Hægt að byggja 143 meðalstórar íbúðir fyrir það sem kostar að halda Eurovision Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2017 10:44 Það kostar um 4,1 milljarð að halda Eurovision. Vísir/Vilhelm Eitt af því sem óneitanlega fylgir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru vangaveltur um hvar og hvernig Ísland geti haldið keppnina, komi til þess að fulltrúi Íslendinga muni fara með sigur af hólmi. Greiningardeild Arion banka veltir þessum punkti upp í nýjum Markaðspunktum greiningardeildarinnar. Er þar bent á kostnaðinn við að halda keppnina og í stað þess að velta því fyrir sér hvernig Ísland geti haldið keppnina er því velt upp hvað sé hægt að gera fyrir fjármunina sem fara í að halda keppnina. Spurt er hvort Íslendingar vilji í raun og veru vinna keppnina og bent er á að yfirleitt tapi gestgjafarnir á því að halda keppnina enda fylgir því mikill kostnaður sem ekki er víst að komi til baka þrátt fyrir að mikill straumur ferðamanna fylgi Eurovision hvert ár.Mynd/Arion bankiSegir í Markaðspunktunum að erfitt sé að áætla hvað það kosti að halda keppnina hér á landi, komi til þess að Svala standi uppi sem sigurvegari. Bent er hins vegar á að meðalkostnaðurinn undanfarin ár sé í kringum 4,1 milljarð króna og listar greiningardeildin upp hluti sem hægt væri að gera í staðinn fyrir að halda keppnina. „Þar kennir ýmissa grasa, til að mynda væri hægt að halda 460 jólatónleika, reka 51 lið í Pepsí deild karla í eitt ár eða gefið öllum Íslendingum 7 ABBA Waterloo vínylplötur!“ segir í Markaðspunktunum. Sé horft út fyrir listir og menningu má einnig gera ýmislegt fyrir milljarðana, meðal annars „byggja 143 meðalstórar íbúðir, sem væri kærkomin viðbót inn á húsnæðismarkaðinn í dag, rekið Landspítalann í tæpan mánuð, borgað rekstrarkostnað í eitt ár fyrir 2.300 grunnskólanemendur eða gefið öllum landsmönnum 12 miða í Hvalfjarðargöngin.“ Bent er þó á að þrátt fyrir að gestgjafaþjóðirnar tapi yfirleitt á því að halda keppnina megi ekki lita framhjá óbeinu áhrifunum sem keppnin getur haft á hagkerfi þeirra en allar borgir sem haldið hafa keppnina hafa upplifað nokkurn vöxt í ferðaþjónustu og efnahag, að minnsta kosti til skamms tíma.Mynd/Arion banki Eurovision Tengdar fréttir Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30 Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Eitt af því sem óneitanlega fylgir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru vangaveltur um hvar og hvernig Ísland geti haldið keppnina, komi til þess að fulltrúi Íslendinga muni fara með sigur af hólmi. Greiningardeild Arion banka veltir þessum punkti upp í nýjum Markaðspunktum greiningardeildarinnar. Er þar bent á kostnaðinn við að halda keppnina og í stað þess að velta því fyrir sér hvernig Ísland geti haldið keppnina er því velt upp hvað sé hægt að gera fyrir fjármunina sem fara í að halda keppnina. Spurt er hvort Íslendingar vilji í raun og veru vinna keppnina og bent er á að yfirleitt tapi gestgjafarnir á því að halda keppnina enda fylgir því mikill kostnaður sem ekki er víst að komi til baka þrátt fyrir að mikill straumur ferðamanna fylgi Eurovision hvert ár.Mynd/Arion bankiSegir í Markaðspunktunum að erfitt sé að áætla hvað það kosti að halda keppnina hér á landi, komi til þess að Svala standi uppi sem sigurvegari. Bent er hins vegar á að meðalkostnaðurinn undanfarin ár sé í kringum 4,1 milljarð króna og listar greiningardeildin upp hluti sem hægt væri að gera í staðinn fyrir að halda keppnina. „Þar kennir ýmissa grasa, til að mynda væri hægt að halda 460 jólatónleika, reka 51 lið í Pepsí deild karla í eitt ár eða gefið öllum Íslendingum 7 ABBA Waterloo vínylplötur!“ segir í Markaðspunktunum. Sé horft út fyrir listir og menningu má einnig gera ýmislegt fyrir milljarðana, meðal annars „byggja 143 meðalstórar íbúðir, sem væri kærkomin viðbót inn á húsnæðismarkaðinn í dag, rekið Landspítalann í tæpan mánuð, borgað rekstrarkostnað í eitt ár fyrir 2.300 grunnskólanemendur eða gefið öllum landsmönnum 12 miða í Hvalfjarðargöngin.“ Bent er þó á að þrátt fyrir að gestgjafaþjóðirnar tapi yfirleitt á því að halda keppnina megi ekki lita framhjá óbeinu áhrifunum sem keppnin getur haft á hagkerfi þeirra en allar borgir sem haldið hafa keppnina hafa upplifað nokkurn vöxt í ferðaþjónustu og efnahag, að minnsta kosti til skamms tíma.Mynd/Arion banki
Eurovision Tengdar fréttir Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30 Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30
Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00
Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45
Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57