni Hvíta hússins. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að Donald Trump muni koma til með að græða á leigu íbúðarinnar. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna virðist ætla að hafa fjárhagslegan ávinning af samningnum á kostnað varnarmálaráðuneytisins, og að lokum, skattgreiðenda,“ ritaði demókratinn Jackie Speier í bréfi til James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira