Kallaði hana svindlara og sá síðan sjálf um að senda hana heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2017 07:30 Eugenie Bouchard fagnar hér sigri. Vísir/AP Kanadíska tenniskonan Eugenie Bouchard var mjög ósátt við að Maria Sharapova fengi að keppa á opna Madrid-tennismótinu sem stendur yfir þessa dagana en Sharapova féll á lyfjaprófi á síðasta ári. Bouchard gat ekki komið í veg fyrir að Maria Sharapova fengi keppnisleyfi á mótinu en hún nýtti heldur betur innbyrðisviðureign þeirra tveggja til að senda þeirri rússnesku skýr skilaboð. Eugenie Bouchard og Maria Sharapova mættust nefnilega í 2. umferð opna Madridar-mótsins og Bouchard vann 7-5, 2-6 og 6-4. Bouchard fagnaði sigrinum innilega í lokin en handaband þeirra eftir leik var frekar vandræðalegt. Maria Sharapova féll á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu árið 2016 og var dæmd í kjölfarið í fimmtán mánaða bann. Bannið var stytt og hún komst strax inn á helstu mótin. Við það voru margir mjög ósáttir og þar á meðal sú kanadíska. Bouchard lét skoðun sína í ljós opinberlega og kallaði hina rússnesku svindlara. Bouchard sagði að tennishreyfingin hefði átt að dæma Mariu Sharapovu í lífstíðarbann fyrir að hafa fallið á þessu lyfjaprófi. Eugenie Bouchard talaði meðal annars um það að þessi endurkoma Sharapovu væri mjög ósanngjörn gagnvart öllum þeim tennisspilurum sem stunda íþróttina á heiðarlegan hátt. Sharapova lét það vera að svara Bouchard þegar hún var spurð um ummælin á blaðamannafundi en Maria átti líka fá svör á móti þeirri kanadísku í leik þeirra í nótt. Tapið þýðir að Maria Sharapova gæti líka misst af Wimbledon-mótinu en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.Handabandið í lokin.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty How bow dah pic.twitter.com/SOAcpEWflu— Genie Bouchard (@geniebouchard) May 8, 2017 Tennis Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Kanadíska tenniskonan Eugenie Bouchard var mjög ósátt við að Maria Sharapova fengi að keppa á opna Madrid-tennismótinu sem stendur yfir þessa dagana en Sharapova féll á lyfjaprófi á síðasta ári. Bouchard gat ekki komið í veg fyrir að Maria Sharapova fengi keppnisleyfi á mótinu en hún nýtti heldur betur innbyrðisviðureign þeirra tveggja til að senda þeirri rússnesku skýr skilaboð. Eugenie Bouchard og Maria Sharapova mættust nefnilega í 2. umferð opna Madridar-mótsins og Bouchard vann 7-5, 2-6 og 6-4. Bouchard fagnaði sigrinum innilega í lokin en handaband þeirra eftir leik var frekar vandræðalegt. Maria Sharapova féll á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu árið 2016 og var dæmd í kjölfarið í fimmtán mánaða bann. Bannið var stytt og hún komst strax inn á helstu mótin. Við það voru margir mjög ósáttir og þar á meðal sú kanadíska. Bouchard lét skoðun sína í ljós opinberlega og kallaði hina rússnesku svindlara. Bouchard sagði að tennishreyfingin hefði átt að dæma Mariu Sharapovu í lífstíðarbann fyrir að hafa fallið á þessu lyfjaprófi. Eugenie Bouchard talaði meðal annars um það að þessi endurkoma Sharapovu væri mjög ósanngjörn gagnvart öllum þeim tennisspilurum sem stunda íþróttina á heiðarlegan hátt. Sharapova lét það vera að svara Bouchard þegar hún var spurð um ummælin á blaðamannafundi en Maria átti líka fá svör á móti þeirri kanadísku í leik þeirra í nótt. Tapið þýðir að Maria Sharapova gæti líka misst af Wimbledon-mótinu en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.Handabandið í lokin.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty How bow dah pic.twitter.com/SOAcpEWflu— Genie Bouchard (@geniebouchard) May 8, 2017
Tennis Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti